Svarar ráðherrann eða saltar

Las með athygli bréf Samtaka lánþega til Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra. Bréfið er vel orðað og hnitmiðað. Í því eru engar málalengingar, ekkert málskrúð heldur beinar spurningar. Gott og heiðarlegt bréf.

Nú reynir á ráðherrann. Er hann maður til að svara bréfinu ítarleg eða lætur hann sér nægja að svara með almennri umfjöllun. Geri varla ráð fyrir að hann salti það í þeirri von að það gleymist.

Það sem mestu máli skiptir er að stjórnvöld svari almenningi. Eitt af því mikilvægasta er hver ber ábyrgð á því tjóni sem lánþegar hafa orðið fyrir vegna ólögmætra innheimtuaðgerða.  


mbl.is Sendir Árna Páli opið bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband