Áhugi fyrir kóngafólki tengist greind ...

Ef ég mætti gefa Bretum eitt gott ráð þá væri það að leggja niður konungdæmið. Fjöldi fólks sem hefur ekkert til brunns að bera nema það eitt að hafa fæðst inn í ákveðna ætt og þarf ekkert að hafa fyrir framfærslu sinni, fær verulega rúm fjárráð frá ríkissjóði fyrir iðjuleysi sitt.

Og nú ætlar einn úr klaninu að gifta sig. Sá atburður mun án efa skyggja á alla aðra sambærilega atburði klansins. Hef þann grun að áhugi fyrir heljarheitunum sé í beinu sambandi við greindarvísitölu, þ.a. ástæðan fyrir áhugaleysi er vitsmunaskortur. Viðurkenni hér með að ég fæ kjánahroll þegar fjölmiðlar segja frá aðskiljanlegum konungdæmum evrópskum. Held þó áfram að lifa með heimsku minni.


mbl.is Tjaldað við Westminster Abbey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband