Ásmundur hefur verið vanaður ...

Meirihluti vinstri flokkanna á Alþingi er allur fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslum ... nema þegar hætta er á að hann fari í þeim hallloka með mál sín.

Það vantar ekki að menn gapi og þenji sig á tyllidögum um vinsælu frasana; alþýðu, almenning, lýðræðið, opna stjórnsýslu og ábyrgð. Allur meirihlutinn hefur bullað á þann hátt eins og hann hefur getað. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta lið snarsnýr við stefnunni þegar það er komið að kjötkötlunum. Þar er hlýtt og gott að vera.

Þrátt fyrir kjafthátt og fyrirheit þá er Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður, nákvæmlega eins. Hann þenur sig þangað til Steingrími er orðið nóg um og byrstir sig. Þá skríður Ási undir borðið og liggur kjurr eins og honum er skipað.

Útilokað er að Ásmundur greiði atkvæði með þjóðaratkvæði. Búið er að vana hann. Hann er bara „jákvæður gagnvart því“ en kýs kjötkatlana ef hann þarf að velja.


mbl.is Jákvæður í garð þjóðaratkvæðis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband