Annað hvort voru lög brotin eða ekki

Ég hlustaði á viðtalið við fyrrverandi formann landskjörstjórnar. Hann var sannfærandi en virtist þó ekki geta gert það upp við sig hvort hann ætti að vera málefnalegur eða láta pólitíska sannfæringu sína ráða. Því miður var hann helst til pólitískur.

Hann svaraði einfaldlega ekki þeirri spurningu sem Hæstiréttur virtist vera með á hreinu og hún er sú hvort landskjörstjórn eða ráðuneytið hafi rétt til þess að fara á svig við lög um opinberar kosningar. Frá mínum sjónarhóli séð þá hefur Alþingi eitt þann rétt að setja lög eða breyta og ég er örugglega ekki einn um þá skoðun, raunar sýnist mér það vera niðurstaða Hæstaréttar enda segir hann þetta í úrskurði sínum:

Það fellur í hlut löggjafans að setja skýrar og ótvíræðar reglur um framkvæmd opinberra kosninga þar sem tekið er réttmætt tillit til aðstæðna sem leiða af sérstöku eðli þeirra. Það var á hinn bóginn ekki á færi stjórnvalda að víkja frá skýrum fyrirmælum laga um framkvæmd þeirra vegna fjölda frambjóðenda eða nýs verklags sem hentugt þótti vegna rafrænnar talningar atkvæða. 

Mér varð það á að stopp ekki við gatnamót heldur tók vinstri beygju á rauðu ljósi. Ég slapp með skrekkinn enda enginn umferð. Samkvæmt skýringum manna eins og fyrrverandi formanns landskjörstjórnar þá hefði lögreglan ekkert átt með að stöðva mig vegna þess að enginn varð fyrir skaða við aksturslag mitt. Lögreglan tekur hins vegar ekkert mark á svona útskýringum. Lög og reglur ber að virða, - alltaf.

Lái mér hver sem vill en ég er þeirrar einföldu skoðunar að lög beri ávallt að virða. Þess vegna finnst mér holur hljómur í röksemdum þeirra sem gagnrýna niðurstöðu Hæstaréttar og halda því fram að lögbrot fyrrverandi landskjörstjórnar og ráðuneytisins hafi verið léttvæg og skipti ekki máli.


mbl.is Segir Hæstarétt hafa farið út fyrir sitt svið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Karl

Þú ert ekki sá fyrsti sem grípur til umferðarlagabrotslíkingar. Ég tel slíka samlíkingu ekki mjög passandi. Kannski mætti þá frekar segja að lögreglan hafi stöðvað þig á Höfn í Hornafirði með óskoðaða rútu og sent þig OG alla farþega þína alla leið tilbaka til Reykjavíkur. Sanngjarnt?

Lögin segja hvernig framkvæma skuli kosningar, en ekki að refsa skuli öllum kjósendum fyrir galla á kosningunum sem engin áhrif höfðu.

Einar Karl, 31.1.2011 kl. 22:22

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður ég er svo sammála þér. Annað hvort eru lög brotin eða ekki...

Annað hvort er farið eftir lögum eða ekki, annað hvort er, eða er ekki, allir þurfa að fara eftir vissum lögum og reglum, það er hálf asnaleg líkingin sem Einar Karl kemur með, en annsi góð þessi sem þú kemur með...

Ég velti því stundum mér hvað gerist ef lög og reglur eru ekki virt að vettugi, og hverju við erum við þá að hleypa af stað sem fyrirmynd til framtíðarinnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 31.1.2011 kl. 23:01

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Einar Karl, samlíkingin er ekki aðalatriði. Niðurstaðan er einfaldlega þessi: Aðeins Alþingi setur lög eða breytir lögum, hvorki landskjörstjórn né ráðuneyti hafa rétt til þess. Punktur.

Fleiri en Ingibjörg Guðrún velta því fyrir sér hvað gerist ef lög og reglur eru virt að vettugi. Persónulega hef ég meiri áhyggjur af því hverjir eigi að ákveða hvaða lög og reglur séu þess eðlis að það megi víkja frá þeim, eigi það á annað borð að viðgangast.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 31.1.2011 kl. 23:13

4 Smámynd: Einar Karl

En ekki voru það 83 þúsund kjósendur sem brutu lög, var það?

Það er gott og gilt almennt sjónarmið að vilja að lög séu virt.

En í þessu máli tel ég sjálfur mikilvægara að spyrja, höfðu annmarkar á kosningunni mögulega einhver áhrif á niðurstöðu hennar?

Ég hef ekki hitt neinn sem hefur haldið því fram.

Bendi hér á þrjá góða pistla:

Gauti Kristmannsson: Ég var rændur atkvæði mínu

Orri Vésteinsson: Lýðræði og ógilding kosninga

Þorkell Helgason: Dálítil deila við dómarana

Einar Karl Friðriksson: Ósamrýmanleg sjónarmið Hæstaréttar

Einar Karl, 1.2.2011 kl. 09:44

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Staðreyndin er einfaldlega sú, Einar Karl, að hvorki landskjörstjórn né ráðuneyti geta breytt lögum. Sá réttur er í höndum Alþingis. Þetta ítrekar Hæstiréttur. Mér finnst þessi fyrsta spurning þín frekar barnaleg. Hvað varðar spurninguna um annmarka þá er því að svara að lögbrot eiga að hafa afleiðingar. Auðvitað er forvitnilegt að skoða viðhorf annarra hins vegar eru lögfræðingar langflestir á þeirri skoðun að dómurinn standist hvernig sem á hann er litið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.2.2011 kl. 10:38

6 Smámynd: Einar Karl

hins vegar eru lögfræðingar langflestir á þeirri skoðun að dómurinn standist hvernig sem á hann er litið

Það er nú ekki alls kostar rétt. T.d. hafa eftirfarandi lögfræðingar gagnrýnt niðurstöðuna:

  • Eiríkur Tómasson,
  • Gunnar Eydal,
  • Gísli Tryggvason,
  • Ástráður Haraldsson

Einar Karl, 1.2.2011 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband