Vanskilaskrárnar eru meira íþyngjandi

Persónulegar upplýsingar t.d. um fjármál einstaklinga eru jafnan misnotaðar. Allir geta komist í þær og nýtt sér þær eins og um sé að ræða karaktereinkunn. Atvinnurekendur fletta gjarnan upp í þessum skrám þegar verið er að skoða ráðningar á nýjum starfsmanni. Það sem menn átta sig hins vegar ekki er fyrir mjög fjölbreytilegar ástæður á vanskilaskrám, allt frá skuldum fólks sem telja má til glæplalýðs niður í smáfjárhæðir sem engum er greiði gerður með að halda reiður á. Einnig er um að ræða ábyrgðir af ýmsu tagi.

Creditinfo Lánstraust hf. er ábyggilega ekki eins slæmt fyrirtæki eins og bankarnir, ríkisbankarnir, gömlu bankarnir sem hrundu eða þeir sem nú starfa. Þrátt fyrir gott starfsfólk eru þar starfandi vondu kallarnir í þjóðfélaginu sem mismuna fólki jafnvel því sem er á þeirra eigin vanskilaskrá. Bankarnir gleyma aldrei neinu, þeir eru eins og fíllinn, muna allt og hefna sín.

Og nú hefur Persónuvernd tekið upp hanskann fyrir fólk í greiðsluaðlögun. Talið eftir þessari tilvitninu í frétt mbl.is:

Það að upplýsingarnar yrðu sérgreindar ásamt upplýsingum um gerða kaupmála og fjárræðissviptingar myndi ekki breyta hinu íþyngjandi eðli skráningarinnar. Af framangreindu verður ráðið að með lagasetningu um greiðsluaðlögun sé m.a. verið að bregðast við greiðsluvanda einstaklinga sem er til kominn vegna atvika sem þeir gátu ekki ráðið við.

Ég hef áður skrifað um þessar vanskilaskrár og held því fram að þær séu stórhættulegar enda mismuna þær fólki á þann hátt að það sem engu skiptir er skyndilega orðið aðalatriði. Um afleiðingarnar er minna fjallað.

  • Með gjaldþroti fer viðkomandi á vanskilaskrá sem í raun hefur miklu alvarlegri afleiðingar fyrir fólk en sjálft gjaldþrotið. Svo lengi sem það er á slíkri skrá er lífið afar erfitt og nær ómögulegt að taka lán og byrja upp á nýtt þó borðið eigi að heita nýtt. Allt verður að vera staðgreitt og jafnvel kreditkort fæst ekki útgefið þeim sem í gjaldþroti hafa lent.
  • Fílsminni bankanna er stórkostlegt vandamál. Þeir hafa komið sér upp afar þróuðum hugbúnaði og í þeim er að finna þeirra eigin vanskilaskrá. Hafi banki, hvaða nafni sem hann nefnist, hversu oft hann hefur orðið gjaldþrota, hvort sem tilvera hans hófst fyrir eða eftir hrun, á þessari eða síðusu öld, þá man hann allt. Bankarnir samþykkja aldrei aftur þann sem eitt sinn hefur farið í gjaldþrot. Viðkomandi er sí og æ snýtt upp úr þessari lífsreynslu sem fólki verður um alla framtíð meinað að gleyma.

Þetta virðist Persónuvernd skilja en hún fær engu ráðið um „hefðbundnar“ vanskilaskrár sem eru eyðileggjandi en ekki uppbyggjandi vegna notkunar þeirra og hversu opnar þær eru hverjum sem vill. meira að segja sakaskrá er betri en vanskilaskrá vegna þess að sú fyrrnefnda spyr hver er tilgangurinn með sakavottorði. Vanskilaskráin er hins vegar opin bók.


mbl.is Fær ekki að safna upplýsingum um greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband