Kuldabrestir aðeins á Mýrdalsjökli

Ekki dreg ég í efa að kuldabrestir mælast í jarðskjálftamælum á og við Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul. Tvennt vekur þó athygli mína.

Hið fyrra er að stór hluti jarðskjálfta á þessum slóðum eru dýpri en svo að veðurfars gæti. Þó leikmaður sé, finnst mér ótrúlegt að skjálftar sem mælast dýpri en 500 m séu af völdum kuldans. En auðvitað get ég haft rangt fyrir mér en varla ef dýpið er enn meira, segjum einn kílómetri.

Hitt vekur ekki síður athygli mína að kuldabrestir mælist aðeins á áðurnefndum tveimur jöklum. Ekki mælast þeir í sama fjölda á Vatnajökli eða Langjökli. Kuldinn er um allt land. 


mbl.is Kuldabrestir á skjálftamælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég var að velta þessu sama fyrir mér. Það kemur þó fram að staðsetning og kannski dýpi skjálftana er óviss og ánákvæm. Sjáum til hvað gerist í framhaldinu.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.1.2011 kl. 16:34

2 Smámynd: Jóhannes Reykdal

Aðrir jöklar hafa ekki þéttriðið net skjálftamæla umhverfis sig.

Jóhannes Reykdal, 6.1.2011 kl. 16:54

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.1.2011 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband