Aurastefna hinnar norrænu velferðarstjórnar

Mikið óskaplega er ríkisstjórninni mislagðar hendur. Flestum ætti að vera það í fersku minni er hún reyndi að leggja því sem næst niður heilsugæslu víðast á landsbyggðinni. Mikil mótmæli urðu af þessum ákvörðunum og hún neyddist til að bakka með allt saman. Í stað þess að stórskaða heilsugæslu og byggðir lætur hún sér nú nægja að skaða þær með niðurskurði sínum.

Ráðherrann var með eindæmum klaufskur er hann hélt því fram að landsbyggðarfólk ætti að keyra til Akureyrar eða Reykjavíkur til að fá sér læknishjálp. Þá náði almenningur að brosa í gengnum tárin er ráðherrann komst ekki vegna ófærðar á fund á Blönduósi til að skýra mál sitt. Orð reyndust í því tilviki óþörf enda kallinn heimaskítsmát eins og það heitir.

Og nú ætlar ríkisstjórnin að loka höfuðborgarsvæðinu fyrir landsbyggðinni nema gegn gjaldi. Við sem búum utan við þetta háhelga svæði höfum dottið í hug að leggja okkar eigin skatt á umferð út á land, ekki á almenning heldur ríkisstjórnina og fylgismenn hennar.

Við höfum ekkert með þessa kújóna að gera, þeir eru aðeins til vandræða.  Þeir eru best geymdir í 101 Reykjavík sem og aðrir þeir sem hlynntir eru því að njósna um ferðir almennings með því að setja gps eftirlitstæki í bifreiðar. Nóg illt hafa þeir gert með því að hækka verð á bílum, rétt eins og fjórhjóladrifið sé munaðarvara. Og olíu og bensín hafa þeir hækkað svo um munar.

Við eigum sem sagt að lifa og deyja á landsbyggðinni nema við reiðum fram peninga fyrir eldsneyti, þokkalegum bílum og komumst í gegnum innheimtuhlið peningavalds hinnar norrænu velferðarstjórnar. Hið síðasta er að vísu aðeins í nösunum á meirihlutanum. Er ekki kominn tími á að snýta þeim?

Og svo þykist Ögmundur ekkert hafa gert og ekkert vita. Hann ætti þó manna best að vita að íslenskt samfélag er ekki stærra en svo að stjórnarráðið lekur og hefur alltaf gert það. 


mbl.is „Engar ákvarðanir verið teknar um veggjöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband