Þversögn sem engu máli skiptir

Samkvæmt skoðanakönnunum styðja um 35% landsmanna Sjálfstæðisflokkinn. Nánast sama hlutfall telur sig ekki vilja fá flokkinn aftur í ríkisstjórn samkvæmt nýrri skoðanakönnun.

Þetta er nú ekki björgulegt og lítil ástæða til að gera veður út af svona þversögnun enda er þjóðfélagið ein tóm þversögn. Sumir stunda íþróttir en aðrir gera það ekki og jafnvel eru þeir til sem hatast við þá sem skokka á götum úti. Það þykir hollt að neyta grænmetis en samt er stór hluti þjóðarinn sem segist ekki „éta gras“. Sumir eru með ESB og aðrir á móti.

Þeir sem ekki vilja Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn hljóta fyrr eða síðar að lenda í pólitískum vanda. Raunar eru þeir margir þegar í slíkum. Samfylkingin vill ganga í ESB en ekki VG. Þessir flokkar „vinna saman“ þrátt fyrir að þeir stefni í gagnstæðar áttir. Fyrrnefndi flokkurinn leggur jafnvel, a.mk. í orðin kveðnu, áherslu á uppbyggingu atvinnulífs meðan sá síðarnefndi hamast gegn henni, leynt og ljós.

Það skiptir í raun engu máli hvað andstæðingar Sjálfstæðisflokksins segja. Þegar upp er staðið eru það kjósendur sem ráða og nú lítur út fyrir að fæstir þeirra vilji VG og Samfylkinguna í stjórn. Svo er það annað mál að varla svarr maður í svona skoðanakönnun nema á þá leið að maður vilji ekki í ríkisstjórn með pólitískum andstæðingum.


mbl.is Flestir vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður punktur að við viljum ekki ríkisstjórn með pólitískum andstæðingum með öðrum orðum þá víkum við fjórflokk spillingar og valdagræðgi burt!

Sigurður Haraldsson, 18.11.2010 kl. 15:25

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Heyrðu nafni minn. Afskaplega er þetta nú innantómt þetta tal um „fjórflokk“. Hins vegar ráða kjósendur, það er ég tilbúinn að sætta mig við.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.11.2010 kl. 15:31

3 Smámynd: Björn Birgisson

Verð að segja að mér finnst þessi könnun stórskrýtin og tek eiginlega ekkert mark á henni!

Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 16:27

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hún er það, Björn, og eðlilega. Enda hefur ekkert gildi, í eina átt eða aðra. Tómt bull að eyða tíma sínum í svona könnun.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 18.11.2010 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband