Gríðarlegt vandamál sem lítt er sinnt

Hugmynd Einars Torfa er líklega sú skársta sem komið hefur fram. Illa líst flestum á svokölluð glápgjöld, en það eru gjöld sem innheimta á af gestum við komu þeirra inn á ákveðin svæði. Gallinn við slík gjöld er að kostnaðurinn við innheimtuna étur upp stóra hluta innkomunnar.

Gallinn við nefskatt á erlenda ferðamenn er hins vegar ríkið. Það mun án efa dauðsjá eftir þessum peningum í að bæta aðstöðu á ferðamannastöðum og staðan verður áður en langt um líður sú að hann mun klípa af þeim til að kosta eitthvað allt annað. Það gerðist með gjald sem taka átti af fríhöfninni forðum daga. Ríkið innheimtir nú skatt af öllum til að fjármagna útvarp og sjónvarp en heldur eftir hluta af honum til annarra hluta. Líklegast er það sama með bifreiðagjöld og aðra innheimtu ríkissjóðs.

Þegar litið er á þá aðstöðu sem búin er ferðamönnum hér á landi blasir við gríðarlegur átroðningur. Nú er verið að tala um að nokkrir staðir þoli ekki ágang ferðamanna en það er bara lítill hluti af þeim.

Gönguleiðir víða um land eru illa farnar. Ekki þarf mikinn átroðning þangað til slóðar hafa myndast sem vatn tekur að renna í og skemmir enn frekar. Nefna má Fimmvörðuháls sem og fjölmargar gönguleiðir á fjöll eins Þverfellshorn í Esju. Enginn telur sér fært að bæta úr en allir vilja njóta. Þó ferðafélög og almenningur myndi vilja hjálpa til þá er kostnaðurinn öllum ofviða.

Vandamálið er svo gríðarlegt að nefskatturinn dugar hreint ekki til þess að bæta hér úr.  


mbl.is Nefskattur skásta lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband