Listi samkvæmt bestu leið til að velja
3.11.2010 | 18:11
Óvinnandi vegur er að velja á milli frambjóðenda til stjórnlagaþings. Ástæðan er einfaldlega sú að ekki gefst tími til að mynda sér almennilega skoðun á hverjum og einum fyrir utan að það virðist vera óvinnandi vegur.
Þar af leiðandi verður að falla frá skynseminni og nota aðra aðferð, þá sem hefur lítið vit eða er einfaldlega vit-laus.
Um daginn skrifaði ég afar snjallan pistil hérna á bloggið um val á frambjóðendum. Lagði ég þar fram 17 reglur til að auðvelda valið. Tóku flestir undir með mér og hældu mikið fyrir skynsamlega vit-leysu.
Margir hafa nú þýfgað mig um niðurstöðuna og jafnvel haldið því fram að ég væri bara að reyna að vera fyndinn og ekkert meinti með þessu. Því fer nú víðs fjarri.
Til að sanna þetta þá birti ég hér niðurstöður mínar. Viðurkenni þó að konurnar eru þó heldur fáar en samt í réttu hlutfalli við fjölda þeirra sem eru í framboði. Takið eftir hversu starfsheitin eru margvísleg.
Hér er svo listinn:
Nr | Nafn | Auðk.tala | Starfsheiti | Sveitarfélag |
8 | Alda Davíðsdóttir | 2765 | framkvæmdastjóri | Vesturbyggð |
45 | Árni Björn Guðjónsson | 2435 | listmálari | Reykjavík |
31 | Axel Þór Kolbeinsson | 2336 | tölvutæknir | Hveragerði |
70 | Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir | 7869 | safnstjóri | Hafnarfirði |
101 | Brynjar Gunnarsson | 9519 | ljósmyndari | Reykjavík |
113 | Einar Magnús Einarsson | 3161 | vaktmaður | Norðurþingi |
120 | Eiríkur Hans Sigurðsson | 5438 | ökukennari | Reykjavík |
154 | Gísli Jökull Gíslason | 8958 | lögreglumaður | Reykjavík |
165 | Guðbrandur Ólafsson | 6857 | sauðfjárbóndi | Dalabyggð |
177 | Guðmundur Guðlaugsson | 8892 | fv. sveitarstjóri | Svf. Skagaf. |
201 | Gylfi Garðarsson | 6626 | skrifstofumaður | Reykjavík |
217 | Haraldur Árnason | 9662 | öryrki | Reykjavík |
257 | Ingi Bæringsson | 9981 | sölumaður | Kópavogi |
260 | Ingibjörg Snorradóttir Hagalín | 8034 | húsmóðir | Ísafjarðarbæ |
326 | Kristinn Hannesson | 5493 | rafvirki | Reykjavík |
364 | Nils Erik Gíslason | 8474 | tæknimaður | Reykjanesbæ |
414 | Sigfríður Þorsteinsdóttir | 6362 | móttökustjóri | Reykjavík |
435 | Sigvaldi Friðgeirsson | 5141 | eldri borgari | Mosfellsbæ |
441 | Skafti Harðarson | 7649 | rekstrarstjóri | Reykjavík |
444 | Soffía Sigurðardóttir | 9178 | umsjónarmaður | Svf. Árborg |
449 | Stefán Pálsson | 4954 | sagnfræðingur | Reykjavík |
517 | Þórunn M.J.H. Ólafsdóttir | 8694 | sjúkraliði | Reykjavík |
469 | Tryggvi Helgason | 7352 | fv. flugmaður | Akureyri |
479 | Vigdís Erlendsdóttir | 3051 | sálfræðingur | Reykjavík |
481 | Vignir Bjarnason | 6505 | verkamaður | Stykkishólmi |
Og nú er um að gera að fara eftir þessari skynsömu aðferð og hver veit hvort stjórnlagaþingið verði ekki jafn gáfulegt eða ...
Frambjóðendur kynntir á vefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Athugasemdir
Sæll,
ég heiti Gísli Jökull og datt inn á bloggið þitt fyrir tilviljun og fannst aðferðin þín ágæt, meira að segja fyrir utan það að ég lendi í 8 sæti eftir aðferðarfræðinni.
Ég hef afritað hugmyndina á heimasvæði mitt á fésbók, http://www.facebook.com/Stjornlagathing.Jokull og gætt þess vel að geta þín sem höfundar en sé það þér ekki að skapi þá mun ég fjarlægja það um leið og þú óskar þess.
Að velja af viti úr safni 523 einstaklinga er ekki auðvelt, og hætt við að þó þarna séu jafnvel fólk af viti að það týnist í flórunni.
Takk fyrir skemmtileg skrif og óvæntan stuðning,
Gísli Jökull Gíslason
Gísli Jökull Gíslason, 4.11.2010 kl. 18:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.