Ég man ekki hvað orðin heita einu sinni ...

 

Borgarstjóri: Ja það má búast við því, en það er samt ekkert útséð með það, það er nokkuð sem mig persónulega langar ekki að gera, og mig langar til þess að leita allra leiða, raunveruleikinn er samt sá að tekjur borgarinnar hafa dregist rosalega mikið saman og við þurfum að brúa eða fylla upp í stórt gat og erum að reyna að leita allra leiða til þess að gera það.

Fréttamaður: Í nýrri fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur er gert ráð fyrir fjögurra og hálfs milljarðs króna hagnaði á næsta ári. Fréttastofa spurði hvort uppsagnir og gjaldskrárhækkanir Orkuveitunnar væru nauðsynlegar í þessu ljósi.

Borgarstjóri: Þetta er svona einhverjir talnaleikir sem að, ég kann ekki einu sinni að útskýra þá sko.

Fréttamaður: Fjögurra og hálfs milljarðs króna hagnaður, það hljómar ekki eins og illa statt fyrirtæki, hvort sem þetta eru talnaleikir eða ekki.

Borgarstjóri: Nei ég bara ég skil ekki, skil ekki hvernig hægt er að fá þetta út, fá þetta út, ég man ekki hvað orðin heita einu sinni sem að eru notuð til þess að setja þetta svona upp.

Fréttamaður: En en en...

Borgarstjóri (snýr sér við): Björn, hvað heitir þetta aftur?

Björn Blöndal (aðstoðarmaður borgarstjóra, birtist undan vegg): Þið verðið náttúrlega að skoða skuldirnar, sko, áður en að þið spurjið svona...

Drengur með jólasveinahúfu hleypur í burtu.

Borgarstjóri: Já það er eitthvað svoleiðis, já þetta er eitthvað...

Björn Blöndal: Það eru talsvert stórir gjalddagar á næsta ári.

Borgarstjóri: Já.

Björn Blöndal: Sem þarf að eiga fyrir.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú vantar bara Ástþór á Bessastaði. Þá er tríóið fullkomið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.11.2010 kl. 08:55

2 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þvílíkur auli.

Að þetta skuli vera borgarstjóri höfuðborgarinnar er algjört hneyksli og þeir sem kusu hann ættu nú að skammast sín þegar þeir sjá þessa hryggðarmynd heimskunnar enn og aftur sem aðalfulltrúa borgarbúa.

Maðurinn virkaði satt best að segja eins og greindarskertur fáviti.

Með annars fullri virðingu fyrir þeim sem búa raunverulega við slíka fötlun.

Gunnlaugur I., 4.11.2010 kl. 10:18

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Jón er eflaust hinn vænsti maður. Það var afrek að koma 7 manns í borgarstjórn. Það er hins vegar ekki nóg. Vandi Reykjavíkurborgar er nú fjárhagslegs eðlis og stjórnunarlegs. Hið fyrra er hægt að leysa, hið seinna getur aðeins borgarstjórnarflokkur Samfylkingarinnar leyst.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.11.2010 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband