Eru þessir tveir gjörsneiddir allri dómgreind?

Til hvers eru þessir tveir menn að deila, Björgólfur Thor Björgólfsson, og Róbert Wessman? Þetta virkar frekar eins og sandkassaleikur tveggja vina sem orðið hefur sundurorða um stundarsakir. Rökin eru engin og skilningur fólks eins og mín, sem asnast til að lesa fréttir og yfirlýsingar frá báðum þessum mönnum, minnkar stöðugt.

Það sem verra er, og það ættu þessir ágætu menn að íhuga, að sárafáir hafa áhuga á deiluefninu. Hvorugur mun fá nokkuð upp í sinn herkostnað annað en fyrirlitningu þeirra sem þegar hafa myndað sér skoðun á svokölluðum útrásarvíkingum eða auðmönnum.

Er virkilega enginn í herbúðum Björgólfs eða Róberts sem segir þeim að hætta, hingað og ekki lengra? Eða eru þeir báðir svo miklir besserwisserar að þeir telji sig vera með þann eina sannleik sem almenningur á að trúa. Gallinn er bara sá að það virðist ekkert vera svart og hvítt í deilunni og því er hún tilgangslaus leikur. Þeir virka báðir dómgreindarlausir í karpi sínu.


mbl.is Varð algjör trúnaðarbrestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband