Nennti enginn að tala við Björgvin?

Hvað þýða þessi orð að „Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, hafi verið fjandsamlegur í garð Íslands í kjölfar þess að neyðarlögin voru sett í október 2008“? Höfundur skýrslunnar lætur vera að spyrja Björgvin B. Sigurðsson út í þá sálma. Að minnsta kosti koma engar skýringar á þeim.

Hvað gerðist þarna? Var Bildt fjandsamlegur í garð Íslands eða líkaði honum persónulega ekki við Björgvin?

Ljóst má vera að aðstaða Íslands var vægast sagt undarleg og flestum ríkisstjórnum vantaði nákvæmar upplýsingar um hver væru áform þeirra íslensku. Gerði kannski Björgvin ekkert í að skýra út málstað þjóðarinnar í viðtölum sínum við erlenda ráðamenn eða sat hann hnípinn í stól sínum þegar Lavrov „eyddi talinu“ eins og það er orðað í skýrslunni. Eða nennti konan ekki að ræða við Björgvin, rétt eins og Bildt og Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakka.

Meðan ekki fást frekari skýringar er þá hugsanlegt að þessir atburði segi meira um persónu Björgvins og framkomu hans en stöðu Íslands í bankahruninu?


mbl.is Bildt var fjandsamlegur í garð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Björgvin G. Sigurðsson. Hvar er hann nú?

Björn Birgisson, 19.8.2010 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband