Vonbrigði að gosið haldi áfram
5.5.2010 | 14:34
Vísindamenn fullyrða nú að jarðskjálftar undanfarna tvo sólahringa stafi af kvikuinnskoti sem orðið hafi til á um 23 km dýpi undir Eyjafjallajökli. Skjálftarnir á mánudaginn áttu rætur sínar að rekja þetta djúpt í jörðu. Síðan hafa verið röð af miklu grynnri skjálftum.
Skilningur okkar leikmanna á þessum atburðum er frekar takmarkaður. En augljóslega var eitthvað að gerast með þessum staðbundnu jarðskjálftur og óróamælingarnar hafa eflaust bent til þess hins sama. Og nú hefur fengist skýring á öllu saman. Á vef Veðurstofunnar segir:
Nákvæm staðsetning skjálftanna sýnir að þeir fyrstu verða djúpt í jörðu, á um 23 km dýpi, en færast síðan upp. Þetta bendir að öllum líkindum til þess að ný kvika sé að þrýstast upp neðst í kvikurásinni og ýti við ofanáliggjandi kviku þannig að þrýstingsbreytingin færist upp að yfirborði. Því má búast við að gosið haldi áfram af fullum krafti næstu daga.
Þetta eru að minnsta kosti ekki góðar fréttir fyrir þá sem bjuggust við að gosinu myndi linna alveg á næstu dögum. Ég er hins vegar að velta þvi fyrir mér hvort þessi nýja kvika gæti brotist út annars staðar en í toppgígnum. Það væri ljótt ef gos brytist út í suðurhlíðum jökulsins.
Á meðfylgjandi mynd af óróamælingum Veðurstofunnar má sjá að öll lætin sem hafa orðið vegna uppfærslu nýju kvikunnar eru yfirstaðnar. Við það falla sveiflurnar niður og verða eins og í upphafi goss, frekar flatar línur. Gæti þetta verið rétt skilgreinin leikmanns?
Nýtt kvikuskot undir jöklinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:40 | Facebook
Athugasemdir
Tek undir það. Gosið gæti teygt sig til beggja átta, norður virðist heldur sennilegri leið, en ekkert er víst.
Rúnar Þór Þórarinsson, 5.5.2010 kl. 19:14
Vissulega eru það vonbrigði að gosið skuli hafa ákveðið að halda áfram.
Gosið er hins vegar ekki í stjórnmálaflokki -og hugsanlega í þessu tilviki svona frekar illa innrætt...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.5.2010 kl. 04:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.