Mjög lítið vatn undan Gígjökli

100506_voda_thurr_farvegur.jpgMjög lítið vatn kemur undan Gígjökli þessa stundina. Kannski mjög svipað og var fyrir gos. Meira að seggja Krossá virðist vera meiri á myndinni sem fengin er af vefmyndavél Vodafone.ast nú 

Um tvö hundruð metrum fyrir ofan gljúfrið á miðri mynd er gufumokkur og þar er hraunið. Það er án efa seigfljótandi og fer sér því hægt.

Ástæðan fyrir vantsleysinu er eflaust sú að hraunið er búið að móta sér göng í gegnum jökulinn og safnast nú saman um miðbik Gígjökuls. Þar undir er frekar lítill bratti.

Þar skríður hraunið hægt og rólega fram á brún. Þegar þangað er komið má búast við fréttum. Þá mun það hrynja niður á ísinn fyrir neðan, brjóta hann upp og loks komast niður á árkeiluna sem þekur lónstæðið. Ef til vill gerist þetta á morgun eða laugardag. Veltur auðvitað á hraða hraunsins.


mbl.is Gosmökkurinn í 7 km hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nú er spurningin hvað er að gerast undir skriðjöklinum. Vatnið kemur núna bara undan jökulsporðinum en ekki út um gilið. Kannski þetta sé vísbending um að hraunið sé að brjótast undir jökulsporðinn sjálfann og komi þar í gegn á næstunni.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.5.2010 kl. 15:24

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gaman að þú skulir taka eftir þessu, Emil. Ég hef líka velt þessu dálítið fyrir mér en veit ekkert. Og þó ...

Vatnið sem kemur undan Gígjökli hlýtur við nánari umhugsun að vera af tvennum rótum. Annars vegar bráðvatn frá hrauninu og hins vegar ósköp venjuleg bráðnun vegna lofthita.

Af ófullkominni vefmynd Vodafone virðist ekki vera mikill litamunur á Gígjökulsvatninu og Krossá. Auk þess minnir mig að Jökulfallið úr Lóninu hafi verið svipað að stærð fyrir gos og Gígjökulsmigan er núna. Þar af leiðandi er ekki mikil bráðnun vegna hraunsins. Mest allt vatn í kringum hraunið gufar líklega upp, bæði bráðvatn og leysingavatn.

Þess vegna dreg ég þá ályktun að seigfljótandi hraunið sé enn ofan við neðstu hlíðina, þ.e. brattan ofan við gljúfurkjaftinn. Þar safnist þar hægt og rólega saman, ýtist smám saman út að brún og loks kemur að því að það hrynur niður, brýtur jökulinn þar fyrir neðan eða bræðir hann.

Leysingavatnið sem verður annars staðar til hefur einhverra hluta leitað til hliðar og fundið sér farveg undan austanverðum jökulsporðinum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.5.2010 kl. 15:44

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já sjálfsagt er þetta bráðvatn að einhverju leyti enda hefur hlýnað talsvert. En ég tók eftir því að þegar vatnsflaumurinn var sem mestur undan giljunum þá kom ekkert vatn undan jökulsporðinum.

Ef það kemur eitthvað hraunmagn fram að ráði þá er ekki ólíklegt að það sprengi sér leið í gegnum jökulinn þar sem farvegurinn er breiðastur, en þó er ekkert víst að það gerist alveg á næstunni.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.5.2010 kl. 16:29

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sammála, Emil.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.5.2010 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband