Minni umferð, minni tekjur ríkissjóðs

Með því að umferð minnkar hljóta tekjur ríkisins af eldsneyti sömuleiðis að minnka. Það hlýtur að skekkja niðurstöður fjárlaga og því er ekki um annað að gera en að hækka eldsneytisgjöld. Afleiðingin verður sennilega minni umferð og þar af leiðandi lægri tekjur ríkissjóðs.

Um leið og það kemur í ljós hlýtur ríkisstjórnin að setjast á rökstóla og niðurstaðan verður án ef sú að hækka beri eldsneytisgjald. Almenningur svara þeim leik ríkisstjórnarinnar með því að draga enn frekar úr akstri sínum.

Það mun koma ríkisstjórninni mjög á óvart enda bendir sú hagfræði sem ekki er kennd við kapítalisma eða glænýfrjálshyggju til þess að að því hærri skattar sem lagðir eru á þeim mun meiri tekjur komi í ríkissjóð. Fjármálaráðherra mun því leggja til að eldsneytisgjaldi verði breytt í umhverfisverndunareldsneytistakmörkunargjald og það verði talsvert hærra.

Rökstuðningurinn er sá sá að því fallegara og torkennilegra nafn sem gjaldið ber því meiri líkur eru á því að það skili meiri tekjum. Fjármálaráðherra til mikillar undrunar lækka enn tekjur ríkissjóðs en mest athygli ráðherrans fær sú staðreynd að fólk er ekki fífl ...


mbl.is Mjög hefur dregið úr umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband