Vonbrigði að gosið haldi áfram

Vísindamenn fullyrða nú að jarðskjálftar undanfarna tvo sólahringa stafi af kvikuinnskoti sem orðið hafi til á um 23 km dýpi undir Eyjafjallajökli. Skjálftarnir á mánudaginn áttu rætur sínar að rekja þetta djúpt í jörðu. Síðan hafa verið röð af miklu grynnri skjálftum.

Skilningur okkar leikmanna á þessum atburðum er frekar takmarkaður. En augljóslega var eitthvað að gerast með þessum staðbundnu jarðskjálftur og óróamælingarnar hafa eflaust bent til þess hins sama. Og nú hefur fengist skýring á öllu saman. Á vef Veðurstofunnar segir:

Nákvæm staðsetning skjálftanna sýnir að þeir fyrstu verða djúpt í jörðu, á um 23 km dýpi, en færast síðan upp. Þetta bendir að öllum líkindum til þess að ný kvika sé að þrýstast upp neðst í kvikurásinni og ýti við ofanáliggjandi kviku þannig að þrýstingsbreytingin færist upp að yfirborði. Því má búast við að gosið haldi áfram af fullum krafti næstu daga. 

100505_oroi.jpg
Þetta eru að minnsta kosti ekki góðar fréttir fyrir þá sem bjuggust við að gosinu myndi linna alveg á næstu dögum. Ég er hins vegar að velta þvi fyrir mér hvort þessi nýja kvika gæti brotist út annars staðar en í toppgígnum. Það væri ljótt ef gos brytist út í suðurhlíðum jökulsins.
 
Á meðfylgjandi mynd af óróamælingum Veðurstofunnar má sjá að öll lætin sem hafa orðið vegna uppfærslu nýju kvikunnar eru yfirstaðnar. Við það falla sveiflurnar niður og verða eins og í upphafi goss, frekar flatar línur. Gæti þetta verið rétt skilgreinin leikmanns?

mbl.is Nýtt kvikuskot undir jöklinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Tek undir það. Gosið gæti teygt sig til beggja átta, norður virðist heldur sennilegri leið, en ekkert er víst.

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.5.2010 kl. 19:14

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Vissulega eru það vonbrigði að gosið skuli hafa ákveðið að halda áfram.

Gosið er hins vegar ekki í stjórnmálaflokki -og hugsanlega í þessu tilviki svona frekar illa innrætt...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 6.5.2010 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband