Nennir Vegagerðin ekki að veita upplýsingar

Samkvæmt frétt Morgunblaðins fór Vegagerð ríkisins inn að Gígjökli í gær til að kanna aðstæður. Í fréttinni er haft eftir Bjarna Finnssyni, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni í Vík að um einn km af veginum inn að Gígjökli hefði horfið. Það eru ótrúlegar fréttir ef sannar eru.

Ekkert er gert með þessar upplýsingar á vef Vegagerðarinnar. Gera mætti ráð fyrir því að gert hefði verið kort til að sýna hvar vegurinn er í sundur og það birt á vefnum og sent fjölmiðlum. Nei, Vegagerðin virðist ekki standa í miðlun upplýsinga.

Samkvæmt mínum heimildum komust fréttamenn í fyrradag ekki á bílum að Gígjökli heldur þurftu að ganga að minnst að kosti þrjá kílómetra.

Mikil bölvuð leiðindi eru þetta að Vegagerðin nennir ekki að veita óumbeðin upplýsingar um ástand vegarins inn að Gígjökli. Er þetta leti eða hugsunarleysi?

Meðan ekkert kemur áþreifanlegt frá Vegagerðinni geri ég ráð fyrir því að vegurinn frá Langanesi og inn að Gígjökli sé farinn. Þar háttar landi þannig að vegurinn var á Markarfljótsaurum enda nagaði fljótið hann reglulega. Á síðustu árum hafði varnargarður verið setur upp til að verja veginn.

Svo má auðvitað spyrja Vegagerðina hvaða vegabætur hún hafi hugsað sér að gera á Þórsmerkurvegi eftir að gosi lýkur.


mbl.is Enn mikil virkni í jöklinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband