Nú fellur hraun niður með Gígjökli

100427_mila_985484.jpg
Hraun úr eldstöðinni í toppgíg Eyjafjallajökuls rennur nú undir Gígjökli og er komið nær þriðjunga af leiðinni niður á láglendi.

Þessa ályktun má draga af gufumekki sem leggur upp úr Gígjökli, skammt fyrir neðan Skoltana, hef merkt hann með rauðum hring.

Meðfylgjandi mynd kemur af vefmyndavél Mílu um klukkan 13:30. Hún er frekar dökk vegna þess að sólin er því sem næst í suðri og dimmur jökullinn verður enn dimmari þegar myndavélin horfir á hann móti sól.

Á meðfylgjandi korti má betur gera sér grein fyrir stöðu hraunrennslisins.

hraun_27_apr.jpg

Eflaust berast innan skamms fréttir frá jarðfræðingum sem flugu í morgun yfir gosstöðvarnar. Gera má ráð fyrir að þeir hafi rekið augun í gufuna af hrauninu og geti staðsett það nákvæmar en við leikmenn.

Og í þann mund sem ég var að birta þessa færslu þá sá ég fréttina á mbl.is. Hvergi í henni er þó nefnt hvert hraunið er komið. Kannski þeir hafi ekki tekið eftir gufumekkinum.


mbl.is Hraun komið um 1 km frá gígnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það hefur líka undanfarna daga stigið gufa upp af ánni, þar sem hún kemur undan jöklinum.  Svo virðist sem "opið" sé orðið grífarlega hátt, því gufumökkurinn leitar sífellt upp undir "þakið" og stækkar það dag frá degi.  (Sést á myndvél Vodafone og með því að fara einhverja daga aftur í tímann, er hægt að skoða þróunina.)  Áin sjálf er vel heit þegar hún loks kemur niður í lónstæðið, eins og sést á gufunni sem þar stígur upp.  Hún hverfur þó fljótt.

Marinó G. Njálsson, 27.4.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Finnst þetta ólíkleg skýring á gufumekkinum, Marinó. Hann er það mikill.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.4.2010 kl. 14:51

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég var ekki að skýra þann gufumökk, sem þú ert að tala um.  Ég er að vísa á aðra staði.  Ég sýni þetta á blogginu hjá mér.

Marinó G. Njálsson, 27.4.2010 kl. 18:07

4 Smámynd: Óskar

Sæll Sigurður.  Flott skýringarmynd hjá þér, ég stenst ekki freistinguna að "stela hugmyndinni", búa til svipaða skýringarmynd og setja inn á eldgos.is

Mér sýnist ég reyndar sjá gufubólstra miklu neðar í fjallinu skv. vélinni frá Þórólfsfelli heldur en þú talar um, nokkurnveginn í miðri hlíðinni.

Óskar, 27.4.2010 kl. 18:18

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Óskar, þetta er fínn vefur hjá þér. Þú mátt auðvitað fá efni hjá mér. Ég hef það hins vegar oftast fyrir vana að geta um heimildir fái ég eitthvað að láni, hvort sem leyfi liggur fyrir eða ekki.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 27.4.2010 kl. 21:44

6 Smámynd: Óskar

Takk fyrir það Sigurður, það er sjálfsagt að geta heimilda.  Ég bæti úr því!

Óskar, 27.4.2010 kl. 21:52

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Sigurður, vegna athugasemdar þinnar hjá mér í gær, þá er sönnunin komin fyrir því að ég hafði rétt fyrir mér.  Talsverð gufa kemur nú frá neðsta hluta jökulsins.

Marinó G. Njálsson, 28.4.2010 kl. 21:02

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll aftur, Marinó. Nei, ég er ekki sannfærður. Finnst þetta var úði sem kemur frá falli bráðvatnsins niður sprunguna. Bæði er að liturinn er grár, ætti að vera hvitur, og úðinn stígur ekki upp, heldur er nokkuð jafn rétt eins og hann vatnið rekist víða á. Svo er smálækur við hliðina sem sýnir engin merki um hita. Annars er nú stutt í að hraun láti sjá sig niðri við lónstæðið, að minnsta kosti eru hvítu bólstrarnir miklu neðar en fyrr í dag.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.4.2010 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband