Fleiri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum

Er gæsla björgunarstarf? Held að endurskoða þurfi orðtakanotkun björgunarsveita og almannavarna. Hins vegar er það rétt sem formaður Flugbjörgunarsveitearinnar á Hellu segir að Landmannalaugar hafi mikið aðdráttarafl en:  

Það svæði er jafn hættulegt hálendislega séð þó veður séu mest óútreiknanleg á Fimmvörðuhálsi þó víða væri leitað á landinu.

Engin ástæða er til að gæta að fjallaferðum landsmanna, fólk á að bera ábyrgð á sjálfu sér. Það sem bögglast fyrir mér í fréttinni er þó það hversu margir þurfi að skoða tiltekinn náttúruviðburð til að almannavarnarapparatið telji nauðsynlegt að passa upp á fólkið. 

Ég held að fjölmörgum sé eins farið og mér að hafa áhuga á að skoða eldgosið og aðstæður aftur og aftur. Vandinn er hins vegar ekki eldgosið sjálft heldur umhverfið og veðrið. Langflestir ferðamenn gera sér grein fyrir þessu og ferðast á öruggan máta.

Öðrum þræði er vandamálið fólgið í fréttaflutningi fjölmiðla sem upphefja gosið rétt eins og um skemmtiviðburð sé að ræða en ekki hamfarir. Að sjálfsögðu er erfitt að fara meðalveg í fréttaflutningi. Fréttamenn eru mannlegir og þeim þykir áreiðanlega jafn gaman að fara á Fimmvörðuháls eins og okkur hinum.

Að öðru leyti má rekja vandamálið til þess að sífellt stærri hluti landsmanna kann að ferðast og vill ferðast. Margir eru vanir ferðamenn á jeppum, vélsleðum og ekki síst gangandi. Fatnaður er allir svo góður að nær útilokað er að veður verði manni að fjörtjóni, kunni hann á annað borð að nota það sem hann á að hafa í bakpokanum. Hins vegar halda yfirvöld að meirihluti ferðamanna séu bölvaðir asnar sem kunni ekki að ferðast.

Fæstum ætti að þykja undarlegt að fólk vilji skoða eldgosið í návígi. Almannavarnir og björgunarsveitir ættu ekki að sjá ofsjónum yfir því. Að mínu mati eru fjallaferðir af hinu góða.

Guðmundur Einarsson frá Miðdal var frumkvöðull í nútíma fjallaferðum. Hann sagði í bók sinni um Fjallamennsku:

Fleiri og voðalegri slys hljótast af hreyfingarleysi en fjallgöngum. 

mbl.is Meta áframhald björgunarstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er einfaldlega rökleysa hjá Guðmundi. Því ef allir héldu kyrru fyrir alltaf, þá myndu engin slys verða! Slys verða bara vegna aðgæsluleysis mannanna og forsendan er hreyfing.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.4.2010 kl. 18:55

2 identicon

Jóhannes ... ef allir héldu kyrru fyrir alltaf þá myndu fæstir lifa svo lengi að þeir yrðu fyrir slysi.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 19:20

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég var nú bara að undirstrika, að það er tilvist mannsins sem gerir slys möguleg.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.4.2010 kl. 19:49

4 identicon

... og ég var að undirstrika að ef "allir héldu kyrrir fyrir alltaf" - sem voru þín orð - þá myndi enginn lifa af hvort sem er.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 20:22

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ansi þótti mér Jóhannes leiðinlegur með þennan útúrsnúning sinn, en svo las ég þessa gullvægu setningu, og ég varð aftur glaður: „... það er tilvist mannsins sem gerir slys möguleg.“

Höldum áfram í dúr Jóhannesar Sú staðreynd að menn skrifa eykur líkurnar á stafsetningavillum. Æ meiri þekking sannar að mannkynið veit svo óskaplega fátt. Arfgengir sjúkdómar væru ekki til nema fyrir það eitt að fólk fjölgar sér. ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.4.2010 kl. 20:42

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eru þeir sem hvetja til varkárni við eldstöðvarnar einhverjir sérstakir talsmenn hreyfingarleysis? Hefurðu gert einhverja könnun á því?

Réttlætir ein tegund af gáleysislegri hegðun aðra?

Theódór Norðkvist, 5.4.2010 kl. 22:38

7 identicon

... ef ekki væri fyrir lífið, þá myndi enginn deyja.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 5.4.2010 kl. 22:39

8 Smámynd: Jóhanna Hafliðadóttir

Ertu ekki að grínast Sigurður - er þetta virkilega rétt haft eftir manninum "...jafn hættulegt hálendislega séð þó veður séu mest óútreiknanleg á Fimmvörðuhálsi ...". Annars nota tækifærið og þakka fyrir pistlana - gott að fá fréttirnar af Fimmvörðuhálsi frá "heimamanni".

Jóhanna Hafliðadóttir, 5.4.2010 kl. 22:47

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Theódór! Þrjár spurningar. Svar mitt við þeirri fyrstu er nei, þar af leiðandi er óþarfi að svara næstu. Þriðju spurningunni svara ég líka neitandi. Mér finnast þessar spurningar hins vegar fjarri innihaldi bloggsins. Bið þig afsökunar ef ég hef verð of óskýr í framsetningu á hugsun minni.

Jóhanna! Ég þekki Fimmvörðuháls vel. Veðrið þar er ekkert sérstaklega óútreiknanleg þó stundum hafi lætin í veðrinu komið manni í opna skjöldu. Verstu áttirnar eru austan- en þó sérstaklega suðaustanáttir.

Og svo eru það undantekningarnar. Man eftir hrikalegum norðaustanhvelli á Hálsinum að vetrarlagi fyrir nokkrum árum. Þá kom köld norðaustanáttin upp á Hálsin og „hrundi“ svo niður hinum megin með ótrúlegu afli. Ástæðurnar eru einföld eðlisfræðilögmál um kalt loft sem er eðlisþungt og á niðurleið fer það hraðar en hlýrra loft. Um þetta má lesa í einfaldiri en góðri grein sem Árni Sigurðsson veðurfræðingur ritaði í bók sem ég samdi um Fimmvörðuháls og Útivist gaf út árið 2002.

Ég gæti nefnt fleiri staði þar sem veðráttan getur verið jafnslæm eða verri. Eftir því sem farið er hærra í landið er veðráttan einfaldlega óblíðar. Þetta vita allir. Ég held þó að maður geti lært nokkuð vel á veðrabrigði á hverju svæði og hagað sér eftir því.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2010 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband