Kötlugos á nýju tungli eða fullu ...

Ég var inni í Básum þegar gríðarlega mikill jarðskjálfti reið yfir um kl. 6:10 þann 1. apríl. Stóri skálinn nötraði rétt eins og rúta hefði keyrt á hann. Við hrukkum upp enda öll í fastasvefni. Þegar svona gerist ímyndar maður sér að nú sé Katla farin að gjósa. En ekkert meira gerðist.

Síðar um daginn komu upplýsingar um stærð skjálftans og reyndist hann aðeins um tveir á Richter sem þykir nú yfirleitt ekki mikið. Hins vegar voru upptök hans beint fyrir neðan Bása. Þess vegna fannst okkur sem nýr Suðurlandsskjálfti hefði riðið yfir.

Gaman er að fylgjast með bollaleggingum fólks um Kötlugos. Klofningur hefur orðið í hópi glöggskyggna manna. Hluti þeirra heldur því fram að gos hefjist í Kötlu þann 14. apríl en þá kviknar nýtt tungl. Hinn hópurinn heldur að gosið hefjist þann 30. apríl en þá verður næst fullt tungl.

Ekki fæst þó upplýst af hverju ekki varð eldgos í Kötlu síðast þegar fullt tungl var, þ.e. 30. mars.

Persónulega held ég að líklega gjósi einhvern tímann í Kötlu. 


mbl.is Eldgosið í svipuðum farvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki er ósennilegt að þú eigir kollgátuna þar

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 11:17

2 identicon

Katla byrjar að gjósa þann 18. ágúst 2010.

Ef ég hef rétt fyrir mér þá verð ég heimsfrægur og fólk mun flykkjast til mín hvaðanæva úr heiminum til að láta spá fyrir sér og fræðast um óorðna hluti.

Heimsfrægur og RÍKUR ... því auðvitað munu ríkustu menn og konur sækjast eftir návist minni, senda eftir mér í einkaþotum og bjóða mér allar lífsins lysti- og unaðssemdir, bara fyrir að fá að vera í návist visku minnar og framsýni.

Ég sé fyrirsagnirnar fyrir mér: "Grefill hinn GUÐDÓMLEGi" segja þær ...

Ef ekki ... þá strokar þú út þetta komment, er það ekki Sigurður minn?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 11:28

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Lofa öllu fögru. Geturðu greitt mér fyrirfram fyrir viðvikið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2010 kl. 11:35

4 identicon

Sjálfsagt! Hvað segirðu um að taka Gosrýni upp í? Er líka með overstokk af Arðsugum ef þú vilt.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 11:56

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er sjálfsábyrgð á arðsugunni? Helst myndi ég vilja fá eina notaða sem er komin úr ábyrgð, þannig að ég getið sogið arð án þess að þurfa að bera ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af því kann að hljótast.

Græjarðu þetta ekki fyrir mig Grefill?

Guðmundur Ásgeirsson, 6.4.2010 kl. 13:14

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Fólk er kannski farið að gera ráð fyrir að Katla gjósi þá og þegar, en ég held að það geti orðið bið á því enda ekkert að gerast undir Kötlu núna. Ef Kötlugos verður í framhaldi af þessu gosi þá gæti það allt eins orðið á næsta ári eða jafnvel síðar. Útilokum samt ekkert.

Emil Hannes Valgeirsson, 6.4.2010 kl. 13:28

7 identicon

Heyrðu, Guðmundur ... blessaður ekki vera að ræða bisness hérna á blogginu hjá Sigurði. Ef ég þekki hann rétt þá fer hann að heimta prósentur af sölu.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 13:42

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Of seint, byrjaði að tikka um leið og Grefillinn fór að tala um glæstar framtíðarhorfur sínar. Skuld hans við mig er núna svo há að fjárhagsleg framtíð mín er tryggð.

Svo eru menn að tala um smágos.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2010 kl. 13:45

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Emil, flott þetta lógó sem þú gerðir fyrir grænlensku útvarpsstöðina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 6.4.2010 kl. 13:46

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki hægt að fá arðsugurnar í rauðu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.4.2010 kl. 14:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband