Hverjir aðrir en glæponar fela andlit sín?

Eflaust er það tjáningarmáti ræningjans að hylja andlit sitt. Auðvitað er það réttur hans -  ef rétt skyldi kalla. Hverjir aðrir en ræningjar, glæpamenn, misyndismenn og álíka lýður fela andlit sín? Vill einhver nefna dæmi?

Jafnvel ljótu kallarnir, útrásavíkingarnir, huldu ekki endlit sín þegar þeir iðkuðu það sem þeir best kunnu. Þeir eru nú í felum - kannski kemur það á sama stað niður.


mbl.is Vopnað rán í Lyfju í Lágmúla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum vörð um rétt fólks til fundarhalda

Ekki veit ég hvaðan þessir mótmælendur koma né hver sé stefna þeirra. Hitt held ég að sé deginum ljósara að þetta eru ekki lýðræðissinnar. Ekki geta þeir unnt Samfylkingarfólki að koma saman til að ráða ráðum sínum. 

Einn dýrmætasti réttur hvers einstaklings er þátttakan í lýðræðislegu þjóðfélagi. Slíkt þjóðfélag hlýtur eðli máls samkvæmt að vera opið, starfa fyrir opnum tjöldum og leyfa hverjum og einum þátttöku, hvort sem hann vill tjá sig með einræðu í fjölmiðlum eða á torgum, funda með öðrum, styðja flokk með atkvæði sínu í kosningum og vinnu sinni. Sá sem ræðst gegn þessum heilaga rétti er styður ekki lýðræðið, er andsnúinn heiðarlegum skoðanaskiptum. 

Ég fullyrði að tal svokallaðra mótmælenda um meinta spilling í þjóðfélaginu, bankahrunið, kröfur um kosningar og eigin heiðarleika sé yfirskin eitt. Þeir ætla greinilega að skaða þjóðfélagið og gera það óstarfhæft.

Burt með þetta fólk. 


mbl.is „Þið eruð öll rekin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taktu hann hálstaki ...

Taktu hann hálstaki, taktu hann hálstaki, hrópuðu maurarnir á félaga sinn sem skreið upp eftir fílnum.

Hvort skyldi nú flokkurinn vera að reyna að valda klofningi í ríkisstjórninni eða að hjálpa til í afar slæmu efnahagsástandi?


mbl.is Vill verja minnihlutastjórn falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræðissinnar munu ekki samþykkja árásir á stjórnmálamenn

Ef það er svona sem fámennur hópur einstaklinga ætlar að haga sér þá held ég að samúðin fjari nú ansi fljótt undan málstað þeirra. Ég fullyrði að meirihluti þjóðarinnar er gjörsamlega á móti árásum eða áreitni mómælenda á forystumenn stjórnmálaflokkana, slíkt megi ekki eiga sér stað.

Hingað til höfum við trúað því að þjóðfélagið væri opið og stjórnmálamenn og embættismenn þyrftu yfirleitt ekki neina sérstaka öryggisgæslu.

Í skjólimótmæla gegn spillingu er nokkuð ljóst að hópur fólks hafði það markmið að ganga ekki til málefnalegra rökræðna heldur að lúskra á þeim ákveðnum einstaklingum. Það verður ekki liðið af lýðræðissinnum hér á landi og gera á þá kröfu til lögreglunnar að hún taki með festi á svona fólki. 

Samkvæmt upplýsingum frá svokölluðum „aðgerðasinnum“ er næst ætlunin að koma í veg fyrir landsfund Sjáflstæðisflokksins og verða öll ráð notuð. Þannig er ljóst að hér ekki við stjórnlausan skríl að eiga heldur samtök sem miðað að stjórnleysi og skemmdarverkum á lýðræðisstofnunum landsins.


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorrý, þingi verður slitið og boðað til kosninga í maí

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur verið tekin ákvörðun um þingslit og kosningar í vor, apríl eða maí. Ríkisstjórnin mun sitja þangað til. Sjá nánar http://omarr.blog.is/.

Á meðan mun allt reka á reiðanum vegna forystuleysis í framkvæmdavaldi og stjórnleysis á götunni. Alþingi götunnar hefur loks tekið yfir. Tími kominn til að flýja land eða það sem betra er út á land. 


mbl.is Fundað með flokksformönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn kratinn án staðfestu eða eldmóðs

Svo virðist sem stefna Samfylkingarinnar speglast jafnan í því að hún þorir ekki. Þorir ekki að móta sér sjálfstæða stefnu, þorir ekki að koma stefnu sinni í framkvæmd og láti stjórnast af allt öðru en djúpri sannfæringu fyrir eigin ágæti. Ágúst Ólafur hrekst nú með fleiri samfylkingarmönnum sem heldur að mótmælendur séu þjóðin.

Vissulega er afar mikil óánægja með stöðu mála. Samfylkingin ber sína ábyrgð eins og aðrir flokkar, Sjálfstæðisflokkurinn þó mesta. Hins vegar er íslensk stjórnsýsla verulega vanmáttugu og hún megnar ekki að vinna á þeim hraða sem þjóðin krefst. Svo bætir það ekki úr skák að ríkisstjórnin kann hreinlega ekki að miðla upplýsingum til þjóðarinnar. Ég er þess fullviss að takist henni það þá myndi stór hluti þjóðarinnar verða rólegri.

Úr því sem komið er sýnist mér að það verði varla umflúið að efna til kosninga í maí. Það þýðir einfaldlega það að enn hægar mun ganga að fletta ofan af því spillingarrugli sem gegnið hefur yfir þjóðina og bæta úr. Þökk sé stjornmálamönnum eins og Ágústi Ólafi sem hafa ekki staðfestu né eldmóð og kunna ekki að standa í lappirnar. 


mbl.is Óhjákvæmilegt að kjósa í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveir þriðju þjóðarinnar í einu borgríki - della

Er það virkilega forgangsatriði í sveitarstjórnarmálum að búa til eitt sveitarfélaga sem ber höfuð og herðar yfir öll önnur? Íbúar í sveitarfélaginu verða þá 201.657, tveir þriðju þjóðarinnar sem búa á innan við 5% af landinu. Þetta sveitarfélag verður svo öflugt að það getur einfaldlega boðið löggjafarvaldinu og framkvæmdavaldinu birginn og restin af þjóðinni mun ekki geta rönd við reist.

Þetta er fullkomin vitleysa og mun aldrei verða til annars en að búa formlega til borgríki eiginhagsmuna, dæmigert 101 Reykjavík með þeirri þröngsýni sem þar ríkir um landið allt og þjóðina.

Það sem mestu máli skiptir er að viðhalda fjölbreyttni í sveitarfélögum landsins, leyfa þeim að blómstra, hverju á sinn hátt svo fólk eigi einhverra kosta völ um búsetu og atvinnutækifæri. 


mbl.is Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu verði sameinuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband