Lýðræðissinnar munu ekki samþykkja árásir á stjórnmálamenn

Ef það er svona sem fámennur hópur einstaklinga ætlar að haga sér þá held ég að samúðin fjari nú ansi fljótt undan málstað þeirra. Ég fullyrði að meirihluti þjóðarinnar er gjörsamlega á móti árásum eða áreitni mómælenda á forystumenn stjórnmálaflokkana, slíkt megi ekki eiga sér stað.

Hingað til höfum við trúað því að þjóðfélagið væri opið og stjórnmálamenn og embættismenn þyrftu yfirleitt ekki neina sérstaka öryggisgæslu.

Í skjólimótmæla gegn spillingu er nokkuð ljóst að hópur fólks hafði það markmið að ganga ekki til málefnalegra rökræðna heldur að lúskra á þeim ákveðnum einstaklingum. Það verður ekki liðið af lýðræðissinnum hér á landi og gera á þá kröfu til lögreglunnar að hún taki með festi á svona fólki. 

Samkvæmt upplýsingum frá svokölluðum „aðgerðasinnum“ er næst ætlunin að koma í veg fyrir landsfund Sjáflstæðisflokksins og verða öll ráð notuð. Þannig er ljóst að hér ekki við stjórnlausan skríl að eiga heldur samtök sem miðað að stjórnleysi og skemmdarverkum á lýðræðisstofnunum landsins.


mbl.is Mótmælendur umkringdu Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Fyrirgefðu, en ertu virkilega á þeirri skoðun að fólk megi bara terrorisera stjórnmálmenn, ráðherra eða aðra embættismenn eða ganga í skrokk á þeim?

Svaraðu nú útúrdúralaust, já eða nei!

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 14:52

2 Smámynd: Nonni

Ertu hættur að berja konuna þína?

Nonni, 21.1.2009 kl. 14:53

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er félagi í Sjálfstæðisflokknum og hann er ein af lýðræðisstofnunum landsins hvort sem þér líkar það betur eða ver. Þú og Ástþór eigið líklega það sameiginlegt að þið takið ekki skynsamlegum rökum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 14:54

4 identicon

"Fyrirgefðu, en ertu virkilega á þeirri skoðun að fólk megi bara terrorisera stjórnmálmenn, ráðherra eða aðra embættismenn eða ganga í skrokk á þeim?"

Stjórnmálamenn eru nú búnir að terrorisera þjóðina í allt haust og reyndar svo lengi sem sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd.

Mér finnst nú reyndar skrítið að ekki sé búið að ganga í skrokk á Geir þar sem til er mikiði af reiðu og ofbeldisfullu fólki, ekki að ég hvetji til þess. Ég er á móti öllu ofbeldi eins og langflestir sem mótmæla eru, þá tel ég eignaspjöll ekki ofbeldi, heldur að slá gamalt fólk og börn í hausinn með kylfum eins og löggan gerir og einnig að henda grjóti að fólki (sem ég hef reyndar hvergi fengið staðfest af fólki sem var á staðnum, heldur bara verið reifað af bloggurum sem nánast undantekningarlaust voru ekki á staðnum eða löggunni)

"Ég er félagi í Sjálfstæðisflokknum"

Merkilegt, ég hélt að þið væruð útdauð tegund!

Einar Rafn Þórhallsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:59

5 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Bahaha lýðræðisflokkur hvaða dópi ertu á

Alexander Kristófer Gústafsson, 21.1.2009 kl. 15:04

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Yfirleitt hef ég verið svo heppinn að fá málefnalegar athugasemdir frá fjölmörgu fólki, ekki síst þeim hafa mér andstæðar skoðanir. Svo álpast svona fólk eins og Einar Rafn eða Alexander Kristófer inn á vefinn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 15:06

7 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

við þurfum að gæta að því hvernig við mótmælum - það eru víst til ýmsar útfærslur af "ofbeldi" andlegt, líkamlegt, sálarlegt, heimilis, vinnu, launa, lífs ofl ofl - kanski stigs munur á milli

hver kann að sætta ástand eins og stefnir í núna

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 15:06

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég veit ekki hver getur aðsætta ólík viðhorf. Ég er afar óhress með stöðu mála og ætla að nýta mér lýðræðislegan rétt minn til rökræðna við forystumenn Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í lok mánaðarins. Ég myndi hins vegar aldrei taka undir málstað þeirra sem ganga um með ofbeldi - slíkt fólk gefur ekki rétta mynd af þjóðinni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 15:10

9 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Sigurður.

Ég er ekki með ofbeldi og hef aldrei verið.

En Geir á að vera búinn að koma sér í burtu fyrirlöngu. Hann hlýtur að gera sér grein fyrir því að hann hefur ekki traust þjóðarinnar lengur.

Þú segir að þú fullyrðir að meirihluti þjóðarinnar vilji ekki þessar árásir á stjórnmálamennina. Ég held að meirihlutinn vilji og styðji þessi mótmæli.

Geir og félagar sem ég kalla varðhunda spillingarinnar. Vilja ekki fara með góðu nú þá verður bara að setja þá út á stétt með valdi.

Ég hef verið Sjálfstæðismaður eins og þú til fjölda ára, en eins og flokkurinn er orðinn þá get ég ekki stutt hann lengur, og þannig er orðið hjá mörgum flokksmönnum því miður.

Jens Sigurjónsson, 21.1.2009 kl. 15:15

10 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bestu þakkir fyrir kommentið, Jens. Ég er bara ekki sammála þér að öllu leyti og ítreka það sem ég sagði hér á undan að ég mun nýta mér rétt minn til rökræðna við forystu fólksins á landsfundi. Það er réttur vettvangur, a.m.k. fyrir mig. Tek það fram að ég tel að flestir þingmenn flokksins eigi ekki að bjóða sig aftur fram, það myndi bara gera ágætri sjálfstæðisstefnu afar illt.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 15:20

11 identicon

Ómálefnalegt ? Þetta svar þitt hljómar nú frekar ómálaefnalega fyrir mér. Þú ert ekki að svara neinu heldur skíta yfir athugasemdir annarra með þessu.

Þú ættir kannski að gera þennan vef óopinberan ef þú ræður ekki við að fólk geri athugasemdir við að þú fullyrðir fólk vera að ganga í skrokk á Geir og öðrum stjórmálamönnum

Varstu á staðnum. Hefurðu einhverntímann farið á mótmæli á ævinni?

Hvað vilt þú gera í staðinn fyrir að mótmæla ástandinu. Það er ríkistjórnin sem á stóran hlut af sökinni, viltu leyfa þeim að halda áfram eins og ekkert sé?

Það hafa verið á tugir af "friðsamlegum" mótmælum á undanförnum mánuðum, það hefur engum sýnilegum árangri skilað.

Segðu mér, á málefnalegan hátt, hvað viltu að fólk geri ?

Einar Rafn Þórhallsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:20

12 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Óheppilegt, Landsfundurinn hefði mátt vera fyrr þar sem margt virðist vera að gerast með miklum hraða núna þ.e. mótmæli og harka að aukast, þeir þurfa að vera mjög snöggir að taka ákvarðanir og jafnvel áður að gefa ábyrgar yfirlýsingar um aðgerðir strax gegn aðilum sem voru svo "óheppilega" gráðugri en aðrir sem og þurfa þeir sjálfir að viðurkenna mistök sín og axla sína ábyrgð og taka pokann sinn, það þurfa allir venjulegir vinnandi menn/konur að gera og það fyrir minni mistök / sofanda hátt / ásetning / þjófnað  ?

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 15:22

13 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Tómt bull í þér Einar. Skil ekki hvers vegna þú ert að hrauna yfir mann hérna ef þú hefur ekki málefnaleg rök.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 15:22

14 identicon

Endilega útskýrðu betur mál þitt.

Einar Rafn Þórhallsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:23

15 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sigurður þar erum við sammála, það verður að endurnýja þingmenn flokksinns til að ná traustinu aftur.

Bestu kveðjur.

Jens Sigurjónsson, 21.1.2009 kl. 15:25

16 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Ég vona það Sigurður að fleiri gangi úr flokknum eins og þú.

Varðandi ofbeldi, þá gagnast það engum að sýna ofbeldismönnum ofbeldi. Þetta var aflagt fyrir löngu síðan þar sem það þótti sýnt að það gerði menn einfaldlega verri.

Varðandi skemmdir á eignum hins almenna borgara þá er það einnig óþolandi óvirðing við þá sem hafa viljað byggja upp þetta þjóðfélag. Alger óþarfi að rífa upp bekki og brenna, brjóta rúður og terrorisera alþingismenn sem NB eru ekki allir sekir af spillingu sama hversu oft það verður sagt þá verður það ekki satt.

Þá finnst mér fáránlegt af fólki að taka með sér hluti til þess eins að kasta þeim í Alþingishúsið. Og first ég minntist á það ágæta hús þá er það einmitt alls ekki staðurinn sem á að mótmæla við. Það á að mótmæla við stjórnarráðið og Seðlabankann.

Gunnar Þór Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 15:25

17 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

mér er ansk sama í hvaða flokki menn og konur eru - ég vil bara að fólk sé heiðarlegt í alla staði - og vinni af heilindum fyrir alla, þannig erum við flest upplögð vil ég trúa

Jón Snæbjörnsson, 21.1.2009 kl. 15:25

18 Smámynd: Gunnar Þór Gunnarsson

Versta við þetta allt í dag að það eru bara svo fáir trúverðugir.

Gunnar Þór Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 15:33

19 identicon

Það er góður siður að taka ekki til máls fyrir þjóðina eða gera fólki yfir höfuð upp skoðanir. Það eru margir Sjálfstæðismenn óhressir með sitt fólk og við  munum ræða það á okkar landsfundi.

Ég skora hins vegar á þá sem hafa hvað hæsta að mæta með einhver rök. Ég held að íslenskir stjórnmálamenn hafi lítið geta gert við kreppunni en það þýðir ekki það að ekki hafi mátt gera eitthvað og sýna þjóðinni eitthvað lífsmark. Það má heldur ekki gleyma því að það fólk sem hefur hvað hæst er oft á tíðum þeir sem tóku erlendlán, 100 prósent lán eða fjárfestu ógætilega og sitja nú í súpunni. Ástandið er ekki síður því fólki að kenna sem skuldsetti sig hvað mest og hafði það gott á meðan við hin fjárfestum varlega og spöruðum fyrir því sem við vildum kaupa.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 15:57

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mótmælendur voru ekki að lúskra á forsætisráðherra heldur sína vanþóknun sína með því að hópast kringum bílinn hans. Þú dregur alltof víðtækar ályktanir af því sem segir í fréttinni. Þess vegna er ábending Einars réttmæt og a.m.k. sæmilega málefnaleg.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2009 kl. 16:08

21 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Einar Rafn; ég hef útskýrt mál mitt. Skoðun mín kemur fram á blogginu hér fyrir ofan.

Jens; ég er fyllilega sammála þér.

Gunnar Þór; vildi bara leiðrétta meinlega misskilning. Ég ætla síður en svo að ganga úr flokknum. Hins vegar þarf að breyta fjölmörgu innan flokksins. Ég ætla að fá að taka þátt í því. Sammála þér í báðum athugasemdum að öðru leyti.

Jón Snæbjörnsson; eiginlega er þetta kjarni málsins.

Vilhjálmur Andri; Tók sjálfur 100% gjaldeyriskörfulán. Er súr en kenni mér meira um en nokkrum öðrum. Geir Haarde á þarna enga sök á né nokkur annar ráðherra eða embættismanna.

Vil bara ítreka það að mér þykir mjög mikils virði að fá yfirvegaðar og málefnalegar athugasemdir. Leiðist alveg ógurlega einhver innantómur slagorðaglaumur sem hver étur upp eftir öðrum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 16:11

22 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll nafni. fólkið réðst á bil hans, hamlaði för, lét höggin dynja á bílnum, kastaði ýmiskonar drasli í hann. Það er ekki heilbrigt að láta svona og ekkert getur réttlætt þessar aðgerðir. Á nákvæmlega sama hátt er ekki hægt að réttlæta einelti með því að enginn hafi verið laminn. Birtingarmyndir ofbeldis eru fjölmargar. Réttlæting Einars er sú að ríkisstjórnin hafi ekki staðið sig og þess vegna sé mönnum í sjálfsvald sett hvernig þeir komi fram við náungann. Elsku kallinn minn, ekki taka undir svona vitleysu. Sé þetta leyfileg aðferðarfræði þá endar þetta allt í einhvers konar uppgjörum og innheimtum með hafnarboltakylfum.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 16:19

23 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Ég fullyrði að meirihluti þjóðarinnar......." Ég fullyrði að þetta er hárrétt hjá þér Sigurður.

Mín fullyrðing: Ég fullyrði að meirhluti þjóðarinnar sjái að friðsamleg mótmæli á 15 útifundum á Austurvelli hafi engu skilað og valdstjórnin standi enn í sporum afneitunar á eigin mistökum að undanskilinni Þorgerði Katrínu menntamálaráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins. Andartak...Nú, eftir allt að því hættulegan mótmælafund við Alþingishúsið í gær - og eftir að í dag hefur þingfundum verið frestað og  ríkisstjórnarflokkarnir hafa báðir boðað til funda í dag þar sem merkileg dagskrá er erindið. Á fundi Samfylkingarinnar er gert ráð fyrir að ákveðið verði að ganga til kosninga sem fyrst. Jafnvel er búist við vantausti á ráðherra flokksins í ríkisstjórn.

Og ég hef ástæðu til að ljúka minni fullyrðingu með þeirri raunalegu niðurstöðu að til þess að opna augu valdstjórnarinnar fyrir siðlegri tillitssemi í garð umbjóðenda sinna þufti geinilega að beita hótunum og ógn.

Ég veit að við munum sameinast í þeirri von að þessi raunalega niðurstaða friðsamlegra mótmæla sem breyta þurfti í ógn verði ekki skilaboð til komandi tíma. Og að þessi útkoma úr léttu prófi verði næstu valdhöfum til varnaðar.

Árni Gunnarsson, 21.1.2009 kl. 16:51

24 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Gott hjá þér Árni Gunnarsson. Það er greinilegt að enginn getur talað fyrir hönd þjóðarinnar nema hún sjálf. Þjóðin er stundar ekki mótmæli á Austurvelli eða fyrir framan stjórnarráðshúsið. Ég get ekki heldur talað fyrir munn eins eða neins, síst af öllu þjóðarinnar.

Geri fastlega ráð fyrir því að þú sért mér sammála í þessu, kæri Árni.

Ástæðan fyrir því að ég notaði þetta orðalag var benda á þessa einföldu staðreynd að þjóðin talar aðeins í kosningum. Ekki í skoðanakönnunum, ekki í lýðnum sem telur sér heimilt að ráðast á einstaklinga vegna einhvers sem misfórst annars staðar.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2009 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband