Þungavigtarfólk í bankaráðin
7.11.2008 | 16:25
Vel hefur tekist til með val á formönnum bankaráða bankanna. Allir eru þetta þrautreyndir menn, heiðarlegir og traustir og með mikla þekkingu á viðskiptalífinu. Í bankaráðin hafa einnig verið valdir hæfir menn eftir því sem ég þekki best.
Bankaráð Kaupþings: Formaður er Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðingur. Aðrir bankaráðsmenn eru Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmastjóri A verðbréfa hf., Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna, Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.
Bankaráð Landsbankans: Formaður er Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur. Aðrir bankaráðsmenn eru Erlendur Magnússon, hagfræðingur, Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur og Haukur Halldórsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna.
Bankaráð Glitnis: Formaður er Valur Valsson, fyrrv. bankastjóri. Aðrir bankaráðsmenn eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur, lektor í viðskiptadeild HR, Guðjón Ægir Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður, og Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur, lektor í viðskiptadeild HR.
Með því að tilnefna þetta þungaviktarfólk í bankaráðin er ríkisstjórnin að undirstrika að bankarnir eigi að komast í fullan rekstur sem allra fyrst. Þetta eru góð skilaboð til landsmanna og ekki síður til útlanda. Ævintýramennska í bankamálum á Íslandi er liðin tíð. Í bankaráðunum er ekki heldur neinn stjórnmálamaður þrátt fyrir að þau sé pólitíkst skipuð.
![]() |
Ný bankaráð skipuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Óþægileg tilfinning grípur mann
7.11.2008 | 15:51
Ósjálfrátt færist yfir mann óþægileg tilfinning við það eitt að forsætisráðherra boði til blaðamannafundar.
Í síðasta mánuði voru ekkert óskaplega uppörvandi tíðindi flutt á blaðamannafundum.
Við nánari umhugsun flögrar þó að manni að verra gæti það verið. Ætli maður fái ekki hjartaáfall ef boðað yrði að forsætisráðherra myndi ávarpa þjóðina í beinni útsendingu.
Kannski er þetta bara eitthvað smotterí eins og að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi hafnað því að lána þjóðinni smáaura. Jafnvel að breska stjórnin hafi lýst yfir hafnbanni á Ísland. Við hristum svoleiðis af okkur.
![]() |
Ráðherrar boða til blaðamannafundar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnvöld virðast fatta
7.11.2008 | 09:45
Tillögurnar eru þessar:
- Sett verði lög sem tímabundið verndi einstaklinga og fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum fyrir ágangi kröfuhafa.
- Skuldurum verði í ríkisbönkunum gefinn kostur á greiðsluaðlögun svo sem í formi greiðslufrests, lengingar lána og gjaldmiðilsbreytingar lána.
- Heimilin geti farið fram á færslu húsnæðislána í Íbúðalánasjóð með viðeigandi lagfæringu á greiðslukjörum.
- Ríkið bjóði fyrirtækjum upp á ódýrt lánsfé í krónum og/eða bjóðist til að leggja fram nýjan eignarhlut í fyrirtækin. Þeir Gylfi og Jón leggja til að ríkiðsvaldið prenti krónur til þess að lána skuldsettum fyrirtækjum á lágum vöxtum. Þessi lán verði til nokkurra ára og ekki krafist afborgana fyrstu sex mánuðina.
- Heimilunum verði gefinn kostur að Íbúðalánasjóður kaupi hlut í fasteignum þeirra sem þau gætu síðan keypt aftur á markaðsverði eða þegar fjárhagsstaðan hefur batnað.
![]() |
Ræða alvarlega efnahagsstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)