Þungavigtarfólk í bankaráðin

Vel hefur tekist til með val á formönnum bankaráða bankanna. Allir eru þetta þrautreyndir menn, heiðarlegir og traustir og með mikla þekkingu á viðskiptalífinu. Í bankaráðin hafa einnig verið valdir hæfir menn eftir því sem ég þekki best.

Bankaráð Kaupþings: Formaður er Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðingur. Aðrir bankaráðsmenn eru Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmastjóri A verðbréfa hf., Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna, Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Bankaráð Landsbankans: Formaður er Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur. Aðrir bankaráðsmenn eru Erlendur Magnússon, hagfræðingur, Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur og Haukur Halldórsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna.

Bankaráð Glitnis: Formaður er Valur Valsson, fyrrv. bankastjóri. Aðrir bankaráðsmenn eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur, lektor í viðskiptadeild HR, Guðjón Ægir Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður, og Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur, lektor í viðskiptadeild HR.

Með því að tilnefna þetta þungaviktarfólk í bankaráðin er ríkisstjórnin að undirstrika að bankarnir eigi að komast í fullan rekstur sem allra fyrst. Þetta eru góð skilaboð til landsmanna og ekki síður til útlanda. Ævintýramennska í bankamálum á Íslandi er liðin tíð. Í bankaráðunum er ekki heldur neinn stjórnmálamaður þrátt fyrir að þau sé pólitíkst skipuð.


mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþægileg tilfinning grípur mann

Ósjálfrátt færist yfir mann óþægileg tilfinning við það eitt að forsætisráðherra boði til blaðamannafundar.

Í síðasta mánuði voru ekkert óskaplega uppörvandi tíðindi flutt á blaðamannafundum.

Við nánari umhugsun flögrar þó að manni að verra gæti það verið. Ætli maður fái ekki hjartaáfall ef boðað yrði að forsætisráðherra myndi ávarpa þjóðina í beinni útsendingu.

Kannski er þetta bara eitthvað smotterí eins og að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi hafnað því að lána þjóðinni smáaura. Jafnvel að breska stjórnin hafi lýst yfir hafnbanni á Ísland. Við hristum svoleiðis af okkur.


mbl.is Ráðherrar boða til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnvöld virðast fatta

Þetta eru góðar fréttir. Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson hafa lagt fram einfaldar og skýrar hugmyndir. Greinilegt er að þeir hafa náð athygli fleiri aðila en þeirra í efnahags- og skattanefnd. Í útvarpinu í morgunu nefndi félagsmálaráðherra að hún sé mjög hlynt tillögum þeirra.

Tillögurnar eru þessar:
  1. Sett verði lög sem tímabundið verndi einstaklinga og fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum fyrir ágangi kröfuhafa.
  2. Skuldurum verði í ríkisbönkunum gefinn kostur á greiðsluaðlögun svo sem í formi greiðslufrests, lengingar lána og gjaldmiðilsbreytingar lána.
  3. Heimilin geti farið fram á færslu húsnæðislána í Íbúðalánasjóð með viðeigandi lagfæringu á greiðslukjörum.
  4. Ríkið bjóði fyrirtækjum upp á ódýrt lánsfé í krónum og/eða bjóðist til að leggja fram nýjan eignarhlut í fyrirtækin. Þeir Gylfi og Jón leggja til að ríkiðsvaldið prenti krónur „til þess að lána skuldsettum fyrirtækjum á lágum vöxtum. Þessi lán verði til nokkurra ára og ekki krafist afborgana fyrstu sex mánuðina.“
  5. Heimilunum verði gefinn kostur að Íbúðalánasjóður kaupi hlut í fasteignum þeirra sem þau gætu síðan keypt aftur á markaðsverði eða þegar fjárhagsstaðan hefur batnað.
Mestu skiptir að stjórnvöld taki ábendingum og enn betra væri ef þau teldu sig geta farið eftir þeim. Staðreyndin er bara sú að við komumst ekki úr kreppunni nema með því að nýta ráð hinna bestu manna sem tiltækir eru. Verkefni stjórnvalda er að fatta þetta.
mbl.is Ræða alvarlega efnahagsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband