Stjórnvöld virðast fatta

Þetta eru góðar fréttir. Gylfi Zoëga og Jón Daníelsson hafa lagt fram einfaldar og skýrar hugmyndir. Greinilegt er að þeir hafa náð athygli fleiri aðila en þeirra í efnahags- og skattanefnd. Í útvarpinu í morgunu nefndi félagsmálaráðherra að hún sé mjög hlynt tillögum þeirra.

Tillögurnar eru þessar:
  1. Sett verði lög sem tímabundið verndi einstaklinga og fyrirtæki í greiðsluerfiðleikum fyrir ágangi kröfuhafa.
  2. Skuldurum verði í ríkisbönkunum gefinn kostur á greiðsluaðlögun svo sem í formi greiðslufrests, lengingar lána og gjaldmiðilsbreytingar lána.
  3. Heimilin geti farið fram á færslu húsnæðislána í Íbúðalánasjóð með viðeigandi lagfæringu á greiðslukjörum.
  4. Ríkið bjóði fyrirtækjum upp á ódýrt lánsfé í krónum og/eða bjóðist til að leggja fram nýjan eignarhlut í fyrirtækin. Þeir Gylfi og Jón leggja til að ríkiðsvaldið prenti krónur „til þess að lána skuldsettum fyrirtækjum á lágum vöxtum. Þessi lán verði til nokkurra ára og ekki krafist afborgana fyrstu sex mánuðina.“
  5. Heimilunum verði gefinn kostur að Íbúðalánasjóður kaupi hlut í fasteignum þeirra sem þau gætu síðan keypt aftur á markaðsverði eða þegar fjárhagsstaðan hefur batnað.
Mestu skiptir að stjórnvöld taki ábendingum og enn betra væri ef þau teldu sig geta farið eftir þeim. Staðreyndin er bara sú að við komumst ekki úr kreppunni nema með því að nýta ráð hinna bestu manna sem tiltækir eru. Verkefni stjórnvalda er að fatta þetta.
mbl.is Ræða alvarlega efnahagsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband