Þungavigtarfólk í bankaráðin

Vel hefur tekist til með val á formönnum bankaráða bankanna. Allir eru þetta þrautreyndir menn, heiðarlegir og traustir og með mikla þekkingu á viðskiptalífinu. Í bankaráðin hafa einnig verið valdir hæfir menn eftir því sem ég þekki best.

Bankaráð Kaupþings: Formaður er Magnús Gunnarsson, viðskiptafræðingur. Aðrir bankaráðsmenn eru Auður Finnbogadóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmastjóri A verðbréfa hf., Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtakanna, Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð og Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Bankaráð Landsbankans: Formaður er Ásmundur Stefánsson, hagfræðingur. Aðrir bankaráðsmenn eru Erlendur Magnússon, hagfræðingur, Stefanía Katrín Karlsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur og Haukur Halldórsson, bóndi og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna.

Bankaráð Glitnis: Formaður er Valur Valsson, fyrrv. bankastjóri. Aðrir bankaráðsmenn eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, Katrín Ólafsdóttir, hagfræðingur, lektor í viðskiptadeild HR, Guðjón Ægir Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður, og Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur, lektor í viðskiptadeild HR.

Með því að tilnefna þetta þungaviktarfólk í bankaráðin er ríkisstjórnin að undirstrika að bankarnir eigi að komast í fullan rekstur sem allra fyrst. Þetta eru góð skilaboð til landsmanna og ekki síður til útlanda. Ævintýramennska í bankamálum á Íslandi er liðin tíð. Í bankaráðunum er ekki heldur neinn stjórnmálamaður þrátt fyrir að þau sé pólitíkst skipuð.


mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loopman

Tókst ekki betur en svo að Vilhjálmur Vilhjálmsson var felldur fyrir stórfellt svindl á lagaprófi sínu.

Eðlið breytist ekki.... hann er bæði lögfræðingur og svindlari.... Villt þú láta hann koma nálægt þessum málum??

Loopman, 7.11.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er ekki sami maðurinn.

Vilhjálmur sá sem þú nefnir gerðist sekur um tóma vitleysu þarna í lagaprófin. Ég kannast aðeins við hann og þori að fullyrða að hann er ágætur maður. Algjör óþarfi að snýta honum um aldur og æfi fyrir lítilsháttar yfirsjón.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 7.11.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband