Óþægileg tilfinning grípur mann

Ósjálfrátt færist yfir mann óþægileg tilfinning við það eitt að forsætisráðherra boði til blaðamannafundar.

Í síðasta mánuði voru ekkert óskaplega uppörvandi tíðindi flutt á blaðamannafundum.

Við nánari umhugsun flögrar þó að manni að verra gæti það verið. Ætli maður fái ekki hjartaáfall ef boðað yrði að forsætisráðherra myndi ávarpa þjóðina í beinni útsendingu.

Kannski er þetta bara eitthvað smotterí eins og að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hafi hafnað því að lána þjóðinni smáaura. Jafnvel að breska stjórnin hafi lýst yfir hafnbanni á Ísland. Við hristum svoleiðis af okkur.


mbl.is Ráðherrar boða til blaðamannafundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband