Bloggfærslur mánaðarins, september 2016
Tilfinningalaus og tilgangslaus birting mynda af dánum flóttabörnum
2.9.2016 | 14:17
Yfirleitt hef ég mjög góðan skilning á starfi blaða- og fréttamanna sem og fjölmiðla yfirleitt. Þó skil ég ekki þá stefnu að birta aftur og aftur myndir af látnu flóttafólki, sérstaklega litla drengnum sem drukknaði í fyrra. Myndin af honum þar sem hann lá á grúfu í sandfjörunni er harmþrungin og snertir viðkvæmustu taugar í hverjum manni.
Nú er svo komið að þessi mynd er birt aftur og aftur með ólíklegustu fréttum af flóttafólki. Þannig myndbirting virðist til þess eins að fólk venjist þessum hörmungum sem tugir þúsunda flóttamanna hafa lent í og alltof margir látið lífið.
Þetta er ógeðfelld birtingarstefna og virðist sem að þeir sem standa að henni séu orðnir alls ónæmir fyrir svona hræðilegum atburðum og líklega tilfinningalausar skepnur í þokkabót. Biðst afsökunar á orðalaginu. Get ekki orðað þetta á annan hátt. Þessu verður að linna.
Val mynda verður að vera af einhverri skynsemi sem ofbýður ekki tilfinningum lesenda.
Sé að nú er búið að fjarlægja myndina af íslensk vefmiðlinum þar sem hún birtist og var ástæðan fyrir þessum pistli mínum. Óánægja mín er engu að síður enn til staðar.
Nordmenn tror på Gud, Allah, Altet og Ingenting, segir kóngurinn
1.9.2016 | 15:46
Norski kóngurinn, Haraldur Ólafsson, flutti ræðu í dag í árlegri garðveislu sinni og honum mæltist afar vel. Mér var nú ekki boðið, frekar en endranær en hlustaði á flutninginn á netinu.
Sannast sagna held ég að hægt sé að yfirfæra ræðuna á Íslands. Í stað Norge setjum við Ísland og í stað Nordmenn Íslendingar.
Ég get fyllilega tekið undir allt sem Haraldur sagði og held að allir skynsamir Íslendingar geti gert það líka.
Hér er ræðan í heild, örlítið stytt en óþýdd. Munurinn á tungumálunum er ekki slíkur að flestir ættu að geta áttað sig á því sem Haraldur segir.
Så hva er Norge?
Norge er høye fjell og dype fjorder. Det er vidder og skjærgård, øyer og holmer. Det er frodige åkre og myke heier.
Havet slår mot landet fra nord, vest og syd.
Norge er midnattssol og mørketid. Det er både harde og milde vintre. Det er både varme og kalde somre.
Norge er langstrakt og spredt bebodd. Men Norge er fremfor alt mennesker.
Nordmenn er nordlendinger, trøndere, sørlendinger og folk fra alle de andre regionene. Nordmenn har også innvandret fra Afghanistan, Pakistan og Polen, Sverige, Somalia og Syria. Mine besteforeldre innvandret fra Danmark og England for 110 år siden.
Det er ikke alltid så lett å si hvor vi er fra, hvilken nasjonalitet vi tilhører. Det vi kaller hjem, er der hjertet vårt er og det kan ikke alltid plasseres innenfor landegrenser.
Nordmenn er unge og gamle, høye og lave, funksjonsfriske og rullestolbrukere. Stadig flere er over hundre år. Nordmenn er rike, fattige og midt i mellom. Nordmenn liker fotball og håndball, klatrer fjelltopper og seiler mens andre er mest glad i sofaen.
Noen har god selvtillit, mens andre sliter med å tro på at de er gode nok som de er.
Nordmenn jobber i butikk, på sykehus, på oljeplattform. Nordmenn arbeider for at vi skal være trygge, arbeider med å holde landet rent for søppel, og leter etter nye løsninger for en grønn fremtid. Nordmenn dyrker jorda og driver fiske. Nordmenn forsker og lærer bort.
Nordmenn er engasjert ungdom og livserfarne gamle. Nordmenn er enslige, skilte, barnefamilier og gamle ektepar. Nordmenn er jenter som er glad i jenter, gutter som er glad i gutter, og jenter og gutter som er glad i hverandre.
Nordmenn tror på Gud, Allah, Altet og Ingenting.
Nordmenn liker Grieg og Kygo, Hellbillies og Kari Bremnes.
Med andre ord: Norge er dere.
Norge er oss.
Når vi synger «Ja vi elsker dette landet», skal vi huske på at vi også synger om hverandre. For det er vi som utgjør landet. Derfor er nasjonalsangen vår også en kjærlighetserklæring til det norske folk.
Mitt største håp for Norge er at vi skal klare å ta vare på hverandre.
At vi skal bygge dette landet videre på tillit, felleskap og raushet.
At vi skal kjenne at vi på tross av all vår ulikhet er ett folk.
At Norge er ett.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Körfuknattleikssambandið sýnir forsetanum óvirðingu.
1.9.2016 | 10:32
Körfuknattleikssambandið á ekki að koma forseta Íslands í vanda. Sé ætlunin að heilsa leikmönnum fyrir leik er það lágmark að hver og einn sé kynntur fyrir forsetanum með nafni. Allt annað er ótækt og virðingarleysi fyrir embættinu og þeim sem því gegnir.
Ljóst má vera að hafi forsetinn verið kynntur með nafni fyrir Kristófer Acox væri þetta lítið mál. Geta má nærri að það geti verið dálítið sárt fyrir leikmanninn að vera ranglega talinn útlendingu, jafnvel þó hann sé í landsliðinu.
Guðni tók Kristófer sem útlendingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |