Tilfinningalaus og tilgangslaus birting mynda af dánum flóttabörnum

Yfirleitt hef ég mjög góðan skilning á starfi blaða- og fréttamanna sem og fjölmiðla yfirleitt. Þó skil ég ekki þá stefnu að birta aftur og aftur myndir af látnu flóttafólki, sérstaklega litla drengnum sem drukknaði í fyrra. Myndin af honum þar sem hann lá á grúfu í sandfjörunni er harmþrungin og snertir viðkvæmustu taugar í hverjum manni.

Nú er svo komið að þessi mynd er birt aftur og aftur með ólíklegustu fréttum af flóttafólki. Þannig myndbirting virðist til þess eins að fólk venjist þessum hörmungum sem tugir þúsunda flóttamanna hafa lent í og alltof margir látið lífið.

Þetta er ógeðfelld birtingarstefna og virðist sem að þeir sem standa að henni séu orðnir alls ónæmir fyrir svona hræðilegum atburðum og líklega tilfinningalausar skepnur í þokkabót. Biðst afsökunar á orðalaginu. Get ekki orðað þetta á annan hátt. Þessu verður að linna. 

Val mynda verður að vera af einhverri skynsemi sem ofbýður ekki tilfinningum lesenda. 

Sé að nú er búið að fjarlægja myndina af íslensk vefmiðlinum þar sem hún birtist og var ástæðan fyrir þessum pistli mínum. Óánægja mín er engu að síður enn til staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður.

Algjörlega sammála. Það er nóg að sjá slíka mynd einu sinni. Hún greipist inn í hugann og hverfur ekki. Ítrekuð myndbirting af sama atburðinum missir áhrifamátt. Gott ef þetta er ekki kallað hörmungaklám.

Með kveðju og þökk fyrir góða pistla.

Sigurður.

Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 2.9.2016 kl. 17:32

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér fyrir, nafni. Gott að vita að ég er ekki einn um þessa skoðun. 

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.9.2016 kl. 17:55

3 identicon

Nú er ég ekki sammála. Tel þörf á því að minna fólk ítrekað á hörmungar sem viðgangast úti í heimi til að minna okkur á hversu heppin við erum að búa hér, þrátt fyrir allt. Dauði barna eins og drengsins í fjörunni hefur þá kannski einhvern tilgang. Svona er ástandið víða um heim. Ekki gleyma því og sýnum raunveruleikann. Svona myndir "venjast" aldrei !

Thordur Vilberg Oddsson (IP-tala skráð) 2.9.2016 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband