Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar er mikilvæg

Það [heilbrigðiskerfið] hefur ekki fylgt framþróun í læknisfræði, hvorki hvað snertir notkun á tækjabúnaði né bestu lyfjum og helstu stofnanir þess eru hýstar á þann veg að það kemur í veg fyrir að hægt sé að veita nægilega mikla og góða þjónustu. Hnignun heilbrigðiskerfisins hefur að mestu leyti verið óháð því hvaða stjórnmálaflokkar hafa verið við völd vegna þess að hún hefur verið stöðug og samfelld.

Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem nú safnar undirskriftum og hvetur til að meira fé verði lagt í íslensk heilbrigðismál.

Tæplega sextíu þúsund manns hafa skrifað undir hjá Kára og ljóst að stór hluti Sjálfstæðismanna er sammála honum. Viðbrögð forystumanna Sjálfstæðisflokksins og margra annarra eru undarleg. Í stað þess að fagna því að almenn samstaða náist um aukið fjármagn á heilbrigðiskerfið virðist sem að margir noti tækifærið og ráðist á Kára, geri athugasemdir um orðalag, prósentuhlutfall og annað smálegt sem skiptir í heildina litlu máli.

Heilbrigðiskerfið er dýrt en sé almenn samstaða meðal fólks um að leggja því til meira fé er sjálfsagt að ganga í það mál og um leið að draga úr öðrum útgjöldum til mótvægis. 

Hafi heilbrigðiskerfinu hnignað þarf að taka á því en auðvitað er það ekki aðeins gert með auknu fjármagni. Hins vegar er það pólitískt rangt að berjast með oddi og egg gegn undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar.

Staðreyndin er einfaldlega sú að enginn vill slasast eða veikjast, en lífið kemur á óvart. Allir vilja að öryggisnetið sé til staðar, læknar, hjúkrunarfólk, lækningatæki, húsnæði og annað sem þarf. Þetta viljum við öll að sé fyrsta flokks, fyrir okkur, ættingja, vini og alla aðra. Við sættum okkur ekki við annað.

Þetta er ástæðan fyrir því að tæplega sextíu þúsund manns skrifa undir hjá Kára. Enginn og allra síst forysta Sjálfstæðisflokksins, á að leggjast gegn undirskriftasöfnuninni eða gera hana tortryggilega.

Sjálfstæðismenn skrifa í þúsundum undir hjá Kára enda ekkert í henni sem er í andstöðu við stefnu flokksins. 

Svo er það allt annað mál hvort það sé vel rekið eða hvort það eigi allt að vera í höndum ríkisins.  


Bullið í Trump og pólitík Sanders

Með vaxandi áhuga hef ég fylgst með aðdraganda forkosninganna stóru flokkanna í Bandaríkjunum vegna forsetakosninganna, Republikana og Demókrata. Raunar hefur mér oft þótt lítill munur á þeim miðað við íslenskan eða jafnvel evrópskan raunveruleika. Nú bregður hins vegar svo við að tveir frambjóðendur gera leikinn mun skemmtilegri en ella, það er ef skemmtun má kalla. Sá sem þetta ritar hefur gaman af stjórnmálum en telur þau hins vegar mikið alvörumál þó hægt sé að hafa ýmislegt í flimmtingum.

Donald Trump kemur mér fyrir sjónir sem skrýtinn maður, hann er ábyggilega greindur en er margt sem hann hefur látið hafa eftir sér ekki svo ýkja gáfulegt. Í Bandaríkjunum er fylgst með hverju orði sem frambjóðendur láta frá sér fara.

Hér er um nokkur ummæli sem höfð eru eftir Donald Trump:Donald-Trump-Making-Smug-Face

“Ariana Huffington is unattractive, both inside and out. I fully understand why her former husband left her for a man – he made a good decision.”

“I will build a great wall – and nobody builds walls better than me, believe me – and I’ll build them very inexpensively. I will build a great, great wall on our southern border, and I will make Mexico pay for that wall. Mark my words.”

“The beauty of me is that I’m very rich.”

“It’s freezing and snowing in New York – we need global warming!”

“I think the only difference between me and the other candidates is that I’m more honest and my women are more beautiful.” 

Þetta er nú bara örlítið brot af því sem maðurinn segir. Verð að segja eins og er að svona frambjóðandi vekur ekki áhuga.

Þegar litið er á „heimskuleg“ ummæli Bernie Sanders er allt annað uppi á tengingnum. Síst af öllu er hann vændur um greindarskort. Það sem honum er hins vegar lagt til lasts byggist á stjórnmálaskoðunum hans og auðvitað eru margir með andstæðar skoðanir. Dæmi um ummæli sem fjölmargir gagnrýna er eftirfarandi:Bernie

“A nation will not survive morally or economically when so few have so much while so many have so little. We need a tax system which asks the billionaire class to pay its fair share of taxes and which reduces the obscene degree of wealth inequality in America”

“Education should be a right, not a privilege. We need a revolution in the way that the United States funds higher education.”

“Social Security is a promise that we cannot and must not break.”

“Meanwhile, as the rich become much richer, the level of income and wealth inequality has reached obscene and unimaginable levels. In the United States, we have the most unequal level of wealth and income distribution of any major country on Earth, and it’s worse now then at any other time since the 1920s.”

“We must transform our energy system away from fossil fuels and into energy efficiency and sustainable energies.”

Bernie Sanders er hrukkóttur karl, lotinn í herðum og hefur fjarri því sama sjónvarpsþokka og aðrir fjöldaframleiddir forsetaframbjóðendur. Engu að síður leggur maður við eyrun þegar hann talar og ... það sem meira er, maður er bara nokkuð sammála.

Sanders segist vera „democratic socialist“ aðrir segja hann vera „social democrat“. Á þessu tvennu er talsverður munur. Hann er kapítalisti og styður ekki ríkiseign fyrirtækja og hefur síst af öllu lagst gegn einkaframtakinu. Munurinn á þessu er án efa að stjórnmálin í Bandaríkjunum sem um flest eru ólík þeim hér á landi og annars staðar í Evrópu.

Stundum er það beinlínis fyndið þegar jafnaðarmenn hér á landi telja sig eiga eitthvað sameiginlegt með bandaríska Demókrataflokknum og jafna Sjálfstæðisflokknum við Republikana. Hvort tveggja er fjarri öllum raunveruleika. 

Bernie Sanders styður heilbrigðiskerfi eins og það er byggt upp hér á landi, menntakerfi og fleira. Rétt eins og ég og aðrir Sjálfstæðismenn og höfuð hingað til ekki verið kallaðir sósíalistar.


Gjörbreyting í bæjarstjórn Kópavogs, þar vinna menn saman

Hvað gerðist í Kópavogi? Á síðustu kjörtímabilum bárust menn á banaspjótum í bæjarstjórninni. Þar réðust menn á Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóra, uppnefndu hann, reyndu að niðurlægja og gerðu honum upp skoðanir. Margt hefur breytst í bæjarstjórn Kópavogs. Í hana valdist gott fólk í síðustu kosningum og svo virðist sem að meirihluti og minnihluti hafi lært að vinna saman. Árangurinn lætur svo ekki á sér standa.

Bæjarstjórinn er ekki maður margra orða. Hann lætur hins vegar verkin tala. Dálítið ólíkur borgarstjóranum í Reykjavík sem talar mikið en segir þó fátt. Sá síðarnefndi hefur tekið upp nýtt orðalag. Svart er hvítt, hvítt er svart. Auknar álögur eru lægri álögur. Minni þjónusta er meiri þjónusta.

Dagur hefði ábyggilega gott af því að læra af bæjarstjórninni í Kópavogi en það mun hann aldrei gera því hann hefur djúpstæða óbeit á Sjálfstæðismönnum og talar ekki við þá nema úr ræðustól borgarstjórnar.

Sú hugmynd hefur lengi þótt heillandi að byggja göngubrú milli Kársness og Nauthólsvíkur. Hana sér göngufólk, hlauparar og reiðhjólafólk í hillingum og ekki að ástæðulausum. Ekki aðeins að með brú myndi verður til skemmtileg hringleið heldur myndi leiðin milli vesturhluta Kópavogs og miðbæjar Reykjavíkur styttast að mun með öllum þeim kostum sem því fylgja.

Hins vegar er maður nú ekkert sérstaklega bjartsýnn á að þessi brú verði reist. Borgarsjóður er gjörsamlega tómur í langt sukk vinstriflokkanna og í þokkabót myndi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og hið heiðríka lið í meirihlutanum aldrei nokkurn tímann vinna með meirihluta sjálfstæðismanna og Bjartrar framtíðar í Kópavogi. Fyrr mun frysta í neðra áður en Dagur mun vinna að þjóðþrifamáli, með eða án Sjálfstæðismönnum.


mbl.is Brú yfir Fossvog í forgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband