Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2015
Klúđur lögreglustjórans og yfirlögfrćđingsins
10.11.2015 | 11:54
Ehh... Ţađ er náttúrulega, veltur ađeins á ţví hvernig máliđ er og hvert og eitt einstakt mál er mál er einstakt ţannig ađ í ţessu tiltekna máli, án ţess ađ ég geti nokkuđ fariđ út í ţađ, ţá er ţađ ađ ţađ kemur inn og ţađ er síđan metiđ í framhaldi, innan ţessa 24 tíma sem okkur er heimilt ađ halda viđkomandi samkvćmt lögum, hvort ţađ eigi ađ fara fram á áframhaldandi gćsluvarđhaldi til ţess međal annars ađ tryggja rannsóknarhagsmuni ...
Ţannig byrjađi viđtal í Kastljósi Ríkissjónvarpsins viđ Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfrćđing á skrifstofu lögreglustjórans í höfuđborgarsvćđinu.
Í sannleika sagt var ţetta fekar slćmt viđtal sé horft á ţađ frá sjónarhorni lögreglunnar. Lögfrćđingurinn var óđamála, talađi óskipulega, hafđi svo óskaplega margt ađ segja sem hún grautađi saman á mjög ósannfćrandi hátt. Hún virtist ekki undirbúin og greinilega afar óvön ţví ađ tala í sjónvarpi eđa almennt ađ halda rćđu opinberlega.
Mjög brýnt er ađ lögreglan skođi mjög nákvćmlega hvernig ásýnd hennar eigi ađ vera og ţar međ hverjir tali fyrir hennar hönd og hvernig. Í gćr voru miklar umrćđur um kćrur vegna nauđganna sem eiga ađ hafa átt sér stađ í húsi nokkru í Hlíđarhverfi í Reykjavík. Ţetta er gríđarlegt hitamál og svo virđist sem lögreglan hafi gjörsamlega klúđrađ ţví í sjónvarpi og jafnvel í đđrum fjölmiđlum.
Lögreglustjórinn, Sigríđur Björk Guđjónsdóttir, kom út úr lögreglustöđinni síđdegis í gćr og ávarpađi fjölda fólks sem safnast hafđi saman til ađ mótmćla. Ábyggilega hafa margir rekiđ upp stór augu. Allt fas lögreglustjórans var óöruggt, líkamstjáningin var mörkuđ ótta viđ mótmćlendur og framsögn hennar var slćm og mál hennar ósannfćrandi. Hún virkađi einmanna fyrir framan mótmćlendur og í mikilli vörn. Traustiđ á vinnubrögđum lögreglunnar óx ekki eftir frammistöđu hennar.
Svo virđist sem hún hafi ekki undirbúiđ rćđu sína og enginn innan lögreglunnar hafi veitt henni góđ ráđ. Ţar ađ auki var hún ekki í einkennisbúningi, hefđi ţess vegna getađ veriđ einhver í allt annarri stöđu en hún er. Til ađ fyrirbyggja misskilning er ţetta síđasta afar algengt hjá báđum kynjum.
Fyrir um átta árum áttum viđ Ómar R. Valdimarsson viđtal viđ Stefán Eiríksson, ţáverandi lögreglustjóra, um embćttiđ og almannatengsl, töldum ađ margt mćtti betur fara innan embćttisins. Okkur kom hins vegar ţćgilega á óvart hversu vel Stefán var ađ sér í almannatengslum og hversu vel hann og embćttiđ vann ađ upplýsingamálum.
Eitthvađ virđist hafa fariđ úrskeiđis međ breytingum á yfirstjórn lögreglunnar og ţađ er einfaldlega verkefni fyrir embćttiđ ađ vinna ađ bótum.
Hvernig ćtti ţá lögreglustjórinn, yfirlögfrćđingurinn og ađrir talsmenn embćttisins ađ koma fram og haga máli sínu?
Í stuttu máli er ađeins eitt svar viđ svona spurningu: Undirbúningur. Í ţví felst ađ kenna ţessu fólki ađ koma fram opinberlega, kenna ţví rćđumennsku, kenna ţví ađ tjá sig skriflega og ekki síst ţarf ađ taka á framkomunni, fasinu. Í alvarlegum málum eins og nú er fjallađ um eiga ţeir sem fram koma ađ klćđast einkennisfatnađi.
Ţegar lögreglunni er mótmćlt og krafist er ađ lögreglustjórinn standi fyrir máli sínu ţurfa fleiri en einn lögreglumađur ađ láta sjá sig međ henni, ţó ekki sé nema til ţess ađ veita lögreglustjóranum móralskan stuđning. Allir hljóta ađ sjá ađ ţađ er ekki heiglum hent ađ standa frammi fyrir hundruđum manna sem eru óánćgđir međ frammistöđu lögreglunnar. Einn mađur má sínu lítils fyrir framan slíkan hóp og sá hrekkur ósjálfrátt í vörn. Best er ađ hafa stuđning.
Lögreglustjórinn hefđi átt ađ hugsa út í ţađ hvađ fólk vildi fá ađ heyra. Jafnvel ţótt hún geti ekki fariđ út í alla málavexti hefđi hún átt ađ skrifa niđur ţann rćđuna, fá ađra til ađ lesa hann yfir og ćfa hann. Nógur tími var til stefnu. Sama hefđi lögfrćđingurinn átt ađ gera fyrir viđtaliđ í Kastljósinu. Skrifa niđur ţađ sem hún vildi segja, skipta honum niđur í spurningar ... og ćfa sig á svörunum.
Ţetta er frekar einfalt mál, svo einfalt ađ margir halda ađ ţeir séu svo vel ađ sér ađ ţađ sé enginn vandi ađ koma fram í sjónvarpi, en svo klúđrast allt. Dćmi um slíkt óteljandi.
Ómanneskjulegar kröfur á Landspítalnum valda skađa
10.11.2015 | 10:11
Síđan virđist refsigleđin vera í hámarki, bođskapur skilnings, umburđarlyndis og fyrirgefningar gleymdur og sjálfsgagnrýni kćrandans, ríkisins, ekki til. Hugtakiđ manndráp af gáleysi er til skammar í svona máli.
Mér finnst menn hefđu átt ađ setjast yfir ţetta dćmi og hugsa ţađ miklu betur. Ađ ţví loknu hefđi ég helst viljađ sjá ríkisvaldiđ biđja ađstandendur afsökunar á ţeim mistökum sem urđu, bjóđa ţeim sanngjarnar bćtur og veita síđan hjúkrunarliđinu, sem ađ ţessu kom, áfallahjálp og allan annan stuđning, sem hćgt er ađ koma međ í slíkum ađstćđum. Loks hefđi ég viljađ sjá Alţingi Íslendinga gyrđa sig í brók og koma međ verulega auknar fjárveitingar spítalanum til handa til ađ reyna ađ fyrirbyggja framhald slíkra atburđa.
Ţannig ritar Ţórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur, í grein í Morgunblađi dagsins. Hann rćđir um mál hjúkrunarfrćđings á Landspítalanum sem kćrđur er fyrir manndráp af gáleysi. Hann segir ţađ hafa sótt međ auknum ţunga á hug minn og ţví riti hann greina.
Ég tek undir međ Ţóri og mér segir svo hugur um ađ fleirum líki illa viđ alla málavexti en ţá orđar hann svona:
Ţegar ég horfi á ţetta mál, ţá kemur strax upp spurningin: Hvernig getur spítali, háskólasjúkrahús, bođiđ starfsmanni upp á slíkar ađstćđur? Ţarna eru kröfurnar ómanneskjulegar. Ţćr beinlínis kalla á yfirsjónir, enda hefur spítalinn einnig veriđ kćrđur. En hvers vegna er álagiđ svona mikiđ? Ég nefndi undirmönnun. Hún er stađreynd. Og af hverju? Af ţví ađ spítalanum er haldiđ í fjársvelti. Alţingi neitar ađ greiđa ţađ fé, sem spítalinn sýnir međ rökum, ađ hann ţarf. Frá ţví hefur veriđ sagt, ađ mikil ţröng hafi veriđ í kringum sjúklinginn. Okkar gamli spítali býđur ekki upp á mannsćmandi ađstćđur, hvorki fyrir starfsfólk sitt né sjúklinga. Ţví hygg ég, ađ fáir starfsmenn hans muni neita.
Einhvern veginn hef ég ţađ á tilfinningunni ađ sá starfsmađur sem hér bókstaflega undir högg ađ sćkja sé fórnarlamb og ţá fyrst og fremst Landsspítalans og stjórnunarhátta innan hans. Svo má alltaf deila um fjárveitingar til spítalans, hvort ţćr séu nćgar eđa hvernig stofnunin vinnur međ ţađ fjármagn sem honum er skammtađ.
Um traustan grunn vísindalegra stađreynda ...
7.11.2015 | 14:16
Flestir kannast eflaust viđ ađ hafa vaniđ sig á eitthvađ sambćrilegt á lífsleiđinni. Íţróttamenn klćđast óţvegnum sokkum vikum saman ef ţeir halda ađ ţađ fćri ţeim heppni. Leikarar nefna ekki heiti leikritsins Machbeth, af ţví ţađ bođar óheppni og óska ekki hver öđrum góđs gengis heldur flytja bölbćnir um beinbrot í stađinn. Jóakim Ađalönd, ríkasta önd í heimi, átti happapening sem hann taldi uppsprettu og forsendu ríkidćmis síns. Háhýsi víđa um heim hafa enga ţrettándu hćđ, bara tólftu og fjórtándu. Fjöldi fólks fylgist međ stjörnuspám og leggur trú á talnaspeki. Og stór meirihluti jarđarbúa ađhyllist einhvers konar trúarbrögđ sem í mismiklum mćli gera ţá kröfu ađ menn afsali sér heilbrigđri skynsemi og rökhyggju en leggi í blindni trúnađ á ýmiss konar kraftaverkasögur.
Og svo eru ţađ ţeir sem vilja trúa ţví ađ ef framliđnir eigi viđ ţá erindi ţá geti ţeir komiđ skilabođum á framfćri í gegnum sérţjálfađa sjáendur.
Ein mesta vitleysa sem af og til kemur í fjölmiđlum er deilan um miđla og meint svik ţeirra. Ţórlindur Kjartansson ritar afar góđa og skemmtilega grein um efniđ í Fréttablađiđ 6. nóvember 2015, sem má nálgast hér. Í henni dregur hann dár af sjálfum sér og öđrum. Hann segist haldinn ţeirri áráttu ađ ţurfa ađ telja allar tröppu en líkar ekki ţegar fjöldinn endar á oddatölu, ţá ţarf hann ađ hoppa samtímis upp á efstu tröppuna.
Ţórlindur er bersýnilega frjálslyndur mađur. Ţrátt fyrir skođanir síđan deilir hann ekki hatrammlega á ţá sem eru á öndverđum meiđi. Og röksemdafćrslan í ţessu tilviki er svo viđkunnanleg og ţćgileg ađ lesandinn getur vert annađ en samsinnt henni:
Dagleg tilvera okkar er uppfull af alls kyns starfsemi, sem er ekki beinlínis heiđarleg heldur hluti af eins konar samfélagslegum leik ţar sem hvert og eitt okkar tekur ákvörđun um ţátttöku. Er ţađ til dćmis heiđarleg vinna ađ selja fólki lottómiđa, á ţeim forsendum ađ ţannig geti ţađ komiđ í veg fyrir ađ lottóspilarar annars stađar í heiminum fái vinning? Er ţađ heiđarlegt ađ byggja upp spennu í kringum íţróttaleiki og halda ţví fram ađ ţessi og hinn leikurinn sé mikilvćgur ţegar viđ vitum öll ađ niđurstađan skiptir nákvćmlega engu máli um líf okkar eđa afkomu? Er ţađ heiđarlegt ţegar lćknar og prestar segja sjúklingum og bágstöddum ađ ţađ sé von, ţegar hún er í raun og veru engin?
Hinn trausti grunnur vísindalegra stađreynda er ekki sá eini er viđ byggjum líf okkar á. Viđ tileinkum okkur fullt af margvíslegum hindurvitnum og vitleysu. Frá unga aldri hef ég vanist á ađ lesa stjörnuspá Morgunblađsins en ég gleymi henni nokkrum sekúndum síđar. Ég get núna ómögulega munađ hver stjörnuspáin fyrir daginn í dag er, ţó eru ekki nema tvćr klukkustundir síđan ég las hana. Og mér er nákvćmlega saman. Svo komst ţađ upp fyrir nokkru ađ höfundur ţeirra birti á nokkurra mánađa fresti gömlu spárnar, sparađi sér semsagt vinnuna viđ ađ búa til nýjar, sjá hér. Ekki er vitađ til ađ ţađ hafi valdi nokkrum einasta manni skađa heldur bendir til ţess ađ fáir miđi líf sitt viđ stjörnuspár. Og svo er góđ vísa aldrei of oft kveđin.
Ţeggar ég var tíu ára fékk ég í jólagjöf bókina Houdini, ćfisaga hans eftir Harold Kellock. Bókina gleypti ég í mig. Hluti bókarinnar fjallar um Houdini og miđla, raunar er ţađ kallađ herhlaup. Hann eyddi ótrúlegum fjárhćđum í ađ fá sönnun fyrir framhaldslífi og helst ađ geta náđ sambandi viđ móđur sína. Hveru mikiđ sem hann reyndi tókst ţađ aldrei. Miđlar voru ţó á hverju strái, flestir svikamiđlar. Mörg meint teikn um framliđna voru högg, bönk, borđ sem lyftust frá gólfi og jafnvel vofur sem sveimuđu um á miđilsfundum. Á einum stađ segir:
Cumberland sagđi Houdini, ađ ţegar hann hafi veriđ búinn ađ strá smánöglum á vandlega á gólfiđ, flýđi vofa Dantes burtu til vítis og ćpti hásöfum, og var ţađ ekki líkt himneskum hljómum.
Mín vegna má ţađ vissulega vera stađreynd ađ miđlar séu svikarar og ađ eftir dauđann sé ekki neitt framhald. Aungvar sannanir hef ég fyrir ţessu eđa lífi eftir dauđann. Mér ţykir Ţórlindur hins vegar komast vel ađ orđi ţegar hann segir ţetta í lok greinar sinnar:
En ţađ mátti samt hafa gaman af ţeim [stjörnuspám Morgunblađsins]og ţađ er líklega algjörlega skađlaust ađ ganga inn í daginn međ ţá trú ađ einhver ókunnugur muni gera góđverk, eđa ađ dagurinn sé upplagđur til ţess ađ taka stórar ákvarđanir. Ţađ skađar heldur engan ađ telja tröppur og vonast eftir sléttri tölu og meira ađ segja ţađ ađ ganga í óhreinum og sveittum sokkum er ekkert tiltökumál, ţannig séđ.
Ađ sama skapi er ţađ ekkert endilega neitt tiltökumál ţótt einhverjir hafi lífsafkomu sína af ţví ađ segja fólki ađ afi vaki yfir ţeim á himnum og segi ađ ţetta muni allt fara vel. Stundum ţurfum viđ á ţví ađ halda, og veljum ađ trúa ţví, ţótt viđ vitum ađ ţađ sé ekki endilega byggt á traustum grunni vísindalegra stađreynda.