Klúđur lögreglustjórans og yfirlögfrćđingsins

Ehh... Ţađ er náttúrulega, veltur ađeins á ţví hvernig máliđ er og hvert og eitt einstakt mál er mál er einstakt ţannig ađ í ţessu tiltekna máli, án ţess ađ ég geti nokkuđ fariđ út í ţađ, ţá er ţađ ađ ţađ kemur inn og ţađ er síđan metiđ í framhaldi, innan ţessa 24 tíma sem okkur er heimilt ađ halda viđkomandi samkvćmt lögum, hvort ţađ eigi ađ fara fram á áframhaldandi gćsluvarđhaldi til ţess međal annars ađ tryggja rannsóknarhagsmuni ...

Ţannig byrjađi viđtal í Kastljósi Ríkissjónvarpsins viđ Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, yfirlögfrćđing á skrifstofu lögreglustjórans í höfuđborgarsvćđinu.

Í sannleika sagt var ţetta fekar slćmt viđtal sé horft á ţađ frá sjónarhorni lögreglunnar. Lögfrćđingurinn var óđamála, talađi óskipulega, hafđi svo óskaplega margt ađ segja sem hún grautađi saman á mjög ósannfćrandi hátt. Hún virtist ekki undirbúin og greinilega afar óvön ţví ađ tala í sjónvarpi eđa almennt ađ halda rćđu opinberlega.

Mjög brýnt er ađ lögreglan skođi mjög nákvćmlega hvernig ásýnd hennar eigi ađ vera og ţar međ hverjir tali fyrir hennar hönd og hvernig. Í gćr voru miklar umrćđur um kćrur vegna nauđganna sem eiga ađ hafa átt sér stađ í húsi nokkru í Hlíđarhverfi í Reykjavík. Ţetta er gríđarlegt hitamál og svo virđist sem lögreglan hafi gjörsamlega klúđrađ ţví í sjónvarpi og jafnvel í đđrum fjölmiđlum.

Lögreglustjórinn, Sigríđur Björk Guđjónsdóttir, kom út úr lögreglustöđinni síđdegis í gćr og ávarpađi fjölda fólks sem safnast hafđi saman til ađ mótmćla. Ábyggilega hafa margir rekiđ upp stór augu. Allt fas lögreglustjórans var óöruggt, líkamstjáningin var mörkuđ ótta viđ mótmćlendur og framsögn hennar var slćm og mál hennar ósannfćrandi. Hún virkađi einmanna fyrir framan mótmćlendur og í mikilli vörn. Traustiđ á vinnubrögđum lögreglunnar óx ekki eftir frammistöđu hennar.

Svo virđist sem hún hafi ekki undirbúiđ rćđu sína og enginn innan lögreglunnar hafi veitt henni góđ ráđ. Ţar ađ auki var hún ekki í einkennisbúningi, hefđi ţess vegna getađ veriđ einhver í allt annarri stöđu en hún er. Til ađ fyrirbyggja misskilning er ţetta síđasta afar algengt hjá báđum kynjum.

Fyrir um átta árum áttum viđ Ómar R. Valdimarsson viđtal viđ Stefán Eiríksson, ţáverandi lögreglustjóra, um embćttiđ og almannatengsl, töldum ađ margt mćtti betur fara innan embćttisins. Okkur kom hins vegar ţćgilega á óvart hversu vel Stefán var ađ sér í almannatengslum og hversu vel hann og embćttiđ vann ađ upplýsingamálum.

Eitthvađ virđist hafa fariđ úrskeiđis međ breytingum á yfirstjórn lögreglunnar og ţađ er einfaldlega verkefni fyrir embćttiđ ađ vinna ađ bótum.

Hvernig ćtti ţá lögreglustjórinn, yfirlögfrćđingurinn og ađrir talsmenn embćttisins ađ koma fram og haga máli sínu?

Í stuttu máli er ađeins eitt svar viđ svona spurningu: Undirbúningur. Í ţví felst ađ kenna ţessu fólki ađ koma fram opinberlega, kenna ţví rćđumennsku, kenna ţví ađ tjá sig skriflega og ekki síst ţarf ađ taka á framkomunni, fasinu. Í alvarlegum málum eins og nú er fjallađ um eiga ţeir sem fram koma ađ klćđast einkennisfatnađi.

Ţegar lögreglunni er mótmćlt og krafist er ađ lögreglustjórinn standi fyrir máli sínu ţurfa fleiri en einn lögreglumađur ađ láta sjá sig međ henni, ţó ekki sé nema til ţess ađ veita lögreglustjóranum móralskan stuđning. Allir hljóta ađ sjá ađ ţađ er ekki heiglum hent ađ standa frammi fyrir hundruđum manna sem eru óánćgđir međ frammistöđu lögreglunnar. Einn mađur má sínu lítils fyrir framan slíkan hóp og sá hrekkur ósjálfrátt í vörn. Best er ađ hafa stuđning.

Lögreglustjórinn hefđi átt ađ hugsa út í ţađ hvađ fólk vildi fá ađ heyra. Jafnvel ţótt hún geti ekki fariđ út í alla málavexti hefđi hún átt ađ skrifa niđur ţann rćđuna, fá ađra til ađ lesa hann yfir og ćfa hann. Nógur tími var til stefnu. Sama hefđi lögfrćđingurinn átt ađ gera fyrir viđtaliđ í Kastljósinu. Skrifa niđur ţađ sem hún vildi segja, skipta honum niđur í spurningar ... og ćfa sig á svörunum.

Ţetta er frekar einfalt mál, svo einfalt ađ margir halda ađ ţeir séu svo vel ađ sér ađ ţađ sé enginn vandi ađ koma fram í sjónvarpi, en svo klúđrast allt. Dćmi um slíkt óteljandi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ŢAĐ VERĐUR AĐ SEGJAST AĐ ŢESSAR DÖMUR KOMU FRAM SEM ÓŢROSKAĐIR UNGLINGAR- ENDA GETA ŢEIR SEM ALDREI HAFA ŢURFT AĐ TAKAST Á VIĐ NEINA ERFIĐLEIKA EKKERT SAGT AF SANNFĆRINGU. BÓKVITIĐ VERĐUR EKKI Í ASKANA LÁTIĐ !undecided

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.11.2015 kl. 20:15

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband