Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013

Er betra að ganga berfættur?

Hvað er lífsnauðsynlegt hverjum göngumanni? Jú, skórnir. Hvað sem gerist á ekki að fara úr skónum og freista þess að ganga berfættur. Það gengur aldrei upp, sérstaklega ekki í köldu veðri og í snjó. Þarna hefur verið blautt færi og snjórinn gróður og rispar húðina. Það getur ekki verið skárra en að vera í skónum.

Það sem gerist á gönguferðum er að fólk finnur til óþæginda og reynir þá að lagfæra sokka eða eitthvað annað. Vilji svo til að snjór fari ofan í skóna á auðvitað að reima þá fastar eða nota eitthvað til að koma í veg fyrir að þetta gerist. 

Ég hef eiginlega aldrei heyrt um annað eins á ferðum mínum. Oft hefur maður fengið blöðrur eða skór rifnað og skemmst og jafnvel meitt mann. Aldrei nokkurn tímann hefur það flögrað að mér að betra væri að vera berfættur. Vart er hægt að trúa því að konan hafi gert þetta. Að minnsta kosti er hún ekki vön gönguferðum. 

En hvað veit maður um aðstæður. Gott er að konan er fundin og heil á húfi. Hins vegar er ástæða til að árétta það sem löngum hefur verið sagt. Í villum er betra að halda kyrru fyrir. 


mbl.is Gekk berfætt í snjónum á fjallinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir sem lakast stóðu stand enn lakar og staða annarra veiktist

Það er vel hugsanlegt að Jóhönnu hafi verið hlýtt til alþýðunnar eins og hún birtist henni í skýrslum Hagstofunnar og samantektum skriffinna um laun og lánakjör. En hitt er staðreynd að þeir sem voru lakast settir í þjóðfélaginu þegar hún varð félagsmálaráðherra 2007 og síðar forsætisráðherra 2009 voru það flestir enn þegar Jóhanna hvarf úr ráðherrastarfi. Því er hins vegar haldið á lofti, í einhvers konar tilraun til að milda þessa staðreynd, að Jóhönnu hafi óneitanlega tekist að veikja stöðu þeirra sem höfðu það áður skár eða jafnvel gott og er látið eins og það sé eitthvert hjálpræði fyrir hina „lakast settu“. Er sú kenning raunar í góðu samræmi við sérvisku sumra á vinstrikantinum.

Tilvitnunin hér að ofan er úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 1. júní 2013. Varla er hægt að komast betur að orði um forsætisráðherrann og ríkisstjórn vinstri manna.


Samfylkingin hélt að stöðnun væri efnahagslegur ávinningur

Öllum sem vildu vita var ljóst að þrjú atriði skiptu miklu máli, ekki aðeins fyrir síðustu þingkosningar heldur allt frá hruni. Þetta eru þau mál sem snerta kjósendur beint:

 

  1. Skuldavandi heimilanna
  2. Atvinnuleysið
  3. Efnahagsmálin í þröngum skilningi

 

Vandamálið var að Samfylkingin hafði engan skilning á aðstöðu almennings. Ríkisstjórnin þóttist vinna að vanda heimilanna en þær lausnir sem hún bar fram hálpuðu engum nema bönkunum. Heimilunum var einfaldlega sagt að þau hefðu offjárfest og þyrftu að lifa með það án aðstoðar.

Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2012 sýnir að 10,1% heimila höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu undanfarna 12 mánuði og 10,4% heimila lentu í vanskilum með önnur lán á sama tímabili. Rúm 27% heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði.

Þetta skildi Samfylkingin ekki á síðasta kjörtímabili og ekki heldur fyrir kosningar undir leiðsögn Árna Páls Árnasonar.

Almenningur leið fyrir hrunsinð og hann er jafnframt kjósendur.

Kenningin er sú að stór hluti af þessu fólki missti trú á stjórnmálaflokka og bættist við svokallað lausafylgi, það er þá sem festa sig ekki við einn stjórnmálaflokk heldur flakka á milli þeirra sem best bjóða og eru sennilegastir. Þetta fólk er það sem raunverulega ræður hverjir komast til valda á næsta kjörtímabili.

Að öllum líkindum var lausafylgið orðið um 50.000 manns. Trausti þessa fólks hafa ríkisstjórnarflokkarnir misst og stór hluti lausafylgisins kaus Framsóknarflokkinn af því að hann gaf því von sem aðrir flokkar gerðu ekki.

Hver og einn einstaklingur leggur mesta áherslu á þrennt: Húsnæði, atvinnu og að geta fætt sig og klætt. Gangi eitthvað af þessu þrennu ekki upp er illt í efni fyrir þjóðfélagið.

Stjórnvöld þurfa að skilja að efnahagslífið gengu út á að almenningur hafi rúm fjárráð og geti veitt sér það sem hugur þess girnist. Efnahagsleg áhrif almennings eru gríðarlega mikil og þegar ríkisstjórnin tók upp á því að skattleggja fólk með ofursköttum ofan á atvinnuleysi og aðra óáran blasti bara eitt við, kyrrstaða. Og það sem verst er að Samfylkingin hélt að kyrrstaðan, stöðnunin, væri efnahagslegur ávinningur.

Svo skulu menn ekki rugla saman Icesave við niðurstöður kosninganna. Icesave kom því ekki nokkurn hlut við. Úrslit kosninganna endurspegluðu örvæntingu almennings eftir fjögurra ára óstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. 

 


mbl.is Áttuðum okkur ekki á skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband