Samfylkingin hélt að stöðnun væri efnahagslegur ávinningur

Öllum sem vildu vita var ljóst að þrjú atriði skiptu miklu máli, ekki aðeins fyrir síðustu þingkosningar heldur allt frá hruni. Þetta eru þau mál sem snerta kjósendur beint:

 

  1. Skuldavandi heimilanna
  2. Atvinnuleysið
  3. Efnahagsmálin í þröngum skilningi

 

Vandamálið var að Samfylkingin hafði engan skilning á aðstöðu almennings. Ríkisstjórnin þóttist vinna að vanda heimilanna en þær lausnir sem hún bar fram hálpuðu engum nema bönkunum. Heimilunum var einfaldlega sagt að þau hefðu offjárfest og þyrftu að lifa með það án aðstoðar.

Lífskjararannsókn Hagstofu Íslands 2012 sýnir að 10,1% heimila höfðu lent í vanskilum með húsnæðislán eða leigu undanfarna 12 mánuði og 10,4% heimila lentu í vanskilum með önnur lán á sama tímabili. Rúm 27% heimila töldu húsnæðiskostnað þunga byrði.

Þetta skildi Samfylkingin ekki á síðasta kjörtímabili og ekki heldur fyrir kosningar undir leiðsögn Árna Páls Árnasonar.

Almenningur leið fyrir hrunsinð og hann er jafnframt kjósendur.

Kenningin er sú að stór hluti af þessu fólki missti trú á stjórnmálaflokka og bættist við svokallað lausafylgi, það er þá sem festa sig ekki við einn stjórnmálaflokk heldur flakka á milli þeirra sem best bjóða og eru sennilegastir. Þetta fólk er það sem raunverulega ræður hverjir komast til valda á næsta kjörtímabili.

Að öllum líkindum var lausafylgið orðið um 50.000 manns. Trausti þessa fólks hafa ríkisstjórnarflokkarnir misst og stór hluti lausafylgisins kaus Framsóknarflokkinn af því að hann gaf því von sem aðrir flokkar gerðu ekki.

Hver og einn einstaklingur leggur mesta áherslu á þrennt: Húsnæði, atvinnu og að geta fætt sig og klætt. Gangi eitthvað af þessu þrennu ekki upp er illt í efni fyrir þjóðfélagið.

Stjórnvöld þurfa að skilja að efnahagslífið gengu út á að almenningur hafi rúm fjárráð og geti veitt sér það sem hugur þess girnist. Efnahagsleg áhrif almennings eru gríðarlega mikil og þegar ríkisstjórnin tók upp á því að skattleggja fólk með ofursköttum ofan á atvinnuleysi og aðra óáran blasti bara eitt við, kyrrstaða. Og það sem verst er að Samfylkingin hélt að kyrrstaðan, stöðnunin, væri efnahagslegur ávinningur.

Svo skulu menn ekki rugla saman Icesave við niðurstöður kosninganna. Icesave kom því ekki nokkurn hlut við. Úrslit kosninganna endurspegluðu örvæntingu almennings eftir fjögurra ára óstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. 

 


mbl.is Áttuðum okkur ekki á skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Er það stöðnun að ná fjárlagahallanum niður um 200 milljarða og verðbólgunni niður úr 20% í 4%. Nefndu mér eina ríkisstjórn sem hefur náð viðlíka árangri, bara eina.

Óskar, 1.6.2013 kl. 13:42

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sá árangur er ekki til að hreykja sér af þegar hann er á kostnað lífskjara í landinu.

Sigríður Jósefsdóttir, 1.6.2013 kl. 13:52

3 Smámynd: Óskar

Sigríður ertu að halda því fram að lífskjör í landinu séu ekki betri nú en þegar síðasta ríkisstjórn tók við ? Minni bara á orð Ólafs forseta í vikunni þegar hann benti réttilega á að þegar stjórnin tók við loguðu eldar á Austurvelli og enginn vissi hvort hann vaknaði upp í Vestrænu lýðræðisríki daginn eftir eða einhverju allt öðru. Fólk er ekki svona fljótt að gleyma, það bara getur ekki verið.

Óskar, 1.6.2013 kl. 15:24

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Óskar, ég held að Sigríður hafi nú stungið ærlega upp í þig. Ríkisstjórnin fékk rassskellingu margoft á fjórum árum, tvisvar með Icesave og síðast með úrslitum síðustu þingkosninga.

Dómur þjóðarinnar er skýr. Nefndu mér eins ríkisstjórn sem hefur fengið viðlíka útreið í kosningum? Staðreyndin er einfaldlega sú að fólk kýs í ljósi fjárhagsins.

Lífskjör eru slæm og það er afleiðing stjórnarhátta. Létt verk og löðurmannlegt að lækka fjárlaghallann erfiðara að bæta lífskjör, halda uppi atvinnu og gera landið lífvænlegt til búsetu. Fyrri ríkisstjórn brást að öllu leyti.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.6.2013 kl. 15:53

5 Smámynd: Óskar

Létt verk og löðurmannlegt að ná niður 200 milljarða fjárlagahalla!!! Þér getur ekki verið alvara Sigurður. En það vill svo til að núverandi ríkisstjór tekur við eftir að sú fyrri hafði sópað upp drullunni eftir nær óslitna valdatíð framsóknar og sjalla í 18 ár sem endaði með ósköpum eins og alþjóð veit. Fyrri ríkisstjórn gerði sín mistök en hún tók við brunarústum og þá er vægt til orða tekið. Þjóðin hélt að það tæki minna en eitt kjörtímabil að hreinsa til, það voru helstu mistök stjórnarinnar að gefa þær vonir því auðvitað var það óframkvæmanlegt verk. Hinu reyna ekki einu sinni hörðustu sjallar að leyna að staðan nú er margfalt betri en fyrir 4 árum, þú hlýtur að sjá það sjálfur Sigurður.

Óskar, 1.6.2013 kl. 16:46

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ríkisstjórnin skattlagði landsmenn og fyrirtæki. Ofan á afleiðingar hrunsins, gengislækkun, hækkanir nauðynja og skulda hækkaði ríkisstjórnin skatta. Hún setti ofurskatta á sjávarútveginn sem hluti hans rís alls ekki undir og síst af öllu þegar fiskur fer lækkandi. Hún sagði upp fólki í opinberum störfum í þúsundatali, gerði ekkert þegar atvinnulaust fólk flúði land. Er þetta hið eina sem vinstri menn kunna fyrir sér í efnahagasmálum?

Óskar, þú getur hrópaði þig hásann en hrunið var ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna sem auðvitað passar ekki við skýringar vinstri manna. Eða voru gjörðir og ábyrgð eigenda bankanna engar? Vinstri stjórnin hjóp iðulega undir með bönkunum en hækkuðu skatta og gjöld á almenning og skildu við heimilin í brunarústum sem nú er verið að skipuleggja aðstoð við.

Staðan er margfalt verri núna en fyrir fjórum árum. Atvinnuþátttaka er miklu minni en þá var, fólk hefur flúið land, verðbólgan aukist, fjárfestingar í atvinnulífinu eru svo til engar, hagvöxtur er miklu lægri en lofað var.

Það eina sem hefur gerst er að einhver Óskar er svo ósköp glaður með árangur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna. Sjötíu og fimm prósent landsmanna eru á annarri skoðun og spörkuðu henni út í ystu myrkur.

Þar undir lítilli ljóstýru viðurkennir formaður Samfylkingarinnar að flokkurinn hafi gerst mistök. Sighvatur Björgvinsson, sá armi krati, tekur undir og segir að flokkurinn og VG hafi gjörsamlega klúðrað málum. Ríkisstjórnin gat ekki komið á nýrri stjórnarskrá, ekki breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu til góðs eða komið þjóðinni undir fána ESB. Hafði hún þó meirihluta til þessa alls en klúðraði því eins og öllu öðru.

Og svo segir þú það kraftaverk að geta skattlagt almenning og fyrirtæki nær til dauðs. Þvílík snillingar sem vinstri menn eru.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 1.6.2013 kl. 18:26

7 Smámynd: Elle_

ICESAVE kom niðurstöðu kosninganna líka við, Sigurður.  Samfylkingin var dæmd fyrst 2009, ekki bara fyrir ESB-ofsatrúna, en líka fyrir að hafa níðst með þessari kúgun á almenningi landsins sem þetta hatursfulla fólk átti að vera að vinna fyrir.  Sjálfstæðisflokkurinn tapaði ábyggilega líka fylgi fyrir ískalda matið, það mátti heyra á fjölda manns.

Elle_, 1.6.2013 kl. 19:49

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður Sigurðarson. Það er alveg merkilegt með ykkur Sjáfstæðismann hvað þið eruð duglegir við að afneita ykkar sök á hruninu. Þetta var bein afleiðing af þeirri efnahagsstefnu sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks stóð fyrir. Fyrs létu þeir bankana í hendur mjög svo vafasamra manna. Siðan keyrðu þeir upp þvennslu með stórum framkvæmdum ásamt því að lækka skatta á sama tíma ásamt því að kynna til sögunnar mikla hækkun húsnæðislána þar sem þeir fóru beint inn á markað bankanna sem áttu ekki annan valkost en að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð fyrir vikið. Ofan á allt voru svo efirlitsstofnanir gerðar veikari.

Þetta er ástæðan fyrir því að Sjálftæðisflokkurinn fékk nú í kosningunum næst verstu útkomu í sögu flokksins. Aðeins kosningarnar fyrst eftir hrunið eru verri. Og þetta án klofningsframboðs úr flokknum. Flokkurinn er einfaldlega enn í afneitun um sína ábyrð á hruninu.

Hvað skattahækkanir varðar þá er ekki um annan valkost að ræða hjá ríkisstjórn sem tekur við ríkissjóði með 14% halla. Það skiptir engu máli hverjir hefðu tekið við árið 2009 þeir hefðu þurft að hækka skatta verulega og skera verulega niður útgjöld ríkissjóðs. Þeir sem halda öðru fram eru ekki jarðtengdir.

Ríkisstjórn sem hefði ekki gert þetta hefði einfaldlega sett ríkissjóð á hausinn og þar með tekið efnahalglegt sjálfstæði af þjóðinni, jafnvel sjálfstæðið líka.

Og svo heldur þú því fram að verðbólga hafi aukist í tíð seinustu ríkisstjórnar. Hún fór úr 18,6% og niður fyrir 4%.

Atvinnuleysi hér hefur minnkað vegna þess að það hafa orðið til 10 þúsund störf umfram þau sem hafa tapast hjá núverandi ríkisstjórn. Vissulega hafa fleir flutt af landi brott en til þess en á móti hafa mun fleiri komið af barnsaldri eða úr námi á vinnumarkaðinn en hafa farið af honum á eftirlaunaaldur. Fólki á vinnualdri hefur ekki fækkað hér á landi í tíð seinustu ríkisstjórnar. Því finnst skýringin á minnkandi atvinnuleysi ekki í því, heldur í því að hér hafa skapast ný störf.

Hér hefur því alls ekki verið stöðnun á seinasta kjörtímabili heldur hefur þvert á móti verið tekið til í þeim brunarústum sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sköpuðu og vörn snúið í sókn. Þetta hefur tekist þrátt fyrir talverða kreppu í okkar helstu viðskiptalöndum sem hefur haft slæm áhrif á útflutningstekjur okkar. Svo ekki sé minnst á verstu stjórnarandstöðu sögunnar sem gerði aldrei neitt uppbyggilegt á kjörtímabilinu en stóð þess í stað í ströngu við að vinna skemmdarverk á þeirri uppbyggingu sem stjórnvöld stóðu í. Brennuvargarnir lögðu sig alla fram í því að tefja fyrir björgunar og hreinsunarstarfinu úr þeim brunarústum sem þeir bjuggu til.

Sigurður M Grétarsson, 2.6.2013 kl. 08:33

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er einfaldlega rangt hjá þér nafni minn. Var hrunið bein afleiðing efnahagsstefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem hætti 2007? Hvað í þeirri efnahagsstefnu olli hruninu?

Bankarnir voru seldir. Ríkisendurskoðun fór að beiðni Steingríms J. Sigfússonar yfir sölu Landsbankans og Búnaðarbankans á sínum tíma og gerði engar meiriháttar athugasemdir. Gleymirðu ekki að Glitnir hafði verið í einkarekstri frá upphafi ef frá eru skildir nokkrir sjóðir sem sameinaðir voru honum?

Gleymirðu ekki kreppunni sem gekk yfir heiminn 2007 og hafi þær afleiðingar að fjölmargir bankar fóru á hausinn í Bandaríkjunum og Evrópu?

Bera stjórnmálamenn ábyrgð á gjörðum stjórnenda einkareknu bankanna?

Sú röksemdafærsla að það sé ríkisstjórn að kenna að einkareiknir bankarnir hafi farið inn á húsnæðislánamarkaðinn stenst ekki. Ráðherra bankamála á árunum 2007-2009 gerði engar athugasemdir við þetta, hver var sá bankamálaráðherra?

Hvaða þensla olli efnahagshruninu?

Hvaða eftirlitsstofnanir voru gerðar veikari? Stóð Samfylkingin að slíku á árunum 2007 til 2009?

Niðurskurður á útgjöldum ríkissjóð olli auknu atvinnuleysi, lækkuðum tekjum aldraðra og öryrkja niður fyrir sársaukamörk, stöðnun í ríkisframkvæmdum, gjaldþrotum fyrirtækja af ýmsu tagi og samdrætti í efnahag þjóðarinnar. Þetta er nú meiri snilldin í efnahagsstefnu Steingríms og Jóhönnu.

Sköpuðst hér störf. Staðreyndin er einfaldlega sú að atvinnuþátttaka hefur minnkað stórlega. Atvinnuleysistölurnar segja lítið, því fólk hefur horfið úr landið eða farið í nám.

Verðbólgutölur eru á sama hátt ómarktækar vegna þess að efnhagskerfið er harðlokað. Kyrrstaða og stöðnun veldur einfaldlega lægri verðbólgu. Kannski er það eftirsóknarvert að þínu mati, nafni minn.

Sé kreppa í viðskiptalöndum Íslands hlýtur það að hafa áhrif á vöruverð, t.d. sjávarafurða. Hvar er þá borðið fyrir báruna þegar sjávarútvegurinn er skattaður upp í mastur?

Og þetta með stjórnarandstöðuna. Hún átti auðvitað að standa og sitja eins og ríkisstjórnin vildi, svona rétt eins og ég á að samþykkja delluna sem þú skrifar hér fyrir ofan. Svoleiðis gerst nú ekki kaupin á eyrinni.

Þú verður bara að kyngja því, kæri nafni, að þínir menn klúðruðu síðustu fjórum árum. Að öðrum kosti hefðu þeir ekki tapað kosningunum svo hrikalega sem þeir gerðu. Staðreyndin er sú að fólk kaus með tilliti til eigin efnahags og stór hluti almennings á afar erfitt.

Auðvitað skilja aðdáendur vinstri stjórnarinnar ekki það. Þið haldið því einfaldlega frama að snilldin í efnahagsstefnunni hafi verið fólgin í skattheimtunni. Hvað með allt hitt, atvinnuleysið, skuldastöðu heimilanna og uppbyggingu atvinnulífsins. Þessu gleymdi vinstri stjórnin og ætlaðist til þess að atvinna fylgdi nýrri stjórnarskrá, hækkun á sköttum, ESB aðild, breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og fleiri málum sem síst af öllu verður í askanna látið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.6.2013 kl. 11:31

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það kom skýrt fram í skýrlsu Rannsóknarnefndar Alþingis að það var orðið of seint strax árið 2006 að koma í veg fyrir gjaldþrot íslensku bankanna. Efnahagskreppan sem gekk yfir heimin árið 2008 gerði því ekkert annað en að flýta þeirr þróun. Meðal þeirra eftirlitsstofnanna sem voru svo veikar að þær gátu engan vegin sinnt sínu hlutverki var Fjármálaeftirlitið. Það var mjög svo fjársvelt miðað við þau stórauknu verkefni sem kom í þeirra málaflokki.

Það hvernig haldið hafði verið á efnahagsmálum gerði svo kreppuna mun stærri en ella hefði orðið. Hér var gríðarleg þennsla sem olli eignarbólu sem þá fylgdi mikil skuldaaukning bæði fyrirtækja og heimila sem gerði skellin í kreppunni mun verri en ella. Að lækka skatta og kynna til sögunnar 90% húsnæðislán var meðal þess sem stjórnvöld gerðu sem kynnti undir þessa þróun. Það hefur komið fram að forystumenn Sjálfstæðisflokksins vissu að 90% lánin væri glapræði en það var einfaldlega fórnarkostnaður sem þeir voru tilbúnir til að leggja á þjóðina til að halda völdum.

Ákvörðunin um 90% lánin var ákvörðun um að Íbúðalánasjóður færi inn á þann húsnæðislánamarkað sem bankarnir höfðu haft. Þeir höfðu því engan annan valkost en að fara í beina samkeppni við Íbúðalánasjóð á þeim markaði sem hann hafði haft. Þetta var til komið löngu áður en Samfylkingin var komin inn í ráðuneyti bankamála.

Ég var ekki að vísa í atvinnuleysistölur þegar ég talaði um fjölgun starfa. Staðreyndin er sú að það eru um 10 þúsund fleiri í vinnu núna en fyrst eftir hrun. Það hefur með öðrum orðum fjölgað um 10 þúsund störf í tíð seinustu ríkisstjórnar. Þrátt fyrir landflótta hefur fólki á vinnumarkaði ekki fækkað hér á landi frá hruni. Það koma um 4 þúsund nýir einstaklingar á ári inn á vinnumarkaðin af barnsaldri eða úr námi á móti um 1.500 sem fara af vinnualdri á eftirlaun. Sú fjölgun á vinnumarkaði sem af þessu leiðir hefur gert meira en að halda í við fækkun vegna brottlfutnings. Reyndar hefur flutningsþróunin nú snúist við en samt er atvinnulausum að fækka.

Hvað skattlagninguna og niðurskurðin varðar þá var það ekki valkostur að gera það ekki þegar ríkissjóður er rekin með 14% halla. Ef þetta hefði ekki verið gert þá hefði sú mikla lántaka innanlands sem svo stór hallarekstur hefði leitt af sér skrúað vexti upp úr öllu valdi. Hefði sú stjórnarstefna sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur boðuðu í stjórnarandstöðu verið við lýði værum við væntanlega að horfa með glampa í augunum á það þegar stýrivextir voru "aðeins" 18% og ativnnuleysi "aðeins" 10%. En vegna skynsamlegarar efnahagsstefnu er staðan allt önnur.

Það er engin að tala um að stjórnarandstaðan hafi átt að standa og sitja eins og stjórnvöld vildu. Stjórnarandstaða á að veita málefnanlega stjórnarandstöðu. Það gerðu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hins vegar ekki. Þeir einfaldlea þvældust fyrir öllum góðum málum ríkisstjórnarinnar og unnu þannig skemmdarverk á íslenskum efhahag. Þeir einfaldlega settu það framar á forgangslistan hjá sér að skemma fyrir stórnvöldum til að auka líkurnar á að ná voldum í næstu kosningum heldur en að vinna gagn fyrir þjóðina.

Og að lokum. Það hafa ekki verið settir of ýþingjandi skattar á sjávarútvegin. Það hafa einfaldlega verið ákvarðað sanngjarnt gjald fytrir afnot af verðmætustu auðlind þjóðarinnar. Ef eitthvað er þá er um of lágan skatt að ræða sem veldur því að þjóðin er ekki að njóta auðlindarinnar eins og hægt væri.

Sigurður M Grétarsson, 2.6.2013 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband