Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012
Ofskattur Hagnaður Skógarfossson tjáði mér
19.2.2012 | 16:53
Á veitingastað í miðborg Reykjavíkur er sex manna borð úti við glugga. Vikulega hittist þar afskaplega skemmtilegt fólk og spjallar saman í rúman klukkutíma, skiptist á skoðunum og hlær dátt og slær sér á lær. Mest verða þó hlátrasköllin þegar farið er yfir þau nöfn sem Mannanafnanefnd hefur samþykkt.
Þessi litli hópur hefur nefnilega það á dagskránni að búa til nöfn og sér til ánægju sendir hópurinn formlegt bréf til Mannanafnanefndar og biður um samþykki á nýjum nöfnum. Þetta er nefnilega hópur sem markað hefur sér stefnu til framtíðar.
Til hópsins teljast mestumpart skynsamt fólk sem stúderað hefur svör Mannanafnanefndar en það eru æringjarnir sem ráða ferðinni. Nú er komið í ljós að til að fá samþykki nefndarinnar verður helst síðari eða síðasti liður nafnsins að vera íslenskt. Best ef allir hlutar í samsettu nafni séu íslenskir. Þess vegna fær Ektavon samþykki. Næst er því að fá Skárrivon samþykkt. Borin von er að Borinvon fáist samþykkt.
Nicoletta fær ekki samþykki og því verður næst sótt um að fá viðurkennt kvenkynsnafnið Nikótína (samanber Jósefína). Einnig verður sótt um kvenkynsnöfnin Ommiletta (samanber Nicoletta), Kótiletta, Halía og Mjöðm.
Karlkynsnöfnin Huppur, Pungur, Kjálki og Breiðifoss þykja einnig vænlegt á ómálga og varnarlaus börn sem þurfa að burðast með þessi nöfn alla ævi.
Og svokölluð Mannanafnanefnd verður að taka fyrir öll bréf og svara þeim málefnalega þó borðliggjandi sé að verið er að gera at í henni. Þetta segir mér að minnsta kosti maður sem nefndur er Ofskattur Hagnaður Skógarfossson, vararformaður hópsins sem getið var um í upphafi.
Nöfnin Ermenga og Úlftýr samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvers vegna gerði Gylfi ekkert?
19.2.2012 | 12:01
Ég ætla ekkert að sitja undir þessu, sagði Gylfi Arnbjörnsson.
Þá bara ferðu, sagði Jón, og hélt áfram umræðunni. Gylfi fór hins vegar ekki og áheyrendur hlógu. Jón og Gylfi voru að ræða verðtrygginguna á Sprengisandi Bylgjunnar undir stjórn Sigurjóns Egilssonar. Skemmst er frá því að segja að Jón tók Gylfa svo til bæna að sá síðarnefndi kveinkaði sér margsinnis.
Jón skrifaði eftirfarandi á bloggsíðu sína:
Þegar neyðarlögin voru til umræðu á Alþingi 6. október 2008 krafðist ég þess að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi a.m.k. tímabundið með nýjum neyðarlögum. Í framhaldi af því fór ég síðan fram á það að þetta mál yrði tekið upp.
Þáverandi forsætisráðherra gekkst fyrir nokkrum hlutum varðandi skuldavanda heimilanna, m.a. undirbúning til að taka á gengislánunum og fól Jóhönnu Sigurðardóttur að skoða tillöguna um að taka verðtrygginguna úr sambandi.
Hér fyrir neðan má sjá fréttina um það hverja Jóhanna valdi í starfshópinn. Vini sína og kunningja að mestu leyti en allt fólk sem eru varðhundar verðtryggingarinnar.
Svo segist Jóhanna vilja slá skjaldborg um heimilin. Hún er versti óvinur heimilanna í landinu og brást þegar mest á reið eftir hrunið 2008. Síðan þá hafa höfuðstólar verðtryggðu lánanna hækkað meir en 200 milljarða.
Höfuðábyrgðina á slæmri skuldastöðu heimilanna í dag bera Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Jóhanna Sigurðardóttir. Þau hafa ævinlega tekið stöðu með fjármálafyrirtækjunum gegn fólkinu í landinu.
Félags- og tryggingamálaráðherra felur sérfræðingum að fjalla um verðtryggingu lána
27/10/2008
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur í dag skipað fimm manna sérfræðingahóp sem falið hefur verið að skoða hvort og þá hvaða leiðir séu færar til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar.Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur og formaður Aþýðusambands Íslands, er formaður starfshópsins. Aðrir fulltrúar eru Þorkell Helgason stærðfræðingur, Vilborg Helga Júlíusdóttir hagfræðingur, Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu, starfar með hópnum.
Jón ítrekaði efni pistilsins við Gylfa en sá síðarnefndi gat engu svarað, fór undan í flæmingi. Af hverju gerði þessi sérfræðingahópur ekkert?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þrúgandi leiður leiðarahöfundur Fréttablaðsins
19.2.2012 | 11:42
Þrúgandi leiðindi, er fyrirsögnin á leiðara Fréttablaðsins um helgina. Höfundurinn, Óli Kristján Ármannsson, finnst svo þrúgandi þetta eilífðartal um skuldavanda, gjaldeyrismál, Icesave og þar fram eftir götunum ....
Þetta viðhorf heyrði maður oft á meðan á Icesave umræðunni stóð á Alþingi. Lið á borð við leiðarahöfund Fréttablaðsins sem vildi troða samningunum ofan í kok á þjóðinni og héldu því fram að allt sem þurfti að segja hefði verið sagt en samt væru menn að tala um Icesave. Ef til vill varð það svo en þjóðin sagði að lokum nei og örlitlum minnihluta þjóðarinnar fannst það ofsagt.
Vissulega er pólitísk umræða oft þrúgandi og leiðinleg. Engu að síður er ekki þar með sagt að hægt sé að sleppa slíku og þá hverfi vandamálin. Tugþúsundir heimila standa afar illa vegna húsnæðismála sinna og atvinnuleysis.
Já, óskaplega er það þrúgandi að þurfa að hlusta á kveinstafi okkar hinna.
Og hversu þægilegt er að gera eins og leiðarahöfundur Fréttablaðsin, ræða málin bara út frá sjónarmiði þeirra sem eiga kröfur í heimili landsmanna, þeirra sem hreinlega geta ráðið verðbólgustiginu í landinu og þannig hækkað verðtryggðu lánin. Og mikil skelfingar ósköp er þægilegt að kalla þá stjórnmálamenn lýðskrumara sem vilja taka á skuldavanda heimilanna. Og í þokkabótafvegaleiða umræðuna með því að fullyrða að allar úrbætur lendi á almenningi sem skattur.
Í þokkabót segir leiðarahöfundurinn í einhvers konar kaldhæðni:
Er ekki ráð að fara að koma á þessari ábyrgu efnahagsstjórn sem þjóðin hefur, líkast til allt frá stofnun, beðið eftir?
Hann kallar verk ríkisstjórnarinnar ábyrga. Heyrið það! Ofskattaðir, atvinnulausir, þið sem tapið hafið íbúðum ykkar, þið sem flutt hafið úr landi, þið sem leigið íbúðir á okurverði, bíleigendur á landsbyggðinni ... Þarna talar málsvari ríkisstjórnarinnar sem er orðinn þrúgandi leiður á gagnrýni á stjórnarhættina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... þú glæpahundur og spillingarsvín!
18.2.2012 | 17:24
Í kastljós fjölmiðla virðast allir vera orðnir vondir og spilltir nema hægt sé að færa trausta sönnun fyrir hinu gagnstæða.
Með offorsi er gengið að fólki, reynt að fiska og um leið og einhver asnast til að bíta á er hann þreyttur út í það óendanlega þangað til að hann svarar einhverju í augnabliks óaðgæslu og þá kemur það sem allir bjuggust við: Aha, þú segir þetta núna, en áðan notaðir þú samtenginu en ekki tilvísunarfornafn, þú glæpahundur og spillingarsvín!
Er ekki nóg komið? Getum við endalaust hent fólki sem reynst hefur vel? Höfum við endalaust mannval? Hvað nú með þá sem skipta raunverulega máli í hruninu, aðalleikendurna? Enn hefur enginn þeirra þurft að svara til saka, aðeins einhverjir aukamenn sem engu máli skipta vegna hrunsins.
Þetta gengur alls ekki til lengdar. Ég er þess fullviss að þegar afkomendur okkar rifja upp hruntímann munu þeir undrast heiftina og öfgarnar og raunar hversu lítið kom út úr öllum kjaftagangnum í kastljósi fjölmiðlanna nema sorg og óhamingja þeirra sem lent hafa milli tannanna á öfgafólkinu.
Við þurfum að rannsaka hrunið málefnalega og án æsings. Fjölmiðlarnir eru ekki rétti vettvangurinn þó vissulega geti þeir varpað ljósi á ýmsilegt.
Gat ekki um félög á Guernsey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ætlar Fjallakofinn að mismuna viðskipavinum sínum?
18.2.2012 | 15:52
Ekkert er ókeypis. Afsláttur sem verslun veitir einum er greiddur af öðrum viðskiptavinum. Svo einfalt er það nema því aðeins að fyrirtækið sætti sig við lakari framlegð. Ég er ekki í Ferðafélagi Íslands og hef ekki lengur í hyggju að sækja um aðild í því ágæta félagi. Þó hef ég verslað í Fjallakofanum sem er ein af betri verslunum í útvistarvörum og þar er góður og reynsluríkur maður við stjórnvölinn.
Hefði Fjallakofinn gert einhvers konar styrktarsamning við Rauðakrossinn eða álíka samtök hefði ég engar athugasemdir fram að færa. Myndi halda áfram að versla þar og raunar með glöðu geði. Núna er mér og öðru alþýðufólki vandi á höndum. Versli ég í Fjallakofanum geri ég fyrirtækinu einfaldlega fært á að veta þeim sem efni hafa á að taka þátt í lýðheilsustarfi Ferðafélagsins afslátt á vörum sem mér stendur ekki til boða.
Verð á útivistarfatnaði og -græjum er orðið hrikalega hátt og varla á væri alþýðumanns að endurnýja eða bæta við það sem maður á. Nú er ég búinn að nota sömu Scarpa gönguskóna í sex ár og þeir eru fyrir löngu uppgengnir. Nú stend ég frammi fyrir því að kaupa nýja, get ekki frestað því.
Í Fjallakofanum fást Scarpa ZC 10 gönguskór sem kosta alþýðumanninn 30.797 krónur. Í útivistarversluninni Íslensku Ölpunum eru til Karrimor KSB Event gönguskór sem kosta 24.995 krónur. Ég get líka farið í Útivist, Ellingsen eða aðrar verslanir og fengið gönguskó á þokkalegu verði.
Mér og fleirum er nú vandi á höndum af því að við erum ekki í Ferðafélaginu. Það mun örugglega pirra fleiri en mig að leggja út 30.797 krónur fyrir Scarpa skó sem náunginn á undan í röðinni við kassann þarf aðeins að borga 21.558 krónur. Alþýðufólki munar um 30% afslátt ...
Fjallakofinn styður Ferðafélag Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landafræðin bögglast fyrir blaðamanni
17.2.2012 | 23:06
Enn fer mbl.is rangt með landafræðina sína. Grýtutindur er aðeins einn. Hann er skammt frá þeim stað sem flestir göngumenn velja ætli teir á Eyjafjallajökul. Tindurinn er há strýta skammt ofan við hamrabeltið norðan megin jökulsins. Jöklafarar miða við Grýtutind þegar leitað er að uppgönguleiðinni.
Ekið er inn Þórsmerkurveg. Í Langanesi blasir Grýtutindur við. Til uppgöngu er valinn hryggur sem er nokkuð greiður uppgöngu og er hann örskammt vestan við tindinn. Fyrir ofan eru Skerin og teim er fylgt upp á gígrimina.
Þremenningarnir sem frá segir í fréttinni voru áreiðanlega á leið niður en hafa ekki fundið gönguleiðina niður hrygginn vegna myrkurs.
TF-GNA lent með fólkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Landafræðin bögglast fyrir blaðamanni
17.2.2012 | 22:52
Enn fer mbl.is rangt með landafræðina sína. Grýtutindur er aðeins einn. Hann er skammt frá þeim stað sem flestir göngumenn velja ætli teir á Eyjafjallajökul. Tindurinn er há strýta skammt ofan við hamrabeltið norðan megin jökulsins. Jöklafarar miða við Grýtutind þegar leitað er að uppgönguleiðinni.
Ekið er inn Þórsmerkurveg. Í Langanesi blasir Grýtutindur við. Til uppgöngu er valinn hryggur sem er nokkuð greiður uppgöngu og er hann örskammt vestan við tindinn. Fyrir ofan eru Skerin og teim er fylgt upp á gígrimina.
Þremenningarnir sem frá segir í fréttinni voru áreiðanlega á leið niður en hafa ekki fundið gönguleiðina niður hrygginn vegna myrkurs.
Þrír menn í sjálfheldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stígðu frá völdum ...!
17.2.2012 | 15:59
Oft kemur mbl.is á óvart með tungutaki sínu. Nú er því haldið fram að mótmælendur krefjist þess að forseti Sýrlands stígi frá völdum. Hann ku ekki vera krafinn um að synda frá völdum, hlaupa, hoppa, ganga, labba eða skokka frá völdum.
Ó nei, Bashar al-Assad er ekki einu sinni beðinn um að láta af völdum, segja af sér eða hætta þessum andskota.
Tökum kröfuna upp hér á landi og krefjumst þess að Jóhanna stígi frá völdum (Please step down ...).
Mikil mótmæli í Sýrlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meiri kallinn, þessi Skapti blaðamaður
16.2.2012 | 09:00
Einn af ritfærustu blaðamönnum Morgunblaðsins er hinn hnytttni Skapti Hallgrímsson á Akureyri. Stundum ritar hann meinlega pistla og af öllum hæðist hann mest af sjálfum sér svo bros og hlátra vekur. Skapti skrifar í morgun fróðlegar fréttir frá Akureyri. Í upphafi segir hann:
Stór veggur við skíðageymsluna á jarðhæð nýja Icelandair-hótelsins í höfuðstað Norðurlands var á dögunum skreyttur með einstaklega skemmtilegri ljósmynd. Á henni er keppnislið Menntaskólans á Akureyri á Skíðamóti Íslands á Siglufirði 1942.
Þessi tilvitnun ruglaði mig dálítið í ríminu. Hann talar um Icelandair-hótelið í höfuðstað Norðurlands. Mér vitanlega er ekkert slíkt hótel á Siglufirði, ekkert á Hvammtanga, ekkert á Húsavík, ekkert á Blönduósi, ekkert á Kópaskeri.
Niðurstaðan hlýtur að vera sú að hann eigi við Icelandair-hótelið á Akureyri. Það er nú bara gott og blessað en síðan hvenær hefur Akureyri verið höfuðstaður Norðurlands og með hvaða rökum? Á Akureyri eitthvað meira tilkall til þessa tignartitils en þeir sem hér voru á undan nefndir? Hefur hann nokkuð til þess unnið ...?
Væri ég spurður myndi ég hiklaust benda á Hóla í Hjaltadal sem höfuðstað Norðurlands. Sögulega séð eiga þeir tvímælalaust einir rétt á þessum titli. Ég gæti líka nefnt Þingeyrar, þann fornfræga stað við í Húnaþingi. En í ljósi alls var Skapti kannski að spauga, gera grín af sér og öðrum bæjarbúum. Hann er nú meiri kallinn, hann Skapti ... sem heldur svo áfram spaugi sínu í lok pistilsins:
Svo mætti kannski nefna að fólk (líklega utanbæjarmenn ...) sem gengur með hundana sína upp með Glerá mætti fylgjast betur með því hvar þessu fallegu og góðu dýr skíta! Fulloft finnst mér ég rekast á slíkan úrgang án þess að ég hafi nokkuð til þess unnið ...
Forsætisráðherra þorir ekki á viðskiptaþing
15.2.2012 | 14:47
Vandi ríkisstjórnarinnar er gríðarlegur. Ráðherrar og þinglið hennar gerir sér mætavel grein fyrir þessu. Í stað þess að vinna eins og menn er ráðist á gagnrýnendur, aðilum eins og Viðskiptaráði, atvinnurekendum og útvegsmönnum. Á móti málefnalegri gagnrýni koma upphrópanir ráðherra.
Það er ekki Viðskiptaráði að kenna að hér á landi er upp undir 20% atvinnuleysi, það er mælt atvinnuleysi plús falið atvinnuleysi. Áhyggjur fólks vegna þessa er ekki hægt að fela með því að kenna öðrum um getuleysi ríkisstjórnarinnar.
Hagvaxtaspár eru svartar. Ekki er hægt að fela þær með kjaftagangi ríkisstjórnarinnar.
Rúmlega 40% heimila í landinu ráða ýmist illa eða ekki við húsnæðisskuldir sínar. Ríkisstjórnin getur ekki lengur falið sig á bak við 110% leiðina sem hún bjó til og er ekkert annað en löggiltur þjófnaður.
Svo er auðvitað ástæða til að biðja Viðskiptaráð að sýna umhyggju og skilning á því að forsætisráðherra þjóðarinnar þorir ekki að mæta á viðskiptaþing.
Fráleitt af stjórnvöldum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |