Hvers vegna gerði Gylfi ekkert?

„Ég ætla ekkert að sitja undir þessu,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson.

„Þá bara ferðu,“ sagði Jón, og hélt áfram umræðunni. Gylfi fór hins vegar ekki og áheyrendur hlógu. Jón og Gylfi voru að ræða verðtrygginguna á Sprengisandi Bylgjunnar undir stjórn Sigurjóns Egilssonar. Skemmst er frá því að segja að Jón tók Gylfa svo til bæna að sá síðarnefndi kveinkaði sér margsinnis.

Jón skrifaði eftirfarandi á bloggsíðu sína:

Þegar neyðarlögin voru til umræðu á Alþingi 6. október 2008 krafðist ég þess að verðtryggingin yrði tekin úr sambandi a.m.k. tímabundið með nýjum neyðarlögum. Í framhaldi af því fór ég síðan fram á það að þetta mál yrði tekið upp.

Þáverandi forsætisráðherra gekkst fyrir nokkrum hlutum varðandi skuldavanda heimilanna, m.a. undirbúning til að taka á gengislánunum og fól Jóhönnu Sigurðardóttur að skoða tillöguna um að taka verðtrygginguna úr sambandi. 

Hér fyrir neðan  má sjá fréttina um það hverja Jóhanna valdi í starfshópinn. Vini sína og kunningja að mestu leyti en allt fólk sem eru varðhundar verðtryggingarinnar. 

Svo segist Jóhanna vilja slá skjaldborg um heimilin. Hún er versti óvinur heimilanna í landinu og brást þegar mest á reið eftir hrunið 2008. Síðan þá hafa höfuðstólar verðtryggðu lánanna hækkað meir en 200 milljarða. 

Höfuðábyrgðina á slæmri skuldastöðu heimilanna í dag bera Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ og Jóhanna Sigurðardóttir. Þau hafa ævinlega tekið stöðu með fjármálafyrirtækjunum gegn fólkinu í landinu.

Félags- og tryggingamálaráðherra felur sérfræðingum að fjalla um verðtryggingu lána

27/10/2008

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur í dag skipað fimm manna sérfræðingahóp sem falið hefur verið að skoða hvort og þá hvaða leiðir séu færar til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar.Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur og formaður Aþýðusambands Íslands, er formaður starfshópsins. Aðrir fulltrúar eru Þorkell Helgason stærðfræðingur, Vilborg Helga Júlíusdóttir hagfræðingur, Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur og Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu, starfar með hópnum.

Jón ítrekaði efni pistilsins við Gylfa en sá síðarnefndi gat engu svarað, fór undan í flæmingi. Af hverju gerði þessi „sérfræðingahópur“ ekkert?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband