Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
Skyldu Vinstri grænir vita af’essu?
31.3.2011 | 08:31
Ég er svona að velta því fyrir mér hvort Vinstri grænir viti af því að Nato tók ábyrgð á öllum hernaðaraðgerðum í Líbíu í morgun. Af reynslunni er víst best að minna VG á staðreyndir, annars kynnu þeir að gleyma ábyrgð sinni á hernaðarbrölti NATÓ. Eða ábyrgð sinni yfirleitt.
VG gleymdi að taka á Magma málinu (eða lét það danka) og skyndilega voru, að þeirra sögn, auðlindir landsins komnar í eigu útlendinga.
Frá því að norræna velferðarstjórnin tók við völdum hefur VG algjörlega gleymt Nató, nema að Ögmundur ætlaði að leggja fram tillögu um að aðildin yrði ákveðin í þjóðaratkvæðagreiðslu sem þó er aðeins loforð.
Og nú er Nató í hernaðarstússi í Afganistan og Líbíu og hvar er VG sem ávallt var með bandalagið á heilanum í stjórnarandstöðu.
Nú skiptir hins vegar Nató engu máli, ekki frekar en ESB og svo margt, margt annað. Hvers konar pólitík iðkar þessi brandaraflokkur?
NATO ber nú ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þjóðin hlær að Vinstri grænum
30.3.2011 | 17:24
Vinstri grænir eru á kafi í hernaðaraðgerðum í Líbíu svo gripið sé til orðalags vinstri manna um álíka verkefni sem Nató hefur tekið að sér á undanförnum árum.
Ríkisstjórnin hefur engan fyrirvara gert um aðild þjóðarinnar að Nató. Álfheiður Ingadóttir má því hrópa eins og hún vill á götuhornum og ítreka vantraust sitt og félaga sinna á Nató. Hrópin skipta engu máli vegna þess að utanríkisráðherra Íslands samþykkti einfaldlega aðgerðir Nató fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Hrópin í Álfheiði og yfirlýsingar Vinstri grænna eru bara marklaus. Skiptir ekki heldur máli þótt utanríkisráðherra hafi farið á bak við VG eða gleymt þeim.
Það verður svo lengi í minnum haft að ríkisstjórn Íslands sem VG á aðild að skuli engan fyrirvara hafa gert við samþykktum Nató vegna Líbíu. Og nú er það orðið alltof seint að gera neitt í málinu.
Vinstri grænir hafa einfaldlega orðið að aðhlátursefni vegna málsins, gleymt sér við að gera ekki neitt í ríkisstjórn og Alþingi, og eru nú á kafi í hernaði í Líbíu ...
Gleymum svo ekki þeim sem eru algjörlega á móti hernaðaraðgerðum og veru Íslands í Nató. Þetta fólk hefur VG svikið allsvakalega.
Treysti NATO ekki fyrir horn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stefnir ríkisstjórnin að tvöfaldri sniðgöngu
30.3.2011 | 09:05
Allt var það með miklum endemum er stjórnalagaráðið var kosið á Alþingi og ekki var aðdragandinn skárri. Þetta orðar Salvör Nordal mjög skýrt í bréfi því sem hún sendi Alþingi. Hún segir m.a.
Afgreiðsla og málatilbúnaður um skipun stjórnlagaráðs hefur valdið verulegum vonbrigðum. Eins og ályktunin er úr garði gerð er umboð þeirra sem setjast í ráðið veikt svo ekki sé meira sagt. Skipaður er 25 manna hópur með vísan í kosningar sem Hæstiréttur hefur ógilt en þeim ekki veitt umboðið persónulega eins og vera ber þegar Alþingi skipar í nefndir og ráð. Einnig var í undirbúningi málsins gengið gegn ráðgjöf helstu sérfræðinga sem mæltu gegn því að þessi leið væri farin og hafa sumir þeirra nefnt mögulega sniðgöngu við Hæstarétt máli sínu til stuðnings. Þegar kom að afgreiðslu málsins var enda ekki mikil sátt um tillöguna þar sem einungis 30 þingmenn greiddu henni atkvæði og óeining var um hana í þremur stjórnmálaflokkum. Þá sátu bæði forseti Alþingis hjá við atkvæðagreiðsluna og tveir ráðherrar, þar á meðal innanríkisráðherra, yfirmaður dómsmála í landinu. Þessi veiki grunnur sem lagður var við afgreiðslu málsins getur ekki talist gott veganesti fyrir þá sem setjast í stjórnlagaráð sem ætlað er að endurskoða stjórnarskrá lýðveldisins, grundvallarlög landsins.
Það sem Salvör gleymir að nefna er að frumvarpið til laga um stjórnlagaþing var þingmannafrumvarp. Ástæðan var einfaldlega sú að ríkisstjórnin, sem að öðru jöfnu hefði átt að leggja frumvarpið fram, gat ekki gert það. Hún gat bar ekki sett nafn sitt við frumvarpið, henni hafði verið ráðlagt að gera það ekki. Ekki frekar en innanríkisráðherran gat stutt frumvarpið. Þess vegna lætur hún leppa frumvarpið, fær hlýðna þingmenn til að leggja það fram. Þeir sömdu ekki frumvarpið, það var samið í stjórnarráðinu.
Vissulega er sá grunnur afar veikur sem stjórnlagaráð byggir á af. Þar af leiðandi er það þvílík ósvífni sem komið hefur fram hjá einstaka ráðsliðum að tillögur þess eigi að fara beint í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri nú eftir öðru ef meirihluti ríkisstjórnarinnar myndi samþykkja það. Ekki nóg með að fara skuli framhjá niðurstöðum Hæstaréttar heldur skuli líka fara framhjá löggjafarþinginu. Tvöföld sniðganga.
Veikt umboð stjórnlagaráðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ríkisstjórnin gapir og skilur ekkert í stöðunni
29.3.2011 | 14:21
Auðvitað getur maður bara haldið sig heima hjá sér, notað hjól eða farið út að ganga. Víst er að margir gera svo og það er gott. Þeir sem hins vegar búa úti á landi þurfa að sækja í heilsugæslu, verslanir og annað þurfa hins vegar að aka langar leiðir.
Álögur ríkisins á eldsneyti er auðvitað landsbyggðaskattur. Þær eru ekki föst álagning eins og réttlátast væri. Eftir því sem eldsneytisverð er hærra þeim mun meira græðir ríkið.
Og auðvitað er þrautaráðið fyrir okkur, hinn almenna borgara, að draga úr margvíslegum útgjöldum. Það neyðumst við líka til að gera þegar skattarnir hækka og þegar matvöruverðið hækkar. Fyrir vikið verður samdráttur í samfélaginu og af stað ferð einhvers konar keðjuverkun sem ekki sér fyrir endann á. Ríkisvaldið hækkar álögur, bensíngjaldið verður hærra og hærra, fólk dregur úr útgjöldum, fyrr en varir þurfa fyrirtæki að draga úr sínum kostnaði, segir upp starfsfólki, sama fólk þarf að minnka útgjöldin og svo koll af kolli.
Svona verða til hrikalega hamfarir af mannavöldum. Vinstri flokkarnir horfa með skelfingu á það sem gerist. Forsætisráðherrann veite ekkert hvað hann á að gera og forðast fjölmiðla. Fjármálaráðherrann lýgur til um stöðuna og reynir líka að halda sig frá kastljósinu. Enginn reynir að ýta undir atvinnulífið, hvetja til fjárfestinga, auka við neysluna. Þetta fólk þekkir aðferðirnar en þær eru að því mati svo kapítalískar að þær eru ónothæfar.
Svo gapir þetta fólk og skilur ekkert í því þegar skatttekjur ríkissjóðs minnka. Þrautaráðið er bara að kenna Sjálfstæðisflokknum um og reyna þannig að drepa umræðunni á dreif.
Í sannleika sagt er ríkisstjórnin að ganga af þjóðinni dauðri ...
70% aka minna í kjölfar hækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hvernig verður slæmt karma til?
29.3.2011 | 10:54
Orkuveita Reykjavíkur hefur hagað sér eins og ótínd hryðjuverkasamtök. Uppbygging og meðfylgjandi jarðrask við Kolviðarhól, á Hellisheiði, Skarðsmýrarfjalli og Innstadal eru ekkert annað en hryðjuverk gegn náttúrunni. Þarna er um að litast eins og á lóð sóðalegs olíuframleiðslufyrirtækis. Og ekki tekur fyrirtækið neitt tillit til óska eða krafna íbúa í Hveragerði sem hræðast brennisteinsmengun.
Ég er nú engin dultrúarmaður en óneitanlega læðist að manni sú hugsun að fyrirtæki sem hagar sér svona gagnvart umhverfi sínu búi ósjálfrátt til karma sem er einfaldlega niðurbrjótandi. Í ljósi atburða undanfarinna ára og ekki síst uppsagnir á sjötíu starfsmönnum fyrirtækisins síðasta haust er ekki furða þótt allt komi nú í bakið á því.
En þetta karma er áreiðanlega tómt bull ... en ég hef engar aðrar skýringar á öllu því rugli sem tengist fyrirtækinu. Jú ... nema maður líti til baka á óstjórn R listans á því, bullinu í Bestaflokknum og gapið í borgarstjóranum Jóni Gnarr. Kannski hefur smám saman myndast slæmt karma en hvað veit ég ...
Lánveitingar til OR í frosti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hættið snertiútgáfu Moggans innan þriggja ára
28.3.2011 | 22:38
Ekkert er ókeypis, ekki einu sinni vefsíður. Öllu fylgja útgjöld og þess vegna á Morgunblaðið að rukka fyrir aðgang að vefútgáfu sinni.
Mogginn á að gera eins og sjónvarpsstöðvar sem bjóða upp á afruglara. Mogginn á að bjóða upp á iPad. Selja hann á góðu verði til áskrifenda. Til dæmis getur hann fylgt þriggja ára áskriftartilboði sem auðveldlega er hægt að útfæra nánar. Þannig fær Mogginn trygga áskrifendur og þeir fá iPad á góðu verði. Geta endurnýjað eftir t.d. þrjú ár og fengið nýja útgáfu af þessu fína tæki. Umhverfislega afar væn hugmynd.
Núverandi mbl.is á að þrengja niður í örstuttar fréttir og upplýsingar. Allar nánari og betri fréttir og upplýsingar eiga að vera á góðri netútgáfu og fyrir hana á að borga.
Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum. Morgunblaðið á að hætta að koma út á prentuðu formi eftir t.d. þrjú ár. Hvers vegna að eyða pappír og fylgihlutum í prentaða útgáfu þegar hægt er að gera þetta miklu ódýrara, einfaldara og þægilegra, bæði fyrir útgefandann og neytandann?
Trúið mér. Ég er líklega búinn að vera netáskrifandi að Morgunblaðinu í næstum tíu ár. Nú er svo komið að mér finnast svökölluð snertiútgáfa dagblaða vera bæði skítug og leiðinleg. Sakna þeirra alls ekki.
Geti ég, íhaldsmaðurinn, vanist á að nota netútgáfu af tímaritum og dagblöðum þá geta það allir.
Áskriftargjald á vef New York Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Er Steingrímur ekki í ríkisstjórninni
28.3.2011 | 16:24
Mikið ansans ári er nú gaman að fylgjast með Steingrími J. Sigfússyni sitjandi í ríkisstjórn og haga sér eins og stjórnarandstæðingur. Hann þykist ekkert hafa verið spurður og kyngir því. Rétt eins og hann kyngdi ESB aðildarumsókninni.
Sem ráðherra í ríkisstjórn Íslands er hann á kafi upp fyrir haus í hernaðaraðgerðum Nató. Að minnsta kosti myndi hann halda því fram rísandi upp á afturlappirnar væri hann ekki í ríkisstjórn og hundskamma ríkisstjórnina. Nú er hann hins vegar rólegur, liggur fram á lappirnar nema þá er hann dregur þær ...
Og hvernig er það annars með þessa guðsvolaða ríkisstjórn? Geta ráðherra fengið að fara því fram sem þeir vilja án þess að aðrir eigi nokkra möguleika á andmælum?
- Steingrímur er á móti ríkisstjórninni sem er í stríði.
- Jóhanna er á móti Jóni Bjarna sem ver kvótakerfið
- Jón Bjarna er á móti ríkisstjórninni sem vill ganga í ESB
- Ögmundur er á pínulítið á móti frumvarpi ríkisstjórnarinnar um stjórnarráðið
- Jón Bjarnason er obbbboðslega mikið á móti breytingum á lögum um stjórnarráðið
- Samfylkingin vill í ESB en VG ekki
- VG vill ekki vera í NATÓ en Samfylkingin vill vera þar
- VG er í ríkisstjórn sem vill vera í NATÓ
- VG vill ekki ganga í Samfylkinguna
- Samfylkingin vill ekki í VG
Lengi lifi samstaða íslenskra vinstri manna.
Vorum ekki spurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lögsækja Breta og samþykkja Icesave?
27.3.2011 | 10:00
Dálítil þversögn í því fólgin að mikill meirihluti vilji lögsækja Breta fyrir að hafa beitt hryðjuverkalögum um leið meirihlutiinn vil samþykkja Icesave samninginn.
Þetta er sá samningur sem varð til með þvingunum og ofríki. Bretar töldu örþjóð í norðri vera svo hættulega að beita þurfti sömu lögum á hana og notuð eru til að verjast vopnuðum samtökum sem skirrast ekki við að fórna mannslífum í þágu öfgafulls málstaðar.
Og þáverandi fjármálaráðherra Breta sagði í dæmalausu viðtali í ríkissjónvarpinu að þeir hafi beitt hryðjuverkalögunum vegna þess að þau voru svo handhæg ... Og fréttamaninum fannst þetta vís greinargott svar.
Ef meirihluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að lögsækja skuli Breta fyrir beitingu hryðjuverkalaga á ætti hann að hafna Icesave samningnum.
86% vilja fara í mál við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ríkisstjórnin er löngu dauð
27.3.2011 | 08:34
Það er mikill misskilningur hjá fulltrúaráðinu í Vestmannaeyjum að ríkisstjórnin sé hálfdauð. Eiginglega ætti að áminna þetta ágæta sjálfstæðisfólk í Eymum fyrir að átta sig ekki á þeirri einföldu staðreynd að ríkisstjórnin er löngu dauð. Hún veit bara ekki af því.
Að öllu gamni slepptu, þá kemur ekki til mála að Sjáflstæðisflokkurinn taki þátt í stjórnarsamstarfi af neinu tagi nema að undangengnum kosningum. Þjóðin verður að veita stjórnmálaflokkum nýtt umboð. Við getum ekki sætt okkur við annað.
Svo mætti nú alveg huga að nokkrum alvarlegum vandamálum í þjóðfélaginu; atvinnuleysi, fimm ára haftastefnu í gjaldeyrismálum, skattheimtu á almenning og fyrirtæki, uppbyggingu atvinnulífs og svo margt fleira. Allt þetta er nú ágæt ástæða til að efna til kosninga.
En fyrst segjum við Nei við Icesave
Tekur ekki þátt í stjórnarsamstarfi án kosninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
„Þú komst hvergi nærri ráðningunni ...“
25.3.2011 | 08:07
Ég fékk í hendur tölvupóst. Veit eiginlega ekkert um málið en birti tölvupóstinn hér ef vera skyldi að einhver gæti bent mér á hver sé eigandinn og um hvað hann er að tala:
Sæl Jóhanna,
Bestu þakkir fyrir símtalið áðan. Hafðu engar áhyggjur, við reddum þessu eins og ekkert sé. Það eru þó nokkur atriði sem við verðum að hafa á hreinu.
- Þú komst hvergi að ráðningu skrifstofustjórans, mundu það
- Kenndu sérfræðingunum hérna í ráðuneytinu um allt, það þorir hvort eð er enginn að halda öðru fram, ég sé um það.
- Láttu hvergi vitnast að þér sé illa við Önnu Kristínu Ólafsdóttur
- Haltu því fram að það hefði verið verri kostur að ráða Samfylkingarmanninn Önnu Kristínu. Þá hefðir þú verið ásökuð um pólitíska ráðningu.
- Betra er að vera ásökuð um brot á jafnréttislögum en pólitíska ráðningu (held ég ... er að kanna það nánar)
- Ég dekka fyrir þig fjölmiðlana, sérstaklega Kastljósið. Ekki fara í nein löng viðtöl, ef þú lendir í einhverju haltu þig við söguna, þú komst hvergi nærri, þetta er allt starfsfólki ráðuneytisins að kenna.
- Mundu bara, þú vissir ekkert fyrr en allt var afstaðið.
- Svo sendum við grátklökkt bréf til Samfylkingarmanna þar sem þú skýrir málið og veist ekkert hvaðan á þig stendur veðrið.
Fátt hefur enda staðið mér nær í pólitísku starfi mínu en baráttan fyrir jafnrétti kynjanna og í nafni þeirrar baráttu ekki síst tók ég að mér það verkefni að verða formaður Samfylkingarinnar og fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands.