Steinhissa ráðherra

Vissi ráðherra af vilja meirihluta stjórnar? Af hverju kemur þetta ekki á óvart? Þetta segir ýmislegt um stjórnsýslu ráðherrans og viðhorf mannsins sem talið svo fjálglega um mannaráðningar ráðherra Sjálfstæðisflokksins en gat ekki komið með nein rök.

Er hann kominn á bólakaf í pólitíska spillingu? Hann reyndi að ráða flokksgæðing í embætti umboðsmanns skuldara en var borinn ofurliði í því máli og þykist nú ekkert hafa ætlað að gera nema ráða þá konu sem í raun var hæfust til starfans. Og núna er hann líka steinhissa.


mbl.is Vissi af vilja stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það væri gaman ef einhver gæti tekið saman skýrslu um mannaráðningar núverandi ríkisstjórnar og tenglsl viðkomandi við stjórnmálaflokka. Mér segir svo hugur að slík skýrsla gæti verið fróðleg og ekki neitt sérstaklega skemmtileg fyrir stjórnvöld. Þeir sem nú verma ráðherrastólana voru ekki að liggja á skoðunum sínum við mannaráðningar fyrri ríkisstjórna, þó vinna þeir alveg eins ef ekki verr.

Gunnar Heiðarsson, 28.8.2010 kl. 08:40

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Alþýðustjórnin neitar öllu fram í rauðan dauðann þó staðreyndir hrópi á athygli.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 28.8.2010 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband