Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Þung byrði fyrir Garðabæ, létt fyrir Reykjavík

Rétt er að óska Álftnesingum velfarnaðar. Vonandi nást þær niðurstöður í sameiningarviðræðum sem eru þeim hagfelldar.

Hins vegar fer ekki hjá því að maður velti því fyrir sér hvort Álftanes eigi ekki að sameinast Reykjavík. Ástæðan er einföld. Skuldir sveitarfélagsins eru miklar og munu vega miklu þyngra í efnahagsreikningi Garðabæjar en Reykjavíkur.

Þar af leiðandi er mjög líklegt að Garðabær leggi ekki í þessa sameiningu jafnvel þótt hún sé á margan hátt góð fyrir báða aðila. 


mbl.is Þrír flokkar í meirihluta á Álftanesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

The video is not inspiring at all

Átakið hefur ekki slegið í gegn þó svo að forráðamenn þess hér á landi ráði sér ekki fyrir kæti. Eins og ég hef sagt áður virkar það ekki mjög fagmannlegt að kætast eins og sviðsstjórinn gerir. Skili herferðin litlu þegar upp er staðið hefur kætin núna verið helst til uppgerðarleg.

Mjög misjafnt er hvernig fólk erlendis tekur myndbandinu. Það er ósköp skiljanlegt. Kona á miðjum aldri sem var hér á landi í fyrrasumar sendi þessar línur meðal annarra í tölvubréfi í dag stuttu eftir að hún fékk vídeóið:

But the video you have just sent me is not inspiring at all. Some amusing and some stunning views, but the music is awful and if I'd seen that before my visit, I might not have wanted to visit at all! Sorry to be so critical - but that video might bring in the average young tourist wanting a bit of fun ...

Líklega eru þetta viðbrögð margra annarra en þeirra yngri. Reglulega skemmtilegt myndband en hugsanlega ekki þess eðlis að þeir sem eldri eru og reyndari hrífist með. 

Ég veit að margt annað er gert fyrir utan myndbandið. En fyrir alla muni ekki kætast fyrirfram, það er svo hallærislegt og gegnsætt. Fjöldi niðurhala segir ekkert til um fjölda ferðamanna. Spyrjum því að leikslokum. 


mbl.is Átakið hefur slegið í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryðjuverk Orkuveitunnar?

Orkuveita Reykjavíkur breyttist þegar R listinn tók yfir stjórn borgarinnar frá því að vera eingöngu þjónustufyrirtæki í að vera apparat sem veður yfir náttúruna við Hellisheiði, Hengil og Kolviðarhól eins og hryðjuverkasamtök. 

Við Kolviðarhól var byggt hús sem er í hrópandi ósamræmi við allt landslag á svæðinu. Voru þó gríðarlegir möguleikar að fela bæði leiðslur, hús og framkvæmdir. Það var ekki gert en haldið áfram við að breyta landi. Lítum bara á Hellisheiði, Hellisskarð, Skarðsmýrarfjall og svæðið í kringum Kolviðarhól og til vesturs. Var þessu fólki ekki kennt að taka til eftir sig?

Núna viðrar fyrirtækið sig upp við almenning með því að leggja göngustíga og byggja skála rétt þá gleymi fólk hryðjuverkunum.

Þannig er núna er starfsemi Orkuveitunnar háttað að það þarf að stöðva rekstur hennar vegna breytinga. Hún gerir eins og Sundlaugin í Laugardal sem lokar og tæmir laugina. Munurinn er bara sá að afleiðingin er stórhættulegt hjá Orkuveitunni. Ökumenn og gangandi fólk er sett í stórkostlega hættu vegna gufu sem leggst getur yfir þjóðveginn, brennandi heitt vatn sem lekur út um koppagrundir og blásandi borholum.

Niðurstaðan er sú að lífi og limum fólks getur verið stórkostlega ógnað af þessu undarlega fyrirtæki sem einu sinni var ætlað að afla og miðla rafmagni og vatni.


mbl.is Varað við blásandi borholum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnum núna, fögnum síðar

Eitt að einkennum okkar Íslendinga er að við fögnum oft of fljótt. Við ætlum að vinna í Eurovision, komast inn í Öryggisráðið, vinna Frakka í fótbolta, rúlla yfir Dani í viðskiptum og fá allan heiminn til að horfa til Íslands með því að nota skiptimynt í markaðssetningu.

Gott er að vera jákvæður, betra að vera raunsær. Yndælt að skemmta sér en vinnan skiptir máli.

Að sjálfsögðu vonast maður til að kynningarátakið gangi vel. Ekki veitir af. Í dag var upplýst að ferðir útlendinga til landsins hefðu dregist saman um 15% í maí. Ekki veitir af því að gera sitt besta.

Vel virðist staðið að kynningarátakinu en enn er allt of snemmt að spá neinu um ávinninginn. Margvíslegar kynningarherferðir eru skynsamlegar og flottar en ná samt litlum árangri. Þar með er ekki sagt að ófaglega hafi verið unnið.

 


mbl.is „Þetta er það sem við gerum best“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa gerður vegur inn í Þórsmörk

gro_ur.jpg

Þetta eru ánægjulegar fréttir en hefði þó verið í lagi að opna fyrr. Ég ók inn í Bása um síðustu helgi á bíl með 32 tommu dekkjum og lenti hvergi í vandræðum. Sem fyrr er þó nauðsynlegt að fara farlega yfir vatnsföll.

Gígjökulskvíslin er breið á því vaði sem Vegagerðin gerði og botninn virtist vera ágætur. Að sjálfsögðu þarf að aka undan straumi yfir, varla er ástæða til að taka það fram.

Gera má athugasemdir við gerð vegarins framhjá Gígjökli. Engu líkar er en að vegurinn hafi verið lagður eftir auganu, ekki hafi verið skoðað hvar besta leiðin er. Jarðýtan hefur vaðið blint yfir gróðurlendi og austan Gígjökulskvíslar hefur ýtustjórinn gert nokkrar tilraunir í vegagerð áður en hann fann skárstu leiðina. Þetta eru ekki góð vinnubrögð. 

Meðfylgjandi mynd er af bíl þar sem vegurinn var lagður yfir gróðurlendi. 


mbl.is Vegurinn í Þórsmörk opnaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólýðræðisleg trúðslæti í pólitík

Leynifundir sem eru ekki leynifundir. Trúnaðarsamtöl sem eru ekki ... Hvað á maður að halda? Nú þykir fínt að nota sérstök orð og frasa sem ýmist eiga að merkja það sem þau segja eða eitthvað þvert á móti. Gott og vel. Ef orð hafa skipt um merkingu hefur lýðræðið beðið hnekki.

Mér finnst ekkert trúverðugt við Besta flokkinn og hef það á tilfinningunni að það sé verið að hafa Dag B. Eggertsson og Samfylkinguna að ginningarfíflum. Og það er ekki bara mál Dags og félaga, það er óréttlæti og ólýðræðislegt.

Fjölmargir segja að fjölmiðlar séu fjórða valdið. Af hverju er því ekki beitt. Fjölmiðlamenn eru ragir við að beita sér á sama hátt gegn forkólfum Besta flokksins og þeir gera gegn öðrum.

Besti flokkurinn er aldrei grillaður. Foringjar hans eru aldrei teknir til yfirheyrslu. Þeir hafa hingað til ekki þurft að standa fyrir máli sínu. Þeir mega rugla í orðum og frösum, tala um leynifundi, trúnaðarsamtöl, aumingja og svo framvegis. Engum öðrum myndi líðast það. Verst er þó að fjölmiðlamenn virðast ritskoða sig gagnvart flokknum. Öll furðulegheit flokksins yfirfæra yfirfæra fjölmiðlamenn jafnóðum sem gagnrýni á eitthvurt ríkjandi flokkspólitískt kerfi.

Allt þetta er rangt.  Jón Gnarr á ekki að komast upp með hálfkveðnar vísur, segjast vilja gera allt fyrir alla. Það er engin stefna. Hann mun þurfa að taka til hendinni, forgangsraða innan knapps fjárhags borgarinnar. Um leið og flokkur hans gerir það er hann orðinn flokkpólitískur og í slíku er engin nýlunda. Segist hann ekki vera pólitískur er hann einfaldlega að ljúga.

Við getum tekið allar fjárveitingar Reykjavíkurborgar til íþróttafélaga og annarra frjálsra félagasamtaka og sett þá í dagvistunarmál, skóla og annað álíka. Ýmsir munu fagna slíku en um leið búum við til annan vanda. Það liggur alveg ljóst fyrir.

Hægt er að taka allar fjárveitingar til tómstundamála í Reykjavík og leggja í dagvistinun ungra sem aldinna, skóla og annað álíka. Á sömu stundu og margir fagna þessu munu aðrir fordæma vegna þess að við breytinguna verður til vandi.

Allt orkar tvímælis þá gert er. Það sem einum þykir réttlætismál finnst öðrum rangt. Þess vegna reyna stjórnmálaflokkar að fara bil beggja. Menn semja um forgangsröðun. Það finnst mörgum vera argasta óréttlæti og nefna hrossakaup.

Út á hvað gengur þjóðfélagið? Allt er takmörkunum háð og sérstaklega það fjármagn sem sveitarfélög og ríkisvald hafa úr að spila.

Þess vegna er það bull þegar forsvarsmenn Besta flokksins tala í véfréttastíl, þykjast og reyna að vera fyndnir og þeir eru oft fyndnir. Lýðræðið er hins vegar ekkert gamanmál og það skiptir gríðaleg miklu máli að skoðanir þeirra sem veljast til stjórnunar liggi uppi. Allt annað er ólýðræðislegt.

Og það eru engin rök að einhverjir aðrir flokkar séu vitlausari. Það bætir allra síst stöðu Besta flokksins. 


mbl.is Trúnaðarsamtöl á leynifundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýld'ann Óskar! Sparkaðu í punginn á honum, Einar!

Slagsmál, slagsmál, arga krakkarnir á skólalóðinni og þyrpast í kringum tvo rykuga stráka sem gera upp sakirnar með hnúum, hnefum og spörkum. Kýld'ann, Óskar! Sparkaðu í punginn á honum, Einar! Hrópa krakkarnir í æsingnum.

Og Framsóknarmenn halda áfram bræðravígum og ekkert lát er á. Horfir allt í flokkurinn klofni í herðar niður og á milli verður miklabraut til beggja átta. Verst er að enginn er lengur til að segja af sér, taka ábyrgð á óhollustunni. Halldór er farinn, Guðni er farinn, Steingrímur er alfarinn. Einhvers staðar hlýtur að finnast varaformaður í hverfafélagi sem geti sagt af sér.

Í borginni standa tveir menn gráir fyrir járnum, núverandi og fyrrverandi. Fyrrverandi sakar hinn um að hafa farið fram í einhvers konar prófkjöri án þess að hann hafi fattað. Núverandi segir að hinn hafi ekki átt að vera sjálfkjörinn.

Ekki er deilt um málefni heldur menn. Kraftur og eldmóður fer í bræðravíg. Flokkurinn hefur orðið sér til athlægis og veit nú enginn fyrir hvað hann stendur nema svikabrigsl og sérgæsku. Fyrir alla muni haldið áfram, Framsóknarmenn. Þetta er alla vega stefna sem fróðlegt er að sjá hvort upp gengur og flokkurinn þarf ekki að ná kjöri til að halda henni fram.

Að lokum stendur einn eftir, búinn að missa tennur, er sár í pungnum, en er óumdeilanlega mesti slagsmálahundurinn í skólanum og enginn þorir í'ann. Eins gott því hann er svo óskaplega þreyttur, vill fara heim tilmömmu.


mbl.is Líkt og Óskar hafi búist við sjálfkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teyjubyssum mætt með manndrápstólum.

Lengi hefur það verið undrunarefni upplýstra manna á Vesturlöndum hversu vitlausir Ísraelsmenn virðast vera í viðureign sinni við Plasetínumenn og raunar alla Araba. Þeir virðast ekki skilja nokkurn skapan hlut í almannatengslum heldur ana fram með upplognar fréttir af verkum sínum. Hafi einhver samúð með málstað þeirra hefur hún vikið fyrir mikilli óbeit.

Þeir halda að það sé í lagi að ráðast að skipalest með hjálpargögn og bera fyrir sig vopnasmygl. Þau rök falla þó í skuggann af herfilega illa útfærði aðgerð sem ætlað var að snú skipalestinni í burtu. Þess í stað drepa þeir fjölda manns sem ekkert hafa annað til saka unnið að að sýna öðrum samúð í verki. Þeir kvarta undan því að illa hafi verið tekið á móti þeim. Á móti byssum og sprengjum vörðust menn með teygjubyssum og kylfum. Héldu þeir að þeim yrði fagnað? 

Ísraelsmenn hafa lengi tíðkað það að ráðist á vopnlaust fólk, brúka stórkostleg drápstól og síðan logið til um gjörðir sínar. Þeir hafa gjörsamlega gengið fram af fólki um allan heim með aðgerðum sínum sem sjaldnast hafa verið í neinu samræmi við þá óöld sem við hefur verið að etja. 

Stjórnvöld í Ísrael hafa sjaldnast reynst ganga heil til skógar. Nú er eiginlega nóg komið.


mbl.is Um að ræða röð mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógæfulegt flokkstarf í Framsókn

Framsóknarmenn virðast sjálfum sér verstir. Engu líkar en þeir nærist á því að vega að hverjum öðrum í fjölmiðlum. Enginn áttar sig á þeirri einföldu reglu sem flestir stjórnmálaflokkar hafa í heiðri, það er að beina kröftum sínum að málefnavinnu í stað þess að bera innbyrðis ágreining sinn á torg. Aðrir telja það vænlegra til árangurs að beina spjótum sínum að andstæðingum frekar en samherjum.

Svo virðist sem formaður flokksins hafi ekkert vægi meðal flokksmanna annað en titilinn, hann hefur enga stjórn á sínu fámenna liði. Án umhugsunar eru framsóknarmenn farnir að skjóta á hvern annan daginn eftir kosningarnar. Þar dúkka jafnvel upp trúnaðarmenn flokksins sem engan þátt tóku í kosningabaráttunni og gangrýna formanninn, aðrir gagnrýna gagnrýnendur og krefjast afsagnar. Þetta er ekki gæfulegt og síst af öllu fallið til að fjölga atkvæðum.

Ef Framsóknarmenn gæta ekki að sér enda þeir í sömu gryfju og ríkisstjórnarflokkarnir ... þar er allt í hers höndum og vega þar samherjar hvern annan og skáka í því skjólinu að ekki komi til þingkosninga nærri því strax.


mbl.is Framsókn þarf nánari naflaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband