Ógæfulegt flokkstarf í Framsókn

Framsóknarmenn virðast sjálfum sér verstir. Engu líkar en þeir nærist á því að vega að hverjum öðrum í fjölmiðlum. Enginn áttar sig á þeirri einföldu reglu sem flestir stjórnmálaflokkar hafa í heiðri, það er að beina kröftum sínum að málefnavinnu í stað þess að bera innbyrðis ágreining sinn á torg. Aðrir telja það vænlegra til árangurs að beina spjótum sínum að andstæðingum frekar en samherjum.

Svo virðist sem formaður flokksins hafi ekkert vægi meðal flokksmanna annað en titilinn, hann hefur enga stjórn á sínu fámenna liði. Án umhugsunar eru framsóknarmenn farnir að skjóta á hvern annan daginn eftir kosningarnar. Þar dúkka jafnvel upp trúnaðarmenn flokksins sem engan þátt tóku í kosningabaráttunni og gangrýna formanninn, aðrir gagnrýna gagnrýnendur og krefjast afsagnar. Þetta er ekki gæfulegt og síst af öllu fallið til að fjölga atkvæðum.

Ef Framsóknarmenn gæta ekki að sér enda þeir í sömu gryfju og ríkisstjórnarflokkarnir ... þar er allt í hers höndum og vega þar samherjar hvern annan og skáka í því skjólinu að ekki komi til þingkosninga nærri því strax.


mbl.is Framsókn þarf nánari naflaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2010 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband