Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Er þjóðstjórn lausnin?

Atburðir dagsins í stjórnmálum valda manni heilabrotum. Á yfirborðinu virðist allt vera slétt og fellt. Ögmundur er á leið út úr ríkisstjórninni en styður hana samt. Vill gera greinarmun á Icesave málinu og öðrum málum ríkisstjórnarinnar og neitar því að taka undir skoðun hennar á því fyrrnefnda.

Formaður þingflokks VG vill ekki lýsa yfir stuðningi við mögulegum breytingum á fyrirvörum Alþingsis að svo stöddu samkvæmt viðtali á visir.is.

VG er stórvandamál 

Þrátt fyrir tilraunir Ögmundar og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttir til að gera lítið úr ágreiningi sínum vegna Icesave, er vandinn ríkisstjórnarinna þau tvö. Til viðbótar Ásmundur Einar Daðason, Lilja Mósesdóttir og hugsanlega Atli Gíslason og enginn veit hvort Jón Bjarnason sé með bein í nefinu í þessu máli. Sé ekki hægt að friða fimmmenningana er stjórnin sprungin og það jafnvel þó aðeins sé um Ögmund og Guðfríði Lilju að ræða. Það dugar skammt þó sannfæring Guðfríðar Lilju sé föl fyrir ráðherrasæti ef aðrir eru tvístígandi. 

Þegar öllu er á botninn hvolft er ríkisstjórnin í vanda. Þingflokkur Samfylkingarinnar virðists ætla að láta kröfur Hollendinga og Breta yfir sig ganga, mótmælaust. Þingflokkur VG stendur frammi fyrir þeim kostum, að fara að sannfæringu sinni eða láta agavaldið kæfa eldmóðinn.  

Þjóðstjórn 

Ríkisstjórnaflokkarnir geta þó átt þann virðulegan möguleika í stöðunni að bjóða stjórnarandstöðunni upp á þjóðstjórn. Sagt hefur verið að slík stjórn geti varla verið vænleg því ef tveir flokkar geti ekki komið sér saman um stefnu þá sé vonlítið að fjórir geti það (sleppum að ræða um Borgari Þráinn og Hreyfingin eru hér óvissuþáttur).

Þjóðstjórn gæti engu að síður verið góður kostur til skamms tíma. Verkefni henna ættu þá að vera afmörkuð við Icesave, ríkisfjármál, efnahagsmál, atvinnumál og félagsmál og nákvæmlega skilgreind í upphafi. Innan árs ætti síðan að boða til alþingiskosninga.

Bæru stjórnmálamenn gæfu til að ganga frá samkomulagi um þjóðstjórn gætum við hugsanlega séð fram á skárri tíma strax á næsta ári. Til þess þarf að taka upp allt annað vinnulag en tíðkast hefur hingað til hjá ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, samstöðu, drenglyndi, heiðarleika og stefnufestu. 


mbl.is Enginn bilbugur á stjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin stendur af sér afsögn Ögmundar

Það fór sem marga grunaði að óeining væri í ríkisstjórninni um Icesave. Ég helt því fram í gær að vilji Samfylkingarinnar hnigi að því að gefa eftir fyrir kröfum Hollendinga og Breta varðandi þrjú meginatriði í fyrirvörum Alþingis frá því í sumar. Sú stefna er nú allrar ríkisstjórnarinnar

Nú hefur Ögmundur Jónasson sagt af sér vegna þess að hann er ekki sáttur við eftirgjöfina. Ríkisstjórnin mun hins vegar lifa þetta af enda er enn meirihluti fyrir Icesave.

Gert hefur verið nafnakall og í ljós komið að meirihluti er fyrir breytingum á Icesave samkvæmt kröfum Hollendinga og Breta. VG væri á leið út úr ríkisstjórninni væri þessi meirihluti ekki til staðar. Svo einfalt er það.

Hér eftir verður keyrt á aga. Meira að segja Jóni Bjarnasyni, sjlandbúnaðar- og sjávarútvegsmálaráðherra hefur verið gert skiljanlegt að annað hvort hafi hann sömu skoðanir og ríkisstjórnin eða hann fari sömu leið og Ögmundur. Jón lofaði því, rétt eins og aðrir þingmenn VG nema Lilija Mósesdóttir, Ögmundur og Atli. 


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjú atriði sem Hollendingar og Bretar eru alfarið á móti

Ríkisstjórnin ætlar að láta sverfa til stáls í Icesave málinu. Hollendingar og Bretar hafa látið uppi afdráttalausa andstöðu gegn þremur atriðum í samningum:

 

  1. Niðurfelling ríkisábyrgðar á eftirstöðvum sem kunna að vera til staðar eftir 5. júní 2024 skv. 1. grein laganna um ríkisábyrgðina
  2. Hámark ríkisábyrgðar sem á að vera 4% af vexti vergrar landsframleiðslu á árunum 2017 til 2023, skv. 3 gr. laganna um ríkisábyrgðina
  3. Uppgjör Landsbanka Íslands hf. eða þrotabús hans skuli fara samkvæmt íslenskum lögum, skv. 4. gr.  laganna um ríkisábyrgðina

 

Hollendingar og Bretar leggjast gegn fyrstu tveimur liðunum en Bretar hafa snúist hart gegn þriðja liðnum og vilja að uppgjör þrotbús Landsbankans fari eftir breskum lögum.

Á þessu strandar málið og þolinmæði forsætisráðherra er þrotin. Hún vill að málið fari fyrir þingið og þingmenn ríkisstjórnarflokkanna samþykki að láta eftir kröfum Hollendinga og Breta og lagabreytingin gagni í gegn ekki siðar en á laugardaginn. Samfylkingin er ákveðin í því að leyfa ekki þinginu að tefja málið eins og gert var í sumar.

Vandamál Samfylkingarinnar er að hún hefur fengið þau skilaboð frá ESB að ekki verði um samningaviðræður um inngöngu fyrr en Icesave er frá. Hitt vandamálið er Vinstri græn og vangaveltur þeirra um þjóðstjórn. 


mbl.is Þarf niðurstöðu fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og formaður félags fasteignasala sagði ástandið vera að lagast

Og formaður Félags fasteignasala hélt því fram fyrr í mánuðinum að markaðurinn sé að lagast.

Verð endilega að vísa hér í blogg sem ég skrifaði í morgun eftir að ég hafði lesið fína grein í Morgunblaði dagsins eftir Magnús Halldórsson, blaðamann. Sjá nánar á http://sigsig.blog.is. 

Magnús hélt því fram í grein sinni að markaðurinn væri því sem næst frosinn. Formaður félags fasteignasala hélt því fram fyrir um hálfum mánuði að hann væri að lagast. Könnun Gallup bendir til þess að fasteignamarkaðurinn sé ekki bara frosinn heldur harðfrosinn. Tóm þvæla og vitleysa í formanninum.

Sama er að segja með bílamarkaðinn. Þúsundir manna eru í þeim sporum að geta ekki leyft sér þann munað að skipta um bíl vegna þess að höfuðstóll bílalánsins er orðinn því sem næst tvöfalt verð hans.

Það þýðir einfaldlega það að bílaumboðin og bílasölurnar verða að þreyja þorrann eða fara á hausinn. Maður kaupir einfaldlega ekki bíl meðan ástandið er svona.


mbl.is Afar fáir ætla að kaupa íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Morgunblaðsmaður afhjúpar formann fasteignasala

Fjölmiðlar virðast stundum vera ferlega umburðalyndir. Formaður Félags fasteignasala kemur ítrekað í fjölmiðla og segir að fasteignamarkaðurinn sé að hjarna við. Öllum hefur þó verið ljóst að svo er ekki en samt er dellan birt án athugasemda.

Magnús Halldórsson heitir ágætur blaðamaður á Morgunblaðinu. Honum finnst það ábyrgðarhluti hjá formanninum „að rugla tóma þvælu“ eins og hann orðar það í lítilli grein í morgun. Hann segir um meint batamerki á fasteignamarkaðnum samkvæmt fullyrðingum formanns fasteignasala:

... byggt á því að í vikunni 11.-17. september hefði 57 kaupsamningum verið þinglýst en að meðaltali hafa þeir verið aðeins 34 það sem af er ári. Á sama tíma í fyrra, þegar markaðurinn var sagður frosinn, var 66 kaupsamningum þinglýst að meðaltali.

Magnús segist hafa í upphafi árs unnið greinaflokk um stöðuna á fasteignamarkanum og komist að þeirri niðurstöðu að verðfall væri óhjákvæmilegt meðal annars vegna offramboðs.

Við nánari skoðun varð mér ljós að stöðumat Ingibjargar var rangt og raunar tóm þvæla. [...] Það er ábyrgðahluti hjá forsvarsmanni Félags fasteignasala að halda því fram að fasteignamarkaðurinn sé að ná sér á strik. [...] Staðreyndin er sú að markaðurinn er ekki að ná sér á strik. Þvert á móti bendir allt til þess að verðlækkunin sé hraðari en reiknað var með.

Flestir sem eitthvað fylgjast með fasteignamarkaðnum hafa greinilega fundið fyrir frostinu. Í besta falli hefur að þótt aumkunarvert þegar formaður fasteignasala hefur komið fram í fjölmiðlum og farið með staðlausa stafi og fjölmiðlar birt froðuna athugasemdalaust. Þess vegna er gott að Magnús skuli nú hafa afhjúpað þessa vitleysu.

Lykillinn að góðum almannatengslum Félags fasteignasala sem og allra annarra er ekki að skrökva eða reyna að fara á svig við staðreyndir. Það getur aldrei blessast. Hins vegar ættu fasteignasalar að kappkosta að segja frá réttri stöðu mála eða einfaldlega þegja meðan á þessum hörmungum stendur.

Almenningur lætur ekki plata sig hvað eftir annað. Formaðurinn getur því miður ekki komið aftur í fjölmiðla og haldið því fram að markaðurinn sé að lagast. Það telst ekki góð sönnun að markaðurinn sé að hjarna við þegar þinglýstir samningar eru færri en þegar þar ríkti sem næst alkuli. Næst þarf hann að koma með haldgóðar sannanir.

 


Skrýtin sögutúlkun forstöðumanns gamla Kaupþings

Í morgun birtist í Morgunblaðinu viðtal við Ásgeir Jónsson fyrrverandi forstöðumann greiningardeildar gamla Kaupþings. Eftir því sem fram kemur virðist hann hafa verið hrópandinn í eyðimörkinni:

Í stað þess að ræða gagnrýni málefnalega var gripið til þess ráðs að vega að trúverðugleika þess sem setti gagnrýnina fram. Ef ég leyfði mér að setja fram einhverja gagnrýni var mér ávallt núiðmum nasir að ég væri að vinna hjá Kaupþingi sem hefði gert hina og þessa hluti.

 

Auðvitað vann maðurinn hjá Kaupþingi gamla. Hann getur ekki skilið sig frá þeim sem greiddu honum ríflegu launin og hjá þeim var hollusta hans og trúnaður.

Ég efa það ekki að Ásgeir sé ágætur maður og hæfur hagfræðingur. Hann vann einfaldlega hjá þeim alræmda banka Kaupþingi og fátt sem bendir til annars en að hann hafi farið að stefnu yfirstjórnar bankans. Fjölmargir drógu það í efa sem bankinn sagði, skiptir engu hvaða deildir hans áttu hlut að máli.

Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir hann viðbrögð við svartri skýrslu frá greiningardeildinni um fasteignamarkaðinn 2006. Þetta minnir mann á svipað álit sem Seðlabankinn lagði fram í upphafi árs 2008 og olli gríðarlegum hávaða Félags fasteignasala og fjölmargra annarra. Seðlabankinn hélt því einfaldlega fram að fasteignamarkaðurinn væri við það að hrynja og það hefur komið á daginn.

Ekki man ég eftir því að greiningardeild gamla Kaupþings hafi látið sig þetta álit Seðlabankans einhverju varða og þó var málið þeim skylt ef svo má segja.

Þegar öllu er á botninn hvolft finnst manni það afar undarlegt að nú skuli fyrrverandi Kaupþingsmenn koma fram á sjónarsviðið sem voru þátttakendur í hruninu, beint eða óbeint, og halda því fram að þeir hafi verið „sjálfstæðir“ og jafnvel óháðir. Þannig hvítþvottur er ekki trúverðugur.

Ágeir segir í viðtalinu:

Stjórnendur bankans stóðu þó með mér í þessu máli en mér fannst þar birtast í hnotskurn hve erfitt það var að vera sjálfstæður greinandi á Íslandi. 

 

Þessi málsgrein er einkar athyglisverð í ljósi sögunnar. Ef bankinn stóð með Ásgeiri og greiningardeildinni var deildin þá sjálfstæður greinandi?

Er hnotskurnin bara ekki allt önnur? Ásgeir var einfaldlega hluti af gamla Kaupþingi og það er óhrekjanleg staðreynd og hann var aldrei sjálfstæður greiningaraðili.


Kortastofa, Örnefnasstofa, Bæklingastofa, Bókastofa, Bloggstofa ...

Mjög brýnt mál sem menntamálaráðherra lætur til sín taka enda ekki forsvaranlegt hvernig fjömiðlar haga sér (einn þeirra réði Davíð Oddsson sem ritstjórra (hafiði heyrt annað eins)). Og svo er fjölmiðlastofa svo óskaplega atvinnuskapandi.

Legg til að stofnuð eftirfarandi:

 

  • Kortastofa, sem hafi eftirlit með að landakort sem birtast í bókum og bæklingum sé rétt
  • Örnefnastofa sem hafi eftirlit með því að rétt sé farið með örnefni
  • Bæklingastofa sem passi upp á að bæklingagerð í landinu standist ESB staðla
  • Bókastofa sem hafi eftirlit með því að ekki séu gefnar út óþjóðlegar og heimskulegar bækur 
  • Bloggstofa sem passi upp á að bloggarar séu ekki að blaðra tóma vitleysu
  • Stássstofa sem hafi eftirlit með forseta Íslands
  • Betri stofan sem hafi eftirlit með að alþingismenn séu ekki fullir í vinnunni
  • Salernið sem hafi eftirlit með því að ráðherrar setji ekki fram heimskuleg lög 
Svo legg ég til að ráðherrar fari að dæmi umhverfisráðherra, þegi.

 


mbl.is Fjölmiðlastofa hafi eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Held áfram moggabloggi vegna Davíðs

Vil taka það sérstaklega skýrt fram að ég ætla að halda áfram að blogga á mbls.is svo lengi sem ég nenni. Hins vegar geri ég kröfu til þess að Pétur Blöndal blaðamaður Moggans skipti um skyrtu og Agnes Bragadóttir klæðist aldrei peysu. 

Las í Pressunni í morgun að þingmaður Borgarahreyfingarinnar ætlaði að hætta að blogga á Mogga til að mótmæla því að Davíð Oddsson sé orðinn ritstjóri.

Í tengslum við það hef ég ákveðið að kjósa aldrei Borgarahreyfinguna enda á ég ekki samleið með þeim sem láta mútugreiðslur stjórna ákvörðunum sínum í þinginu.

Ekki það að ég hafi kosið þennan ágæta flokk eða hugleitt það, finnst bara flott að slá fram svona gáfulega rökstuddu áliti í anda hreyfingarinnar.

En mikið óskaplega hef ég gaman af vanstillingu fólks vegna ráðningar Davíðs. Það hlýtur að vera vont að hafa einhvern mann á heilanum.

Enginn missti stjórn á sjálfum sér þegar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Eða þegar hann hætti. 

´ 


Engin er þó froslyftingin og ekkert hrím

Sé vatn á tunglinu hvernig stendur þá á því að engin bein ummerki eru um það? Skilst að brunagaddur sé á þeim hluta sem ekki snýr að sólu en tiltölulega hlýtt þegar hún skín. Engin merki eru þó um frostlyftingu í jarðvegi, hvergi verður til neins konar uppgufun, enginn hefur nefnt ís eða hrím. Dreg ég þó ekki í efa þessar fréttir en datt þetta bara í hug
mbl.is Vatn fannst á tunglinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreytt ástand, áframhaldandi hörmungar

Þrátt fyrir mikin þrýsting ríkisstjórnarinnar á peningastefnunefnd Seðlabankans hefur hún ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum.

Hvers vegna lætur Seðlabankinn ekki undan? Einfaldlega vegna þess að árangur ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum er enginn. Verðbólgan er enn hrikaleg, neysluvörur hækka stöðugt í verði, krónan heldur áfram að falla, atvinnuleysið er óskaplegt, þúsundir heimila líða vegna verðtryggingar lána og fleira má upp telja.

Og hvað hefur ríkisstjórnin eiginlega verið að gera? Jú, hún segist vera búin að gera allt það sem hún ætlaði að gera á fyrstu hundrað dögunum. Gott hjá henni. Magn er þá betra en gæði. Hins vegar hefur hún ekki tekið á þeim málum sem mestu skipta.

Þetta gengur ekki lengur. Við þurfum þjóðstjórn en ekki gangslausa vinstri stjórn. Ef ekki, þá gerum við byltingu.


mbl.is Stýrivextir áfram 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband