Skrýtin sögutúlkun forstöðumanns gamla Kaupþings

Í morgun birtist í Morgunblaðinu viðtal við Ásgeir Jónsson fyrrverandi forstöðumann greiningardeildar gamla Kaupþings. Eftir því sem fram kemur virðist hann hafa verið hrópandinn í eyðimörkinni:

Í stað þess að ræða gagnrýni málefnalega var gripið til þess ráðs að vega að trúverðugleika þess sem setti gagnrýnina fram. Ef ég leyfði mér að setja fram einhverja gagnrýni var mér ávallt núiðmum nasir að ég væri að vinna hjá Kaupþingi sem hefði gert hina og þessa hluti.

 

Auðvitað vann maðurinn hjá Kaupþingi gamla. Hann getur ekki skilið sig frá þeim sem greiddu honum ríflegu launin og hjá þeim var hollusta hans og trúnaður.

Ég efa það ekki að Ásgeir sé ágætur maður og hæfur hagfræðingur. Hann vann einfaldlega hjá þeim alræmda banka Kaupþingi og fátt sem bendir til annars en að hann hafi farið að stefnu yfirstjórnar bankans. Fjölmargir drógu það í efa sem bankinn sagði, skiptir engu hvaða deildir hans áttu hlut að máli.

Í viðtalinu í Morgunblaðinu nefnir hann viðbrögð við svartri skýrslu frá greiningardeildinni um fasteignamarkaðinn 2006. Þetta minnir mann á svipað álit sem Seðlabankinn lagði fram í upphafi árs 2008 og olli gríðarlegum hávaða Félags fasteignasala og fjölmargra annarra. Seðlabankinn hélt því einfaldlega fram að fasteignamarkaðurinn væri við það að hrynja og það hefur komið á daginn.

Ekki man ég eftir því að greiningardeild gamla Kaupþings hafi látið sig þetta álit Seðlabankans einhverju varða og þó var málið þeim skylt ef svo má segja.

Þegar öllu er á botninn hvolft finnst manni það afar undarlegt að nú skuli fyrrverandi Kaupþingsmenn koma fram á sjónarsviðið sem voru þátttakendur í hruninu, beint eða óbeint, og halda því fram að þeir hafi verið „sjálfstæðir“ og jafnvel óháðir. Þannig hvítþvottur er ekki trúverðugur.

Ágeir segir í viðtalinu:

Stjórnendur bankans stóðu þó með mér í þessu máli en mér fannst þar birtast í hnotskurn hve erfitt það var að vera sjálfstæður greinandi á Íslandi. 

 

Þessi málsgrein er einkar athyglisverð í ljósi sögunnar. Ef bankinn stóð með Ásgeiri og greiningardeildinni var deildin þá sjálfstæður greinandi?

Er hnotskurnin bara ekki allt önnur? Ásgeir var einfaldlega hluti af gamla Kaupþingi og það er óhrekjanleg staðreynd og hann var aldrei sjálfstæður greiningaraðili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Ingi Hreiðarsson

Ég er þér algerlega sammála. Mér finnst alveg óþolandi hvernig maður eins og Ásgeir er að hagnast á hruninu, sem hann á sinn þátt í, með þessari ósmekklegu bókaútgáfu sinni.

Ég sótti tíma hjá honum í háskólanum fyrir nokkrum árum síðan og fannst hann klár hagfræðingur. Í ljósi þess finnst mér fáránlegt að hann hafi verið yfirmaður greiningardeildarinnar, sem hafði ekkert annað hlutverk en að ljúga upp verð á bréfum í Kaupþingi og skyldum fyrirtækjum..

Arnar Ingi Hreiðarsson, 28.9.2009 kl. 11:54

2 Smámynd: Ragnar S Magnússon

Látið ekki svona,

Strák ræfillinn var bara að selja bankann eða reyna að tala upp verðið á hlutabréfunum.  Var það ekki fyrir það sem hann fékk þessar miljónir greiddar.

Hinsvega finnst mér það móðgun við Íslendinga að hann, já of fleiri af forkálunum skulu vera enn við vinnu í bankanum

Ragnar S Magnússon, 28.9.2009 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband