Held áfram moggabloggi vegna Davíðs

Vil taka það sérstaklega skýrt fram að ég ætla að halda áfram að blogga á mbls.is svo lengi sem ég nenni. Hins vegar geri ég kröfu til þess að Pétur Blöndal blaðamaður Moggans skipti um skyrtu og Agnes Bragadóttir klæðist aldrei peysu. 

Las í Pressunni í morgun að þingmaður Borgarahreyfingarinnar ætlaði að hætta að blogga á Mogga til að mótmæla því að Davíð Oddsson sé orðinn ritstjóri.

Í tengslum við það hef ég ákveðið að kjósa aldrei Borgarahreyfinguna enda á ég ekki samleið með þeim sem láta mútugreiðslur stjórna ákvörðunum sínum í þinginu.

Ekki það að ég hafi kosið þennan ágæta flokk eða hugleitt það, finnst bara flott að slá fram svona gáfulega rökstuddu áliti í anda hreyfingarinnar.

En mikið óskaplega hef ég gaman af vanstillingu fólks vegna ráðningar Davíðs. Það hlýtur að vera vont að hafa einhvern mann á heilanum.

Enginn missti stjórn á sjálfum sér þegar Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Eða þegar hann hætti. 

´ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband