Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Rauðsól Samfylkingarinnar

SamfylkinginAthygli mín var vakin á nafninu Rauðsól ehf. sem er nýtt eignarhaldsfélag er var að kaupa hluta af meintu þrotabúi 365 miðla hf. 

Eflaust er verið verið að gera grín að nafninu en það engu að síður er rauð sól í lógói Samfylkingarinnar. Þar skin sú rauða fyrir framan nafnið eins og sjá má.

Með einfaldri tilfæringu, sem þó er ekki ættuð frá mér, væri hægt að búa til nýtt og fínt lógó fyrir Rauðsól ehf. 

Nú má enginn halda að ég sé að gera að því skóna að einhver tengsl séu á milli þessara tveggja aðila. Síður en svo. Þetta er bara smá grín svona í skammdeginu og við almenningur fáum að hugsa um eitthvað annað en mótmælin gegn honum Davíð Oddsyni. 

raudsol

 

 


Þessi saga er örugglega kjaftæði

Sú saga gengur nú manna á meðal að skuldir yfirmanna í bönkunum hafi verið felldar niður. Er þá sérstaklega átt við þær skuldir sem þeir höfðu stofnað til vegna hlutafjárkaupa í bönkum. Rökin fyrir niðurfellingunni eru þær að ella yrði nauðsynlegt að segja þeim upp störfum því þeir sem hafa orðið gjaldþrota mega samkvæmt lögum ekki gegna yfirmannsstöðum í fjármálastofnunum.

Ég held að þetta sé kjaftasaga og eigi ekki við nokkur rök að styðjast, tómt bull og kjaftæði. Auðvitað myndi svona aðgerð ganga þvert á það sem í lögum er nefnt jafnræðisregla og á svo víða við. Auk þess er engin sanngirni í þessu. Sé maður ekki hæfur til að genga störfum er ástæða fyrir hugsanlegu gjaldþroti enn skýr þó svo að skuldin hafi verið felld niður. Þessir menn gátu gengið í sjóði bankanna, voru til þess hvattir. Nú eru þessi sömu bankar komnir í eigu annarra og þar af leiðandi á sá eigandi að sjá til þess að dómgreindarlausir einstaklinga eigi ekki að genga yfirmannstöðum í bönkunum.

Sá bankastjóri sem myndi leyfa það að skuldir undirmanna sinna væri felldar niður ætti ekki langa framtíð fyrir sér í starfi.

Sagt er að maður nokkur hafi sagt: „Ég er einfaldlega á móti þessari andskotans spillingu“. - Og svo bætti hann við: „Ekki græði ég neitt á henni.“ Auðvitað stökkva allir til í þessari spillingu. Spurningin er nú sú hvor sé spilltari, sá sem tók sér lán til hlutbréfakaupa eða sá sem felldi það niður.

Það er einfaldlega þannig að maður kemur í manns stað. Sé einhver ekki hæfur til að gegna tiltekinni stöðu yfirmanns þá bíða áreiðanlega tíu, tuttugu, hundrað eða þúsund aðrir sem hafa gilt hæfi.


Fjölmiðlaveiðitíminn hafinn

Rjúpnaveiðitíminn er hafinn og veiðin er misjöfn. Sumir fá ekki neitt aðrir fá mest allt ...

Fjölmiðlaveiðitíminn er hafinn og veiðin er misjöfn ...

Var fjölmiðlafrumvarpið tóm vitleysa? Það átti að hindra það að fjölmiðlar landsins kæmust allir á eina hönd. Vitaskuld er langt í að svo verði. Enn er RÚV óselt annars ...

Og þessi Davíð Oddsson. Hann vildi auðvitað bara koma höggi á Jón Ásgeir Jóhannesson. Það held ég að hlakki nú í þeim síðarnefnda.


mbl.is Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband