Þessi saga er örugglega kjaftæði

Sú saga gengur nú manna á meðal að skuldir yfirmanna í bönkunum hafi verið felldar niður. Er þá sérstaklega átt við þær skuldir sem þeir höfðu stofnað til vegna hlutafjárkaupa í bönkum. Rökin fyrir niðurfellingunni eru þær að ella yrði nauðsynlegt að segja þeim upp störfum því þeir sem hafa orðið gjaldþrota mega samkvæmt lögum ekki gegna yfirmannsstöðum í fjármálastofnunum.

Ég held að þetta sé kjaftasaga og eigi ekki við nokkur rök að styðjast, tómt bull og kjaftæði. Auðvitað myndi svona aðgerð ganga þvert á það sem í lögum er nefnt jafnræðisregla og á svo víða við. Auk þess er engin sanngirni í þessu. Sé maður ekki hæfur til að genga störfum er ástæða fyrir hugsanlegu gjaldþroti enn skýr þó svo að skuldin hafi verið felld niður. Þessir menn gátu gengið í sjóði bankanna, voru til þess hvattir. Nú eru þessi sömu bankar komnir í eigu annarra og þar af leiðandi á sá eigandi að sjá til þess að dómgreindarlausir einstaklinga eigi ekki að genga yfirmannstöðum í bönkunum.

Sá bankastjóri sem myndi leyfa það að skuldir undirmanna sinna væri felldar niður ætti ekki langa framtíð fyrir sér í starfi.

Sagt er að maður nokkur hafi sagt: „Ég er einfaldlega á móti þessari andskotans spillingu“. - Og svo bætti hann við: „Ekki græði ég neitt á henni.“ Auðvitað stökkva allir til í þessari spillingu. Spurningin er nú sú hvor sé spilltari, sá sem tók sér lán til hlutbréfakaupa eða sá sem felldi það niður.

Það er einfaldlega þannig að maður kemur í manns stað. Sé einhver ekki hæfur til að gegna tiltekinni stöðu yfirmanns þá bíða áreiðanlega tíu, tuttugu, hundrað eða þúsund aðrir sem hafa gilt hæfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ÖSSI

Já ég vona að þetta sé kjaftasaga en oft hafa kjaftasögur eitthvað sannleiksgildi því miður.

Spurningin er hvort þetta sé málið með Birnu Glitnisstjóra...?

Annað sem ég set spurningamerki við eru þeir sem settu breyttu eignarhlutum sínum rétt fyrir fallið í "ehf". Þeir semsagt bjuggu til einkahlutafélag í sínu nafni og settu eignarhlutana þangað inn til að draga úr áhættu. Það þarf svo enginn að segja mér að þessir menn hafi ekki innherjaupplýsingar....

Ég held því miður að ruglið sé enn meira en við höfum séð og heyrt þarna inní þessum bönkum. Ég vil því að þessi rannsókn verði hafinn fyrr en seinna áður en menn geta falið slóð sína...

Síðan gengur það líka núna fjöllunum hærra að Jón Ásgeir hafi fengið 1,5 miljarð frá nýja Landsbankanum til að fjármagna kaupin á 365..þannig að hringavitleysan er byrjuð aftur sýnist mér...

ÖSSI, 3.11.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Bíðum og sjáum til. Það vitlausasta sem við getum gert er að stökkva til og draga ályktanir af einhverjum kjaftasögum eða því sem hugsanlega gæti verið, kannski og ef til vill einhvern hænufótur fyrir. Þessi saga er víða á bloggfærslum og án ef bara tímaspursmál hvenær einhver „rannsóknarblaðamaðurinn“ tekur sig til og kannar máli.

Hins vegar verður slóð seint falin ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.11.2008 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband