Eru Vestfirðir hluti af norðvestanverðum landinu?
23.12.2009 | 15:48
Lífið er ekkert annað en endalaust spjall um veðrið. Þá dettur manni ýmislegt í hug og verður fyrir vikið dálítið áttavilltur.
Nokkuð virðist vera á reiki hvað sé norðvestanvert landið. Sundum er það beinlínis hornið sem er norðvestanvert, það er Vestfirðir og Norðurland vestra. Þegar vel liggur á þeim á veðurstofunni er aðeins átt við Norðurland vestra. Þegar verr liggur á þeim er talað um Strandir og Norðurland vestra.
Oftar en ekki er fullyrt í fjölmiðlum að kafsnjór sé á Norðurlandi. Þár átt við við Akureyri og mynd kemur af fólki sem öslar hnédjúpan snjóinn. Á sama tíma er snjólaust á Norðurlandi vestra. Ekki gleyma því að Norðurland er stórt og veðráttan getur verið mismunandi á sama tíma.
Ég bý í höfuðstað Norðurlands. Þá halda flestir að ég búi á Akureyri. Nei, Akureyri er ekki höfuðstaður Norðurlands, ekki frekar en Skagaströnd, þar sem ég bý. Hins vegar veit ég ekki hvaðan þetta tal um höfuðstað Norðurlands kemur. Líklega frá einhverjum Akureyringi með útrásarkomplexa.
En það var þetta með veðrið á norðvestanverðu landinu. Auðvitað getur veðrið verið mismunandi á Vestfjörðum. Líklega er spáin allt önnur fyrir Strandir en fyrir Bíldudal. Í veðurfréttum eru Strandir oft spyrtar saman við Norðurland vestra. Kannski er það í lagi. Hins vegar velti ég fyrir mér að norðaustanátt er án efa önnur á Hólmavík eða Gjögri í samanburði við Skagaströnd, Sauðárkrók eða Hofsós svo dæmi sé tekið.
Svo er ekki úr vegi að hæla dugnaði þeirra blaðamanna sem skrifa beint upp kort Vegagerðarinnar um færð á vegum. Hálkublettir og snjóþekja eru frasar sem ættaðir eru úr þeirri átt. Mynd segir meira en þúsund orð og þess vegna geta blaðamenn einfaldlega sleppt því að þykjast og einfaldlega birt kortið.
Spá óveðri um landið norðvestanvert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er mbl.is sem þarna er ónákvæmt, talar þarna um óveður um norðvestanvert landið en Veðurstofan spáir veðrinu bara á Vestfjörðum. Vestfirðir eru sérstakt spásvæði en norðurland vestra er annað og skipt er milli þeirra við Ísafjarðardjúp. Stundum er gert ráð fyrir sama veðri á báðum svæðunum og eru þau þá tekin saman. Það væri æskilegt að fjölmiðlar rugluðu ekki veðurspám Veðurstofunnar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 23.12.2009 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.