Peningastefnumálastefnumálanefndin og pressuleikur ríkisstjórnar

Auðvitað lækka stýrivextir. Mikil pressa hefur verið á peningastefnumálastefnumálanefnd Seðlabankans síðan hún ar uppföttuð til þess eins að draga valdið frá bankastjórninni.

Eitt af þeim atriðum sem fundin voru Davíð Oddssyni fyrrverandi Seðlabankastjóra til ávirðingar var að hann legðist gegn stýrivaxtalækkun sem var efst á óskalista ríkisstjórnainnar. Þess vegna varð að reka manninn og koma þeim í stólinn sem betur skilur hagfræðilegar þarfir og væntingar ríkisstjórnarinnar.

Traustur vinstri maður fannst í starf Seðlabankastjóra en honum var ekki alveg treystandi enda var hann hagfræðingur og þess vegna var fundið upp á því apparati sem nefnist peningastefnumálastefnumálanefnd. Í hana var sett valinkunnugt fólk sem flest átti að skilja þarfir einnar ríkisstjórnar.

Samt lækkuðu stýrivextir ekki. Þeir stóðu lengi í stað og var það af öllum líkindum vegna þess að hvorki nýji Seðlabankastjórinn né peningastefnumálastefnumálanefndin skildi ekki hagfræði vinstri stjórnarinnar hvað þá þarfir hennar. Ekki vantaði þó pressuna af hálfu forsætisráðherra og fjármálaráðherra. Í fjölmiðlum hafa þau lengi látið það skýrt í ljós að væntanlega væri veruleg stýrivaxtalækkun. Sú frétt hefur dregist (rétt eins og góða fréttin um Icesave).

Hafi pressan komið fram í fjölmiðlum var hún áreiðanlega meiri bak við tjöldin. Svo leið og beið en lítið gerðist. Smám saman lækkuðu stýrivextir en aldrei kom stóra lækkunin (né góðu fréttirnar um Icesave). Þetta var bara eins og Davíð væri enn í bankanum og hann væri einn peningastefnumálastefnumálanefndin.

Af þessu má einfaldlega draga þá ályktun að stýrivöxtum var ekki haldið uppi af Davíð Oddsyni og má engu skipta hvort hann sé góður maður eða vondur. Þar af leiðandi var brottrekstur hans úr Seðlabankanum af pólitískum rótum eins og auðvitað allir vissu. Svo er bara að bíða eftir skýrslu nefndar Alþingis um bankahrunið. Þá er það von vinstri manna að í skýrslunni verði Davíð Oddssyni lýst sem vonda kallinum sem með einbeittum ásetningi kom þjóðinni á hausinn. Við hin bíðum bara rétt eins og við biðum eftir stýrivaxtalækkuninni (enn bíðum við eftir fréttum).


mbl.is Stýrivextir lækka í 10%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Mikið er gott að einhverjir aðrir en vinstri kallar hafa Davíð á heilanum.

Gísli Ingvarsson, 10.12.2009 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband