Bull að tala um sigur eða ósigur

Icesave málið er orðið svo stórt og fyrirferðamikið að það er fyrir löngu hætt að vera flokkspólitískt. Hins vegar leyfa óvandaðir stjórnmálamenn sér að halda því fram að málið standi og velti með framgöngu þeirra og staðan sé sigur fyrir einhverja og ósigur fyrir aðra. Þetta er auðvitað tómt bull.

Vandamálið sem skyggir raunar á allt Icesave málið eru afskifti forseta Íslands af starfsemi og ákvörðun þingsins. Forsetinn er ekki hluti löggjafarvaldsins og ætti ekki að hafa nokkra heimild til að stöðva lýðræðislegar ákvarðanir þess og koma þarf í veg fyrir endurtekningu á slíku með breytingu á stjórnarskrá. Þetta breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að Icesave samkomulagið er verra en það þyrfti að vera. 

Nú skiptir mestu að þjóðin sameinist um að hafna skilmálum samkomulagsins við Breta og Hollendinga og krefjast þannig nýrra samninga. 

Staðan í dag er ekki slæm þó svo að ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar reyni að telja landsmönnum trú um annað.

Bretar og Hollendingar skilja þá einföldu staðreynd að gjaldþrota Ísland greiðir engum neitt. Þjóðin verður að fá tækifæri til að vinna sig út úr vandanum og það gerir hún ekki með núverandi Icesave klöfum og enn síður með ríkisstjórn sem telur einu lausnina vera þá að skattleggja þjóðina og hrekja fólk úr landi.

Og enn kennir ríkisstjórnin Icesave um allar ófarir sínar.  


mbl.is Segir ákvörðun forsetans sigur fyrir framsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Furðuleg pólitík.

Sigurður Haraldsson, 7.1.2010 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband