Meirihluti Alþingis stórskaðar hagsmuni Íslands
3.12.2009 | 10:29
Þegar Samfylkingin talaði sig hása gegn fjölmiðlafrumvarpinu var það kallað sjálfsagður réttur þingmanna að tjá sig um mikilvægt mál. Málfrelsi og tjáningarfrelsi annarra er ekki mikils virði hjá Samfylkingafélaginu í Garðabæ sem framleiðir ályktun samkvæmt pöntun flokksforystunnar.
Nú hafa þeir 20.000 landsmanna áreiðanlega stórskaðað hagsmuni Íslands sem krefjast þess að forseti Íslands staðfesti ekki lögin um Icesave.
Þeir sem standa viljaspyrna við fótum ganvart sjálftekt erlendra ríkja í fjárhirslur hafa án efa stórskaðað hagsmuni Íslendinga.
Svo má spyrja hvort það sé ekki meiri skaði þegar ríkisvaldið með allan sinn mannauð stendur ekki betur en svo að málum að það þurfi fólk úti í bæ, ekki aðeins stjórnarandstöðuna, heldur almenna borgara til að sýna fram á þann skaða sem ríkisstjórnin er að valda þjóðinni með því að keyra Icesave í gegnum þingið?
Það er meirihlutinn á Alþingi sem er að stórskaða hagsmuni þjóðarinnar.
Lýsa furðu á málatilbúnað stjórnarandstöðunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.