Ríkisstjórnin er ráðþrota á öllum sviðum

Ríkisstjórnin leggur megináherslu á að skattleggja fólk og fyrirtæki. Hún leggur enga áherslu á að draga úr atvinnuleysi.

Aukin skattlagning á fyrirtæki stuðlar ekki að minnkandi atvinnuleysi. Þvert á móti.

Aukin skattlagning á almenning er vinnuletjandi.

Ekkert hefur dregi úr atvinnuleysi á undanförnum mánuðum. Verðbólgan lækkar ekkert. Verðtryggingin er enn í fullu gildi. Markaður með íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði og bíla er vart til.

Þrátt fyrir loforð ríkisstjórnarinnar er enn allt við það sama. Og nú eru að koma jól og ríkisstjórnin vonast til þess að almenningur hafi ekki áhyggjur af Icesave, atvinnumálum og verðtryggingarþjófnaðinum á meðan. Öllu er frestað fram á nýtt ár. 


mbl.is Tæplega 16 þúsund án atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband